Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 2

Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 2
Bókin um nýju bækurnar- Bókatíðindi- berst nú enn inn um bréfalúgur heimilanna, árviss atburður mánuði fyrir jól. Innihald er svipað frá ári til árs, en þó alltaf nýtt, - heldur fleiri Ijóðabækur þetta árið, heldur fleiri skáldsögur í fyrra, smávegis áherslubreytingar í kaflanum með bókum almenns efnis osfrv. Margar skemmtilegar bækur, smellnar, fróðlegar, fallegar, uppbyggilegar, vekjandi, örvandi... Sem sagt: Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi - sem er einmitt tilgangurinn með fjölbreyttri bókaútgáfu. Ein bókanna sætir sérstökum tíðindum og markar í raun tímamót í bókaútgáfu á íslandi. Það er margmiðlunarútgáfa Námsgagnastofnunar á íslandshandbókinni, fyrsta íslenska CD- ROM "bókin" eða diskurinn. Erlendis hefur útgáfa af þessu tagi vaxið hröðum skrefum undanfarinn áratug og á stóru alþjóða- bókasýningunni í Frankfurt í haust var stærsta sýningardeildin í þriðja sinn lögð undir svokallaða elektróníska útgáfu sem stundum er nefnd rafræn á íslensku. Þar voru CD-ROM diskar í þúsundatali, þótt ekki þætti innihaldið alltaf svara til umbúðanna, því eins og einn gagnrýnendanna benti á: Tæknin stjórnar sér ekki sjálf, diskarnir verða því aðeins einhvers virði að höfundar, ritstjórar og útgefendur sameinist um að setja á þá bitastætt efni. Við hliðina á diskunum ryður önnur ný útgáfa sér til rúms, "web- publishing" þe. útgáfa beint á Internetið og gefur ófyrirsjáanlega möguleika. Til að njóta margmiðlunarinnar þarf að sjálfsögðu að hafa tölvu og tengsl við Internetið. Kostir þessarar tækni eru augljósir, ekki síst til upplýsingamiðlunar, þar sem fljótlegt er að skipta um og lagfæra efni þegar ný þekking bætist við. Þessir nýju miðlar geta þó aldrei komið í stað bókarinnar, - þeir eru viðbót en ekki það sama. Fer nokkur með tölvuna í rúmið undir svefninn? Situr með hana í góðum hægindastól eða hefur hana með í bakpokanum á ferðalagi? Enda sýnir það sig þar sem tækninnar hefur lengst notið við, í Bandaríkjunum, að þar hefur bóklestur aukist, - þvert á það sem óttast var. Fullviss þess að lesendur eigi framundan margar Ijúfar stundir með bók í hendi óskum við gleðilegra jóla um leið og vakin er athygli á ókeypis happdrættismiða á baksíðu Bókatíðindanna. f.h.Félags íslenskra bókaútgefenda Vilborg Harðardóttir íslenskar barna- og unglingabœkur............. 4 Þyddar barna- og unglingabœkur.............12 íslensk skáldverk.........18 Þydd skáldverk ...........28 LjóÖ......................37 Bœkur almenns efnis ......41 Ævisögur og endurminningar............54 Handbœkur.................62 Útgefendur ............... 71 Höfundaskrá............... 72 Titlaskrá ................ 74 Útgefandi: Félag íslenskra bókaútgefenda Suðurlandsbraut 4A 108 Reykjavík sími:553-8020, fax:588-8668 Flönnun kápu: Leó Þór Lúðvíksson nemi í grafískri hönnun, MFIÍ Ábm.: Vilborg Harðardóttir Upplag: 103.000 Prentun: ísafoldarprentsmiðja Prentvinnsla: Litróf, BM-útgáfan Bókband: Flatey Sérútgáfa af Fréttabréfi Félags íslenskra bókaútgefenda 2

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.