Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 68
Ævisögur og endurminningar
JÓN ÞORLÁKSSON
FOR&Æ+ISRÁÐHERRA
; ;
HANNES HOLMSTHNN GISSDRAR.SON
stæðisflokksins, forsætis-
ráðherra og borgarstjóri.
Hann átti frumkvæði að
stofnun margra fyrirtækja og
stofnana, s.s. Hitaveitunnar
og Vatnsveitunnar.
Um 600 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
Verð: 3.995 kr.
Lífssaga
RaggaBjarna
mnnnzmmEii
LÍFSSAGA
RAGGA BJARNA
Eðvarð Ingólfsson skráði
Söngvarinn, prakkarinn og
ævintýramaðurinn Ragnar
Bjarnason lætur gamminn
geisa í þessari skemmtilegu
samtalsbók. Hann segir frá
æskuárum sínum, tónlistar-
ferli, einkalífi og ýmsu öðru
- á þann hátt sem honum er
einum lagið. Landsfræg
kímnigáfa hans er skammt
undan - en einnig lýsir hann
á einlægan og opinskáan
hátt dekksta tímabili ævi
sinnar.
Örfá dæmi um sögur:
Prakkarastrik í Holtunum.
Pabbabílarnir klessukeyrðir.
Fyrstu ástarskotin. Sungið
með KK-sextett og Hljóm-
sveit Svavars Gests. Land-
eigandi í Ameríku. Frá Sum-
argleðiárunum. Þjófahringur
upprættur á Spáni. Glímt við
áfengisvanda. Eltur af
glæpamönnum í Bandaríkj-
unum. Kynni af milljóna-
mæringum og fleirum.
Lífssaga Ragga Bjarna,
spaugara og söngvara. Ó-
trúlega litrík en sönn saga.
288 blaðsíður.
Æskan.
Verð: 2.980 kr.
LÍFSGANGA LYDIU
með Guðmundi frá Miðdal
Helga Guðrún Johnson
Lydia Pálsdóttir Einarsson
hefur brotist um ótroðnar
slóðir í lífinu. Hún hefur orð-
ið fyrir margs kyns mótlæti,
reynt ýmislegt, en ekki látið
neitt stöðva sig - hvort sem
það eru jökulár, barnamissir
eða illt umtal. Hún stendur
óbuguð eftir og segir nú ein-
stæða sögu sína. Helga
Guðrún Johnson fréttamað-
ur er landsmönnum að góðu
kunn. Hún skráir frásögn
Lydiu af innsæi og þekkingu
svo að úr verður heillandi og
óvenjuleg frásögn.
Vaka-Helgafell.
Verð: 2.980 kr.
LÍFSGLEÐI
Viðtöl og frásagnir um
líf og reynslu á efri árum
Þórir S. Guðbergsson
Þeir sjö íslendingar sem hér
segja frá reynslu sinni eru á
aldrinum 68-100 ára. Á já-
kvæðan hátt greina þeir frá
ánægjulegri og óvæntri
reynslu og benda á þau at-
riði sem þeim finnst skipta
máli á þessu aldursskeiði. í
bókinni eru mikilvægar upp-
lýsingar og leiðbeiningar fyr-
ir fólk sem komið er á eftir-
launaaldurinn eða er að
nálgast hann. Þau sem
segja frá eru: Elín Þóra
Guðlaugsdóttir, Gísli Gísla-
son, Guðrún Nielsen,
Hrefna Tynes, Ingibjörg
Gísladóttir, Jón M. Jónsson
og Þorsteinn Einarsson.
Lífsgleði er kærkomin bók
fyrir eldri borgara.
143 blaðsíður.
Hörpuútgáfan.
Verð: 2.480 kr.
LÍFSINS DÓMINÓ
Ævisaga Skúla
Halldórssonar
Örnólfur Árnason
Öðruvísi ævisaga. Skúli
Halldórsson hlífir sér ekki
við því að fjalla um mál sem
aðrir leyna eða láta liggja í
þagnargildi.
Forvitnileg er lýsing Skúla
á heimilisbragnum í húsi
ömmu sinnar í Vonarstræti
12 þar sem hann bjó á
kreppuárunum og snillingar,
þjóðskáld og ættstór ung-
menni sátu að sumbli í stof-
um skáldkonunnar þótt sjálf
bragðaði frú Theodóra Thor-
oddsen aldrei vín.
Hvers vegna sneri hinn
uppvaxandi píanósnillingur
sér að tónsmíðum? Hvers
vegna var þessi lærisveinn
Krisnamurtis svo veikur fyrir
holdsins lystisemdum?
Hvers vegna gerðist tón-
skáldið skrifstofustjóri hjá
Strætisvögnum Reykjavík-
ur? Hver samdi vinsælasta
dægurlag heimsins?
Ævisaga Skúla Halldórs-
sonar er saga manns sem
þorir að horfast í augu við
sjálfan sig og efast um eigin
hæfileika, getu og gáfnafar.
Hann skoðar umhverfi sitt
og samferðafólk af sömu
hreinskilni og sjálfan sig.
Skjaldborg hf.
Verð: 2.990 kr.
LÍFSMYND SKÁLDS
Æviferill Halldórs Laxness
í myndum og máli
Ólafur Ragnarsson og
Valgerður Benediktsdóttir
tóku saman
Vigdís Finnbogadóttir
68