Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 65

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 65
Ævisögur og endurminningar Nóbelsskáldiö-íRÍv ~ HALLDÓR LAXNESS nefnir svo. Dagar hjá múnk- um á sér enga hliðstæðu meðal íslenskra bóka enda kynni Halldórs af klaustur- mönnum ólík því sem á daga annarra landsmanna hefur drifið. 190 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.890 kr. DANSAÐí HÁLOFTUNUM Endurminningar Þorsteinn E. Jónsson flugmaður Höfundurinn segir frá bernsku sinni og unglingsár- um í Reykjavík - agabrotum - ævintýrum, foreldrum og fjölda kunningja og vina frá þessum árum - misheppn- uðu framhaldsnámi á Akur- eyri og ýmiss konar bralli. Þá kemur frásögn höf- undar af flugþjálfun og flugi í heimsstyrjöldinni síðari - þar sem barist var upp á líf og dauða. Öll frásögn höf- undar er krydduð kímni og hlýju í garð annarra. Ævin- týri og hættur eru hvarvetna, en hann sleppur ótrúlega vel frá því öllu - og heldur lífi. Bókin er einstaklega for- vitnileg og spennandi af- lestrar og lifir áfram í huga lesandans eftir að lestri hennar er lokið. Bókin er prýdd fjölda Ijós- mynda. 350 blaðsíður. Setberg. Verð: 3.350 kr. DIANA - SÖNN SAGA Andrew Morton Þýðing: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir Þessi bók, sem skrifuð er af höfundi sem gjörþekkir til, kemur óþægilega á óvart - sönn bók um konungafólk. Hún sýnir lesendum hið raunverulega líf þeirra sem heyra bresku konungsfjöl- skyldunni til. 168 biaðsíður auk 48 myndasíðna. Almenna bókafélagið hf. Verð: 1.982 kr. DÓMSMÁLA- RÁÐHERRANN Saga JónasarJónssonar frá Hriflu Guðjón Friðriksson Áhrifamikil saga manns sem var engum líkur og fór sínar eigin leiðir sem einstakling- ur, stjórnmálamaður og ráð- herra. Hér kemur margt fram sem skýrir og varpar nýju Ijósi á þau dæmalausu átök og atburði sem áttu sér stað í stjórnmálum landsins á fyrri hluta aldarinnar. Iðunn. Verð: 3.480 kr. DUNGANON DUNGANON Björn Th. Björnsson Auk hins vinsæla leikrits er í bókinni stórskemmtileg frá- sögn af goðsagnapersón- unni Dunganon, sem kann list blekkingarinnar betur en flestir aðrir, leikur einn en án alls þess sem leikarar hafa sér til stuðnings, á engu sviði, í engu gervi og án nokkurs handrits eða leik- stjóra, en fipast þó aldrei í hlutverki. 150 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.490 kr. innbundin. 990 kr. kilja. DYRNAR OPNAST Frá einangrun til doktorsnafnbótar Temple Grandin og Margaret M. Scariano Þýðing: Ragnheiður Óladóttir Dyrnar opnast er einstök og hrífandi bók sem lýsir leið Temple Grandin frá einangr- un einhverfunnar til doktors- nafnbótar. Skringileg uppá- tæki, furðuleg framkoma, misskilningur og rangtúlkan- ir, þrá eftir ást, innri barátta í flóknum og yfirþyrmandi heimi, undarleg áhugamál og þráhyggja sem breytist í þrautseigju er knýr fram sig- ur. í bókinni er einhverfu í fyrsta sinn lýst ítarlega frá sjónarhorni einhverfrar manneskju. Umsjónarfélag einhverfra tileinkar þessa íslensku út- gáfu öllum þeim íslending- um sem hafa trú á mann- eskjunni og möguleikum hennar. 183 blaðsíður. Umsjónarfélag einhverfra. Dreifing: Örn og Örlygur. Verð: 1.980 kr EBENEZER HENDERSON og Hið íslenska Biblíufélag Felix Ólafsson Margir íslendingar þekkja Ebenezer Henderson af Ferðabók hans sem út kom í íslenskri þýðingu árið 1957, en hún er meðal at- hyglisverðustu heimilda um íslenskt þjóðlíf í upphafi 19. aldar. 65

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.