Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 61
Bœkur almenns efnis
Söguspegill Afmælisrit Arbæjarsafns
m Y' feka*.
Kit Árlntjursafns im
Árbæjarsafn og starfsemi
þess í 35 ár, 1957-1992, er
viðfangsefni þessa afmælis-
rits. í bókinni eru 23 greinar
um fjölþætta starfsemi
safnsins og ómetanlega fjár-
sjóði, muni og hús, sem því
tilheyra. Hátt á annað
hundrað mynda prýðir bók-
ina, sem allir Reykvíkingar
og söguáhugamenn þurfa
að eignast.
Um 300 blaðsíður.
Hið íslenzka
bókmenntafélag og
Árbæjarsafn.
Verð: 3.690 kr.
‘Tendraðu Cjós
TENDRAÐU LJÓS
Hrefna Tynes
Innihald þessarar bókar hef-
ur um mörg ár veitt ótrúlega
mörgum gleði og góðvild.
Söngvar og sögur Hrefnu
Tynes, fyrrverandi vara-
skátahöfðingja, hafa verið
skátum og öðru æskufólki
einstakur fjársjóður, sem
þeir meta og þakka.
120 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Verð: 1.980 kr.
þorsteinn gylfason
Tllraunum
heiminn
TILRAUN UM HEIMINN
Þorsteinn Gylfason
Gerir heimspeki gagn? Er
andinn ódauðlegur? Er geð-
veiki til? Á meirihlutinn að
ráða? Skiptir réttlætið máli?
Þetta eru málin sem höfund-
ur veltir fyrir sér í þessu riti
sem byggist á frjálslegri iðk-
un heimspeki. Það er fræði-
rit, en jafnframt er efnið sett
fram á svo skýran og lipran
hátt að það er hverjum
manni aðgengilegt.
161 blaðsíða.
Heimskringla. Háskóla-
forlag Máls og menningar.
Verð: 2.680 kr.
TÍMINN &TÁRIÐ
uy tJfengí i llr/o dr.
Ö/Jai' Sruðrnuru/sst
TÍMINN OG TÁRIÐ
íslendingar og áfengi
í1100 ár
Óttar Guðmundsson
læknir
Af hverju drekka íslendingar
eins og þeir gera? Efnistök
Óttars Guðmundssonar eru
einstök, enda bregður hann
sér í allra kvikinda líki. Hann
skoðar drykkjusiði íslend-
inga í 1100 ár með augum
sagnfræðings, spaugara,
læknis, alkohólista og að-
standanda hans. Áhrifamikil
bók um tvöfalt andlit áfengis
- í sælu og kvöl.
320 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 3.480 kr.
TJÖRNIN
Saga og lífríki
ÍSI
Reykjavíkurborg
1992
TJÖRNIN
Saga og lífríki
Ritstjóri: Dr. Ólafur Karl
Nielsen.
Bókin er mjög vönduð að
gerð, prýdd fjölda mynda.
Að ritinu stendur vinnuhópur
sem borgarstjóri skipaði.
Ráðnir voru ýmsir sérfræð-
ingar og fræðimenn til að
skrifa í bókina um rann-
sóknir á lífríki Tjarnarinnar
og sögu. Má þar nefna dr.
Ólaf Karl Nielsen líffræðing,
Margréti Hallsdóttur jarð-
fræðing, líffræðingana dr.
Árna Einarsson og Sesselju
Bjarnadóttur ásamt Guðjóni
Friðrikssyni sagnfræðingi er
ritaði sögu Tjarnarinnar.
Um 200 blaðsíður.
Reykjavíkurborg.
Dreifing: Penninn hf.
Verð: 5.500 kr.
TÖFRAR ÍSLANDS
Björn Rúriksson
Bókin fjallar um fegurð ís-
lands í máli og 110 Ijós-
myndum, náttúruöflin, vatn-
ið, gróðurinn, landið og birt-
una í náttúru landsins. Text-
inn fjallar á forvitnilegan hátt
um þessa þætti í umhverfi
okkar. í síðasta kafla bókar-
innar er formið í náttúrunni
gert að umtalsefni. Þar eru
sýnishorn þess hvernig höf-
undur nýtir sér þann efnivið
til myndsköpunar. Auk ís-
lensku kemur bókin út í
þremur öðrum útgáfum: á
ensku, þýsku og frönsku.
Askja til póstsendingar fylgir
bókunum.
104 blaðsíður.
Jarðsýn.
Verð: 4.460 kr.
UTANRÍKISÞJÓNUSTA
ÍSLANDS OG
UTANRÍKISMÁL
Sögulegt yflrlit
Pétur J. Thorsteinsson
fv. sendiherra
61