Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 3

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 3
‘7‘7> - ? £ íslenskar barna- og unglingabœkur ABRAKADABRA Kristín Steinsdóttir Fyndin, óvenjuleg og skemmtileg saga eftir verð- launahöfundinn vinsæla, Kristínu Steinsdóttur. Hraði, spenna og litríkar persónur. Daginn sem töfrakarlinn Argur sveif inn um gluggann hjá Alla í Njólanesi hófst makalaus atburðarás - svo ótrúleg raunar að það þýðir ekkert að reyna að lýsa henni hér! Eina ráðið er að lesa sög- una. En gætið þess að vill- ast ekki í skóginum sem Argur töfraði til sín því að þar er margt á seyði... 120 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0324-2 Verð: 1.490 kr. ÁFRAM LATIBÆR Magnús Scheving Bráðskemmtileg saga um íbúa bæjar sem uppnefnd- ur hefur verið vegna ein- dæma leti þeirra. Sumir hafa líka tamið sér aðrar slæmar venjur. Við kynn- umst til að mynda Sigga sælgætisstrák, Halla hrekkjusvíni, Sollu stirðu, Magga mjóa og Nenna níska. - Ákveðið er að halda íþróttahátíð um allt land. Bæjarstjórinn (sá eini sem nennir að hreyfa sig) veit ekki hvernig hann á að fá krakkana til að taka þátt í henni. Þá kemur íþrótta- álfurinn til skjalanna. Hann kennir þeim mun á leik og ofbeldi, hvað er hollur mat- ur, hvernig á að liðka sig og leika sér í ýmsum úti- leikjum... Magnús fléttar fróðleik við fyndna og fjörlega sögu og heldur athygli les- enda eins og honum er lagið. - Halldór Baldursson hefur teiknað gamansamar myndir sem falla mjög vel að söguþræðinum. Að auki fylgir bókinni geisladiskur með leiðbein- ingum Magnúsar um léttar leikfimiæfingar - við tónlist sem Máni Svavarsson hef- ur samið og valið. Það hefur verið beðið eftir þessari bók! Hún kemur mörgum á hreyfingu! 80 blaðsíður. Æskan ISBN 9979-808-23-3 Verð: 1.892 kr. DOLLI DROPI ARKAR UM AKUREYRI Texti og mynd- skreyting: Jóna Axfjörð Dolli dropi er vinur yngstu barnanna á leikskólunum. Hann býr í Skýjaborg en skreppur niður til að hitta börnin. Höfundurinn Jóna Axfjörð er hér á heima- slóðum, Akureyri, og Dolli tekur þátt í því að slá kött- inn út tunnunni. 32 blaðsíður. Fjölvi ISBN 9979-58-270-7 Verð: 1.280 kr. DULARFULLI FERJUMADURINN Kristján Jónsson Lék Jóakim sundkennari tveimur skjöldum? Hver var Kjartan? Og hver vann skemmdarverk á „rólunni" svo að Ari litli var nærri drukknaður? Ráða þeirTóti svarti, lögregluþjónn og samstarfsmaður hans, Gummi svakalegi, við að leysa úr þessu, eða koma Jói, Kiddý Munda og skát- arnir enn til bjargar? Ný bók eftir þennan vin- sæla barnabókahöfund með teikningum eftir DULARFULLI FEiJUMAÐUBINN Bjarna Jónsson. 123 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-250-7 Verð: 1.380 kr. EINU SINNI VAR RAUNAMÆDDUR RISI Áslaug Jónsdóttir Skemmtileg saga fyrir litlu börnin sem finnst gaman að skoða dýrin og líkja eftir hljóðum þeirra. Áslaug sýnir hér enn á sér nýja hlið sem snjall listamaður og sögumaður sem nær til litlu barnanna. 24 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0887-7 Verð: 1.280 kr. EKKERT AÐ ÞAKKA! Guðrún Helgadóttir Eva og Ari Sveinn komast óvænt yfir tösku sem skuggalegir náungar henda út um bílglugga á flótta undan lögreglu. Óhætt er að segja að innihaldið komi þeim á óvart. Og hvað gera hug- myndaríkir krakkar við svona tösku? Eva og Ari Sveinn taka til sinna ráða og koma af stað óborgan- legri atburðarás. Guðrún Helgadóttir, sem nýlega hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin, fer á kostum í þessari fyndnu og spennandi sögu fyrir börn og unglinga. Ekkert að þakka! er tvímælalaust ein allra besta bók hennar. 125 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0325-0 Verð: 1.490 kr. 3

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.