Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Síða 40
Þýdd skáldverk
TORTÍMIÐ PARÍS
Sven Hassel
Þýðing: Baldur
Hólmgeirsson og Bárður
Jakobsson
Mest lesni stríðsbókahöf-
undur seinni tíma. Höfund-
urinn var ungur maður í æv-
intýraleit þegar hann gekk í
þýska herinn. Hann lifði af
hörmungar stríðsins og á-
kvað að segja frá reynslu
sinni.
218 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 1.990 kr.
TRIX
Eufemia v. Adlersfeld
Trix er lífsglöð ung stúlka.
Hún er munaðarlaus og
dvelst hjá frænku sinni, sem
er príorinna í nunnuklaustri,
þegar sagan hefst. En hagir
hennar breytast og hún
kynnist ekki aðeins ástinni
heldur einnig öfund og laun-
ráðum mannanna. Þetta er
ein af þessum gömlu og
góðu sögum, sem lesendur
Sögusafnsins kunna örugg-
lega að meta.
220 blaðsíður.
Sögusafn heimilanna.
Verð: 1.890 kr.
ÚR ÓVÆNTRI ÁTT
Sidney Sheldon
Þýðing: Óskar
Ingimarsson
Ný spennubók eftir þennan
heimsfræga höfund. Um leið
og hann sendir frá sér hand-
rit byrjar barátta milli útgef-
enda og kvikmyndaframleið-
enda um útgáfuréttinn. Á-
stæðan er einföld: Fjöldi að-
dáenda um allan heim
tryggir sölu bókanna og að-
sókn að kvikmyndahúsun-
um. - Einstök bók fyrir allan
aldur.
Um leið og þessi bók
kemur út á íslensku eru
endurútgefnar þrjár eldri
bækur Sidney Sheldon. Ein-
dregnar óskir aðdáenda
þeirra voru teknar til greina.
Þetta eru bækurnar Sakaus
svipur, Fram yfir miðnætti
og Andlit í speglinum.
339 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 1.990 kr.
ÚTí HÖND
Synnove Soe
Þýðing: Steinar J.
Lúðvíksson
í fyrra kom út bókin / tætlum
eftir dönsku skáldkonuna
Synnove Soe og vakti sú
bók verðskuldaða athygli. í
skáldsögunni Út í hönd fjall-
ar höfundur um lítið veit-
ingahús í New York. Sögu-
hetjurnar eiga sína drauma,
vonir og þrár. Inn í hvers-
dagslegt líf fólks á veitínga-
húsinu kemur Marrow, sem
er heimilislaus drengur, og
tengist hann fólkinu sterkum
tilfinningaböndum. Þetta er
sterk saga sem skilur eftir
þá spurningu hvort þeir,
sem finna það sem þeir telja
verðmæti og lífshamingju,
kunni ekki að glata öðru
sem jafnvel er mikilvægara.
152 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 1.890 kr.
VEÐRAÞYTUR
Doris Lessing
Þýðing: Hjörtur Pálsson
Ein frægasta skáldsaga
Doris Lessing og þriðja bók-
in í sagnabálki hennar um
Mörtu Quest. Heimsstyrjöld-
in geisar, Marta hefur yfir-
gefið mann og dóttur og
eignast pilt í flughernum að
elskhuga. Lífið einkennist af
óvissu og draumar um rétt-
látt samfélag eru fjarri því
að rætast. Astríðufull og ó-
gleymanleg þroskasaga.
302 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 1.980 kr. ib.
- 990 kr. kilja.
mummmmmammmmmmmmmmm■
VÍGHÖFÐI
John MacDonald
Þýðing: Erling Aspelund
Ein allra besta bók þessa
afkastamikla höfundar. Eftir
henni hafa verið gerðar tvær
kvikmyndir, sú síðari árið
1991 undir leikstjórn Martins
Scorseses. Margir telja
samt bókina taka myndun-
um fram. Hún fjallar um það
hvernig ofur venjuleg fjöl-
skylda getur umhverfst þeg-
ar um líf og dauða er að
tefla.
184 blaðsíður.
Frjáls fjölmiðlun hf.
- Úrvalsbækur.
Verð: 790 kr.
ÞJÓFUR OG HUNDAR
Nóbelsskáldið
Nagíb Mahfúz
Þýðing: Úlfur Hjörvar
Uppreisnarmaðurinn og at-
vinnuþjófurinn Said Mahran
kemur úr fangelsi og á ó-
uppgerðar sakir við þá sem
sviku hann í hendur lögregl-
unnar. Eins og flestar aðrar
skáldsögur Nagíbs Mahfúz
40