Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 70

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 70
Ævisögur og endurminningar angrinum. Völundur Óskars- son færði söguna til nútíma- stafsetningar og samdi skýr- ingar. 440 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 6.500 kr. í öskju. RÉTTLÆTI EKKI HEFND RÉTTLÆTI, EKKI HEFND Simon Wiesenthal Þýðing: Ásgeir Ingólfsson Það var Wiesenthal nauð- syn að leiða hina seku fyrir rétt. Ekki af því að hann hafi verið haldinn hatri og hefnd- arþorsta heldur af því að hann vildi koma fram róttlæti fyrir hina látnu, sem lifa stöðugt í honum, og réttlæta það að hann skyldi halda lífi fyrir kraftaverk. Bókin er ákall til nútíma- fólks og hrífandi en óvæm- inn vitnisburður um það sem liggur að baki starfi hans. 493 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2.990 kr. RÓSUMÁL Líf og störf Rósu Ingólfsdóttur Jónína Leósdóttir Rósa Ingólfsdóttir er orðin þjóðsaga í lifanda lífi. Hún hefur haft kjark til þess að segja skoðanir sínar á mönnum og málefnum hisp- urslaust og oft hefur hún valdið bæði úlfaþyt og pilsa- þyt fyrir bragðið. í bókinni, þar sem Rósa segir frá ó- venjulegu lífshlaupi sínu, dregur hún ekkert undan. Hún fjallar um feril sinn sem leikkona, söngkona, mynd- listarmaður og sjónvarps- kona. Harmur, ást og erfið lífsbarátta koma einnig við sögu svo og samferðamenn sem Rósa segir álit sitt á án þess að draga nokkuð und- an. Og álit sitt lætur Rósa ó- hikað í Ijós, hvort heldur er á kynlífi og körlum, konum og kökum, kommum og kröt- um, læknum og lyfjum. Um- fram allt: Rósa Ingólfsdóttir kemur til dyranna eins og hún er klædd! 264 blaðsíður. Fróði hf. Verð: 2.980 kr. SELD! Sönn saga konu í ánauð Zana Muhsen - Andrew Crofts Þýðing: Guðrún Finnbogadóttir Magnþrungin saga tveggja breskra systra sem seldar voru af föður sínum í hjóna- band til Yemen. Auðmýking- ar, ofbeldi og nauðganir urðu daglegt brauð þar til Zana slapp eftir átta ára á- nauð. Saga hennar er spennandi og vel rituð, borin uppi af tilfinningahita konu sem aldrei lét bugast, enda hefur frásögn hennar vakið heimsathygli. 239 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2.880 kr. STORMUR STRÝKUR VANGA Minningar Guðjóns Símonarsonar Ólafur Haukur Símonarson bjó til útgáfu Ógleymanleg átakasaga manns sem hófst úr sárri fá- tækt og harðræði í lok 19. aldar, hóf sjómennsku 11 ára og varð loks happasæll formaður og aflakló á fyrstu vélbátum Islendinga. Hér segir ekki aðeins frá mis- kunnarlausu brauðstriti og svaðilförum á sjó, heldur líka af viðkvæmum og list- fengum manni sem tókst að hlúa að margþættum gáfum sínum handan við stríð og strit. 352 blaðsíður. Forlagið. Verð: 3.480 kr. THELMA Ævisaga Thelmu Ingvarsdóttur Rósa Guðbjartsdóttir Sagan af litlu stúlkunni úr Skerjafirðinum, sem var um skeið ein eftirsóttasta fyrir- sæta heims og lifði við auð og allsnægtir. Eftir nær tutt- ugu ára hjónaband komst hún að því að hamingjan var hverful; eiginmaður hennar lifði tvöföldu lífi. Iðunn. Verð: 2.980 kr. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.