Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 7

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 7
ISLENSKIR VERÐLAUNAHOFUNDAR Vandaðar bækur fyrir börn og unglinga! ABRAKADABRA eftir Kristínu Steinsdóttur Fyndin og skemmtileg saga eftir verðlaunahöfundinn vinsæla, Kristínu Steinsdóttur. Daginn sem töfrakarlinn Argur sveif inn um gluggann hjá Alla í Njólanesi hófst makalaus atburðarás — svo ótrúleg raunar að það þýðir ekkert að reyna að lýsa henni hér! Eina ráðið er að lesa söguna. KRÓKÓDÍLAR GRÁTA EKKI eftir Elías Snœland Jónsson Davíð og Selma eru ólíkir unglingar en dragast samt hvort að öðru. Þau lenda í æsilegum atburðum og háska þar sem um lífið sjálft er að tefla. Spennandi og skemmtileg unglingasaga eftir verðlaunahöfundinn Elías Snæland Jónsson. Röndottir spoar FLJÚGA AFTUR eftir Guðrúnu H. Eirí^sdóttur Leynifélagið Röndóttir spóar fær ný verkefni til að glíma við þegar dularfullir hlutir fara að gerast í bænum. Röndóttir spóar fljúga aftur er sjálfstætt framhald verðlaunabókarinnar Röndóttir spóar sem var ein vinsælasta unglingabók ársins 1994. Eplasneplar eftir Þóreyju Friðbjörnsdóttur Af hverju má maður ekki vaka fram eftir á kvöldin, fíflast í messu og kveikja í flugeldum inni í herbergi? Þannig spyr Breki Bollason í þessari smellnu, fyndnu og bráðfjörugu sögu Þóreyjar Friðbjörnsdóttur en hún hlaut Islensku barnabókaverðlaunin 1995 fyrir Eplasnepla. VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK VAKA-HELGAFELL

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.