Íslensk bókatíðindi - 01.12.1992, Qupperneq 78
Matreiðslubœkur
f Sigutvin Gumm>m
Jivundagsmatur ~
og kræsingar
, GamLir upy>kriftir i iiýim hiningi =
HVUNDAGSMATUR
OG KRÆSINGAR
Gamlar uppskriftir í
nýjum búningi
Sigurvin Gunnarsson
Ein glæsilegasta matreiðslu-
bók sem út hefur komið á
íslandi. Sjötíu hefðbundnar
íslenskar uppskriftir sem
Sigurvin matreiðslumeistari
hefur lagað að nútímavið-
horfum í matreiðslu og gert
úr þeim sannkallaða veislu-
rétti. Súpur, fiskur, kjöt, á-
bætisréttir, kökur og brauð.
Sérstaklega er fjallað um
kaffi. Óvenju falleg og fræð-
andi bók.
128 blaðsíður.
Forlagið.
Verð: 3.480 kr.
KALDIR RÉTTIR I
Christian Teubner/Annette
Wolter
Þýðing: Charlotta M.
Hjaltadóttir
Fimmtánda Krydd-mat-
reiðslubókin. Bókin skiptist í
eftirfarandi kafla: Helstu hrá-
efni og grunnuppskriftir.
Smurt brauð og snittur.
Pinnabrauð og fleira góð-
gæti. Léttir og Ijúffengir for-
réttir. Innbakaðar kæfur og
kjötbökur. Létt og litrík salöt.
Veisluréttir í hlaupi. Fjöl-
breytt úrval af freistandi
uppskriftum fyrir öll tækifæri,
sumar einfaldar og fljótleg-
ar, aðrar glæsilegar og
íburðarmiklar.
125 blaðsíður.
Bókaútgáfan Krydd í
tilveruna.
Verð: 2.000 kr.
KALDIR RÉTTIR II
Christian Teubner/Annette
Wolter
Þýðing: Jóhann H. Harð-
arson
Sextánda Krydd-matreiðslu-
bókin. Bókin skiptist í eftir-
farandi kafla: Matreiðsla
kaldra rétta. Eggjaréttir.
Girnilegir grænmetisréttir.
Suðrænir ávextir. Kaldir
sjávarréttir. Kaldir kjötréttir.
Ostabakkar. Gómsætt með-
læti. Sælkerasnarl. Léttir og
Ijúffengir málsverðir. Veislu-
borð. Fjölbreytt úrval af
freistandi uppskriftum fyrir
öll tækifæri, sumar einfaldar
og fljótlegar, aðrar glæsileg-
ar og íburðarmiklar.
128 blaðsíður.
Bókaútgáfan Krydd í
tilveruna.
Verð: 2.000 kr.
TERTUR OG
FORMKÖKUR
Annette Wolter
Þýðing: Charlotta M.
Hjaltadóttir
Fjórtánda Krydd-matreiðslu-
bókin. Allt það besta í tertu-
og formkökubakstri. Ljúffeng-
ar ávaxtakökur og smátertur,
ofnskúffukökur og formkökur,
skrautlegar veislutertur og
annað fjölbreytt kaffibrauð.
Bók fyrir alla sem kunna að
meta Ijúffengar tertur og
formkökur - hafa gaman af
að baka og skreyta af hjart-
ans lyst. Fjölmargar freist-
andi upþskriftir, fljótlegar og
einfaldar, skrautlegar og í-
burðarmiklar. Plasthúðuð
kápuspjöld.
140 blaðsíður.
Bókaútgáfan Krydd í
tilveruna.
Verð: 2.000 kr.
VIÐ MATREIÐUM
Anna Gísladóttir og
Bryndís Steinþórsdóttir
Við matreiðum er nú komin í
aukinni og endurbættri út-
gáfu. Leitast hefur verið við
að laga bókina að nútíma
kröfum, velja einfalda og
fljótlega rétti en hvergi hvik-
að frá kröfum um næringar-
gildi og hollustu. í bókinni er
m.a. ný næringarefnatafla.
Við matreiðum er ætluð
fólki á öllum aldri, ungum
sem öldnum, öllum sem á-
huga hafa á að matreiða og
borða hollan og góðan mat.
330 blaðsíður.
ísafold.
Verð: 2.980 kr.
Gleðileg
jól
78