Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 70
Ævisögur og endurminningar
angrinum. Völundur Óskars-
son færði söguna til nútíma-
stafsetningar og samdi skýr-
ingar.
440 blaðsíður.
Mál og menning.
Verð: 6.500 kr. í öskju.
RÉTTLÆTI
EKKI HEFND
RÉTTLÆTI, EKKI HEFND
Simon Wiesenthal
Þýðing: Ásgeir Ingólfsson
Það var Wiesenthal nauð-
syn að leiða hina seku fyrir
rétt. Ekki af því að hann hafi
verið haldinn hatri og hefnd-
arþorsta heldur af því að
hann vildi koma fram róttlæti
fyrir hina látnu, sem lifa
stöðugt í honum, og réttlæta
það að hann skyldi halda lífi
fyrir kraftaverk.
Bókin er ákall til nútíma-
fólks og hrífandi en óvæm-
inn vitnisburður um það sem
liggur að baki starfi hans.
493 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
Verð: 2.990 kr.
RÓSUMÁL
Líf og störf
Rósu Ingólfsdóttur
Jónína Leósdóttir
Rósa Ingólfsdóttir er orðin
þjóðsaga í lifanda lífi. Hún
hefur haft kjark til þess að
segja skoðanir sínar á
mönnum og málefnum hisp-
urslaust og oft hefur hún
valdið bæði úlfaþyt og pilsa-
þyt fyrir bragðið. í bókinni,
þar sem Rósa segir frá ó-
venjulegu lífshlaupi sínu,
dregur hún ekkert undan.
Hún fjallar um feril sinn sem
leikkona, söngkona, mynd-
listarmaður og sjónvarps-
kona. Harmur, ást og erfið
lífsbarátta koma einnig við
sögu svo og samferðamenn
sem Rósa segir álit sitt á án
þess að draga nokkuð und-
an. Og álit sitt lætur Rósa ó-
hikað í Ijós, hvort heldur er á
kynlífi og körlum, konum og
kökum, kommum og kröt-
um, læknum og lyfjum. Um-
fram allt: Rósa Ingólfsdóttir
kemur til dyranna eins og
hún er klædd!
264 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 2.980 kr.
SELD!
Sönn saga konu í ánauð
Zana Muhsen -
Andrew Crofts
Þýðing: Guðrún
Finnbogadóttir
Magnþrungin saga tveggja
breskra systra sem seldar
voru af föður sínum í hjóna-
band til Yemen. Auðmýking-
ar, ofbeldi og nauðganir
urðu daglegt brauð þar til
Zana slapp eftir átta ára á-
nauð. Saga hennar er
spennandi og vel rituð, borin
uppi af tilfinningahita konu
sem aldrei lét bugast, enda
hefur frásögn hennar vakið
heimsathygli.
239 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 2.880 kr.
STORMUR STRÝKUR
VANGA
Minningar Guðjóns
Símonarsonar
Ólafur Haukur
Símonarson bjó til útgáfu
Ógleymanleg átakasaga
manns sem hófst úr sárri fá-
tækt og harðræði í lok 19.
aldar, hóf sjómennsku 11
ára og varð loks happasæll
formaður og aflakló á fyrstu
vélbátum Islendinga. Hér
segir ekki aðeins frá mis-
kunnarlausu brauðstriti og
svaðilförum á sjó, heldur
líka af viðkvæmum og list-
fengum manni sem tókst að
hlúa að margþættum gáfum
sínum handan við stríð og
strit.
352 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 3.480 kr.
THELMA
Ævisaga Thelmu
Ingvarsdóttur
Rósa Guðbjartsdóttir
Sagan af litlu stúlkunni úr
Skerjafirðinum, sem var um
skeið ein eftirsóttasta fyrir-
sæta heims og lifði við auð
og allsnægtir. Eftir nær tutt-
ugu ára hjónaband komst
hún að því að hamingjan
var hverful; eiginmaður
hennar lifði tvöföldu lífi.
Iðunn.
Verð: 2.980 kr.
70