Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 34

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 34
Þýdd skáldverk KRYDDLEGIN HJÖRTU Laura Esquivel Þýðing: Sigríður Sigurðardóttir Kryddtegin hjörtu er fyrsta skáldsaga mexíkönsku skáldkonunnar Lauru Esqui- vel og hefur hún farið sigur- för um heiminn. Þegar er búið að gefa hana út á Norðurlöndum, um alla Evr- ópu og í haust kom hún út í Bandaríkjunum. Bókin lýsir lífi Titu sem er yngst þriggja systra og fær það hlutverk að sinna móð- ur sinni svo lengi sem hún lifir. Tita má því ekki giftast og hennar einasta leið til að sýna tilfinningar er við mat- argerð. Sagan er meinfyndin og er þar fyrir utan búin öllum þeim kostum sem við þekkj- um úr öðrum suður-amer- ískum skáldsögum. 240 blaðsíður. ísafold. Verð: 2.480 kr. ^JÍVEÐJU 6/ALSINN Milan Kundera KVEÐJUVALSINN Milan Kundera Þýðing: Friðrik Rafnsson Sögusvið bókarinnar er lítill tékkneskur laugabær, sem fólk sækir sér til heilsubótar, einkum ófrjóar konur. Per- sónurnar kljást við ástina og hatrið, frelsið og helsið - og sektarkenndina. Frásögnin er fjörleg og sögufléttan meistaralega ofin, líkt og í Ódauðleikanum og Óbæri- iegum léttleika tiiverunnar. 180 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.680 kr. KYNJABER Jeanette Winterson Þýðing: Silja Aðalsteinsdóttir Ævintýraleg skáldsaga sem gerist á 17. öld á Englandi og segir frá ferðum Jordans og hinni yfirgengilegu móður hans, Hundakonunni. Sag- an er bæði Ijóðræn og hisp- urslaus, háfleyg og fyndin. Hér er varpað fram í gáska- fullri frásögn spurningum um tímann og eðli hans, þyngdaraflið og hugarflugið og leitina að ástinni. Syrtla. 182 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.595 kr. LÁTUM DROTTIN DÆMA Ben Ames Williams Látum drottin dæma er ein af frægustu skáldsögum þessa bandaríska höfundar. Hún vakti strax mikla at- hygli, þegar hún kom út og var kvikmynduð. Það ein- kennir hana skarpleg könn- un á sögupersónum og skapgerð þeirra. Sagan greinir frá miklum örlögum, ótrúlegri eigingirni, sannri ást og vináttu. Heillandi og spennandi skáldverk. 356 blaðsíður Suðri. Verð: 1.980 kr. LEIKMAÐURINN Michael Tolkin Þýðing: Þórey Einars- dóttir Aðstoðarframkvæmdastjóri í stóru kvikmyndaveri í Holly- wood fær nafnlausar morð- hótanir og bregst við þeim með óvæntum hætti. Sam- nefnd kvikmynd Roberts Alt- man sýnd í Regnboganum haustið 1992. 224 blaðsíður. Frjáls fjölmiðlun hf. - Úrvalsbækur. Verð: 790 kr. LEIKUR HLÆJANDI LÁNS Amy Tan Þýðing: Rúnar Helgi Vignisson Gamla konan minntist svans sem hún keypti á hlægilegu verði í Shanghai. Síðan sigldu konan og svanurinn yfir haf í áttina að Ameríku. Þegar konan kom til nýja landsins rifu starfsmenn út- lendingaeftirlitsins af henni svaninn, skildu hana eftir með aðeins eina svansfjöð- ur til minja. Nú var konan orðin öldruð. Hún átti upp- komna dóttur sem talaði ein- ungis ensku og kyngdi meiru af kóki en sorg. Konuna langaði til að gefa dóttur sinni svansfjöðrina með þessum orðum: „Þessi fjöður kann að virðast einskis virði, en hún er komin um langan veg og ber með sér allt það góða sem ég vildi.” Árum saman beið hún þess að geta sagt dóttur sinni þetta á lýtalausri amerískri ensku. Leikur hlæjandi láns er fyrsta skáldsaga Amy Tan og vakti strax ómælda at- hygli. Bókin varð á ör- skömmum tíma metsölubók austan hafs og vestan og sat í efsta sæti vinsældalist- anna mánuðum saman. Hún var valin ein af athyglis- verðustu bókum 9. áratugar- ins af USA Today. Af ein- lægri frásagnargleði tekst Amy Tan að fjalla um Kína, vestræna menningu og samband móður og dóttur á eftirminnilegan hátt. Bjartur. Verð: 2.680 kr. 34

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.