Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 57
Bœkur almenns efnis
lifað hátt og fer ekki leynt
með það. Þessi bók var ekki
skrifuð í samráði við hana.
Höfundurinn hefur fylgst
með Madonnu lengi og
skrifar hér opinskáa lýsingu
á æviferli þessarar umdeildu
persónu.
294 biaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2.480 kr.
MAÍSTJARNAN OG
FLEIRI LÖG
Jón Ásgeirsson og
Halldór Laxness
Þessi nótnabók hefur að
geyma safn laga Jóns Ás-
geirssonar tónskálds við Ijóð
Halldórs Laxness. í fyrsta
sinn geta unnendur laga
Jóns og Ijóða Laxness fund-
ið á einum stað þessar perl-
ur íslenskrar tónlistar.
Vaka-Helgafell.
Verð: 1.230 kr.
GUÐMUNDUH EINAR5SON
MAMMA, ÉG VAR
KOSINN!
Pólitísk reynslusaga
Guðmundur Einarsson
Óborganleg saga af ungum
manni sem dettur óvænt inn
á þing og kynnist hinni
hverfulu og viðsjárverðu
veröld íslenskra stjórnmála-
manna þar sem enginn er
annars bróðir í leik, jafnvel
þótt ástin sé með í spilinu.
Höfundurinn þekkir veröld
stjórnmálanna af eigin
reynslu sem fyrrum þing-
maður og þingflokksformað-
ur, framkvæmdastjóri stjórn-
málaflokks og núverandi að-
stoðarmaður ráðherra.
212 blaðsíður.
Örn og Örlygur.
Verð: 2.880 kr.
MEISTARAVERK
Picasso, Dali, Miró
D. Boone, E. Shakes,
G. Raillard
Þýðing: Mörður Árnason
og Árni Óskarsson,
Þorbjörn Magnússon,
Ólöf Pétursdóttir
Þrjár bækur í nýrri myndlist-
arbókaröð Máls og menn-
ingar, Meistaraverkin. í
hverri nýrri bók er fyrst sagt
frá ævi listamannsins, síðan
eru birtar litmyndir af um
fimmtíu helstu verkum hans
og fjallað sérstaklega um
þau. Bækurnar eru einkar
fróðlegar og áhugavekjandi,
vel prentaðar í stóru broti og
verðið er einstaklega hag-
stætt.
144 blaðsíður.
Mál og mennlng.
Verð: 2.980 kr. hver bók.
ORÐ UM VINÁTTU, ÁST,
LÍF OG DAUÐA,
HAMINGJU
Hér er safnað saman stutt-
um textum, svo sem kvæð-
um og orðskviðum, um til-
tekin efni, sem eru: Ást,
Hamingja, Vinátta og Líf og
dauði. Vandað er til frá-
gangs á þessum smábók-
um, sem geyma margar af
perlum íslenskra bók-
mennta. Tilvalin gjöf.
64 biaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 690 kr. hver bók.
ORÐRÆÐA UM AÐFERÐ
René Descartes
Þýðing: Magnús G.
Jónsson. Inngangur og
skýringar eftir Þorstein
Gylfason
LíCRDÖMSRIT nOKMrK.VTArCLAOSIKS
RENÉ DESCARTES
Orðræða
um aðferð
Hér lýsir Descartes (1596-
1649) þekkingarleit og
þroskaferli sjálfs sín og set-
ur fram heildarsýn, hvernig
reisa skuli öll vísindi á undir-
stöðum öruggrar þekkingar.
Hann telur sig leggja grunn-
inn að allri kerfisbundinni
þekkingarleit með ákveðn-
um reglum sem duga til að
mynda aðferð sem nægir til
að gera mönnum fært að
færa út kvíar allra vísinda,
og sjá samhengið í þeim.
Undirstaðan er heimspeki
hans: „Ég hugsa, þess
vegna er ég til.” Þannig telur
Descartes sig geta sannað
tilvist guðs og að tilvist hans
leyfi honum að treysta sann-
færingu sinni um réttmæti
þess sem hann skilur skýrt
og greinilega. Því er loks
hægt að öðlast þekkingu á
umheiminum og þar upp af
rís tré vísindanna, þar sem
eðlisfræðin er undirstaða
annarra greina s.s. efna-
fræði og líffræði.
Descartes, einn áhrifa-
mesti heimspekingur allra
SKOÐIÐ
JÓLA-
BÆKURNAR
ífriðiogróöllkvöld.
ÍSAFOLD
Austurstæti 10
57