Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Page 72
Handbœkur
ALDNA OG UNGA RÓM
Jónas Kristjánsson og
Kristín Halldórsdóttir
Nýjasta Leiðsögurit Fjölva
um helstu borgir heimsins.
Jónas Kristjánsson ritstjóri
lýsir borginni eilífu, en
skreppur líka suður að
Napólíflóa í sólarlönd Kaprí
og hlíðar Vesúvíus. Jónas
hefur á takteinum ráð um
hótelgistingu og veitinga-
staði af öllum gráðum með
síma- og telefaxnúmeri til að
panta. ítalir eru fremstu mat-
argerðarmeistarar heims.
En hér er umfram allt lýsing
á fornri frægð og minjum
Rómverja. Vatfkanið, slóðir
Mússólínis. Fyrri bækur
voru um Kaupmannahöfn,
London, Amsterdam, París,
Madríd og New York. Ó-
missandi ferðafélagar í
kynnisreisum.
96 blaðsíður.
Fjölvi-Vasa.
Verð: 1.480 kr.
BARNAKVILLAR
Dr. Peter Rewan
Þýðing: Þórarinn
Guðnason læknir.
Bókin er handhægur leiðar-
vísir fyrir foreldra sem ann-
ast þurfa börn sín þegar þau
veikjast af algengum kvillum
eða verða fyrir smáslysum.
Auk þess eru hér leiðbein-
ingar um hvenær leita skuli
læknis, um einangrun,
heimsókn á lækningastofu,
bólusetningar, að hafa af
fyrir veiku barni, öryggismál
heimilanna.
160 blaðsíður.
Almenna bókafélagið hf.
Verð: 2.295 kr.
FATLAÐIR
BÓKVÍS11-3
í þessum flokki eru eftirtalin
rit:
Fatlaðir. Ritaskrá 1970-
1990. Bókaskrá sem nær
yfir rúmlega 850 heimildir
þar sem fjallað er um líkam-
lega og andlega fötlun. 113
blaðsíður.
Reykjavík. Valdar heim-
ildir 1974-1991. í skránni
eru rúmlega 500 tilvísanir í
efni um Reykjavík. 83 blað-
síður.
Umhverfi. Ritaskrá 1970-
1990. Heimildaskrá um um-
hverfismál, mengun og nátt-
úruvernd. 98 blaðsíður.
Lindin hf. Dreifing:
íslensk bókadreifing hf.
Verð: 1.970 kr. hver bók.
DÖNSK-ÍSLENSK
ORÐABÓK
Hrefna Arnalds, Ingibjörg
Johannessen og Halldóra
Jónsdóttir
Hin nýja Dansk-isienska
orðabók er vönduð og
mörgum kostum búin.
• 45.000 uppflettiorð.
• Orðaval byggt á hinni vin-
sælu Nudansk Ordbog.
• Fjöldi dæma um orða-
notkun.
• Beygingar.
• Nýtt, auðskilið, en um leið
nákvæmt hljóðritunarkerfi
sem gerir íslendingum
kleift að læra danskan
framburð.
• 5-600 orð sem tengjast
tölvum og eru alþjóðleg
og nýtast því til þýðingar
úr flestum tungumálum.
• Sviðstákn - ýmis sér-
fræðiorð eru auðkennd
sérstaklega.
• Stílmerkingar.
Bókin er nauðsyn öllu
skólafólki auk almennings
og áhugamanna um danska
tungu.
976 blaðsíður.
ísafold.
Verð: 9.980 kr.
FJÖLSKYLDUHANDBÓK
UM HJÚKRUN HEIMA
Diana Hastings
Þýðing: Hópur
hjúkrunarfræðinga
Brýn þörf er fyrir leiðbeining-
ar í heimahjúkrun. í sparn-
aðarskyni er sjúkradeildum
lokað og sjúklingar sendir
heim. Hvað eiga aðstand-
endur að gera? Sumir
standa ráðalausir, en þá
kemur fjölskylduhandbók
Fjölva til hjálpar. Farið yfir
alla þætti heimahjúkrunar,
óteljandi ráð á öllum svið-
um, hugað að virðingu og
sjálfsbjörg sjúklingsins, um
líkn með Ijúfu geði, um fyrir-
komulag sjúkraherbergis,
umbúnað, tilfærslu sjúk-
lings, allt um daglega um-
72