Bókatíðindi - 01.12.1995, Side 4
íslenskar barna- og unglingabcekur
UNJIHJUUUS ■ VUDÉ tajUBMTTIS
ELÍAS
Auður Haralds og
Valdís Óskarsdóttir
Fyrirmyndarpilturinn Elías
er að flytja til Kanada því
að pabbi er búinn að fá
vinnu sem brúarsmiður og
mamma ætlar að smíða
tennur upp í indíána.
123 blaðsíður.
Lindin
ISBN 9979-9144-1-6
Verð: 1.345 kr.
EPLASNEPLAR
Þórey Friðbjörnsdóttir
Af hverju má maður ekki
vaka fram eftir á kvöldin,
fíflast í messu og kveikja í
flugeldum inní herbergi?
Og hvað á maður að gera
þegar draumadísin tekur
ekki einu sinni eftir manni
þótt maður sé kominn með
gel í hárið og klæddur í
gamla leðurjakkann hans
Ragga frænda? Verður
maður piparsveinn að ei-
lífu? Þannig spyr Breki
Bollason í þessari smell-
fyndnu og bráðfjörugu
sögu Þóreyjar Friðbjörns-
dóttur sem hlaut íslensku
barnabókaverðlaunin árið
1995. Bókin Eplasneplarer
fyrir stráka og stelpur á
öllum aldri.
136 blaðsíður.
Vaka-Helgafell hf.
ISBN 9979-2-0281-5
Verð: 1.490 kr.
FLEIRI GAMLAR VÍSUR
HANDA NÝJUM
BÖRNUM
Guðrún Hannesdóttir
valdi og myndskreytti
Þessi gullfallega bók er
sjálfstætt framhald af
Gömlum vísum handa nýj-
um börnum sem kom út í
fyrra og hlaut mikið lof og
viðurkenningar fyrir útlit
og hönnun.
36 blaðsíður.
Forlagið
ISBN 9979-53-280-7
Verð: 1.390 kr.
Eymundsson
flnDflés moftison
GALLAGRIPIR
Andrés Indriðason
Ási stendur uppi atvinnu-
laus í sumarbyrjun. Hann
er hrakfallabálkur en þótt
ólánið elti hann og ekki sé
allt sem skyldi heima fyrir
á tilveran sínar björtu hlið-
ar. Stelpa sem sýnir hon-
um áhuga og honum líst
ekkert á í fyrstu leynir á sér.
Válegir atburðir í hverfinu
verða til þess að hann þarf
að horfast í augu við erfið-
ar staðreyndir. Er pabbi
hans ekki allur þar sem
hann er séður? Eða er Ási
bara ímyndunarveikur? Vel
skrifuð og spennandi ungl-
ingasaga um átök og sár
vonbrigði, en líka vináttu,
kjark og þor.
140 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0286-1
Verð: 1.780 kr.
GOGGI OG GRJÓNI VEL
í SVEIT SETTIR
Gunnar Helgason
Ný saga um grallarana
Gogga og Grjóna sem nú
fara í sveit og láta til sín
taka við búskapinn. Við-
fangsefnin eru ótal mörg
og margt sem kemur á
óvart, enda er þetta ekkert
venjuleg sveitasaga. Höf-
undinn þekkja flestir af
leiksviðinu og úr Stundinni
okkar. Hallgrímur Helgason
myndskreytti.
150 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0913-X
Verð: 1.380 kr.
HVAÐ NÚ?
Hallfríður
Ingimundardóttir
Stefán er leiður þegar
pabbi og mamma skilja en
tekur brátt gleði sína á ný,
því ennþá á hann pabba og
mömmu þótt þau búi ekki
lengur saman. Góð sam-
lestrarbók fyrir foreldra og
börn sem standa í líkum
sporum og jafnframt nota-
leg saga fyrir hvern sem er.
113 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0910-5
Verð: 1.490 kr.
SÍMI: 4 6 2 6 O O
BÓICVAL A K U R E Y R I —
ÍSLENSKU DÝRIN
Þetta er sannkölluð smá-
barnabók. Hér eru öll ís-
lensku húsdýrin saman
komin.
Bókin er þykkspjaldabók,
öll litprentuð. Myndirnar
eru eftir Halldór Pétursson.
Setberg
ISBN 9979-52-002-7
Verð: 490 kr.
JÓN ODDUR OG
JÓN BJARNI
Guðrún Helgadóttir
Jón Oddur og Jón Bjarni er
ein vinsælasta barnabók
sem gefin hefur verið út á
íslandi. Þessi fyndna og
bráðskemmtilega bók hef-
ur um árabil verið ófáanleg
en er nú endurútgefin með
nýjum myndskreytingum.
Hér segir frá ótrúlegum
uppátækjum Jóns Odds og
Jóns Bjarna, tvíburanna
sem löngu eru þjóðkunnir.
Þeir lenda í fjölda ævintýra
4