Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 13
Þyddar barna- og unglingabœkur
EYjAN HANS BARBAPAPA
EYJAN HANS
BARBAPAPA
Annette Tison og
Talus Taylor
Allir krakkar kannast við
Barbafjölskylduna og hér
lendir hún enn í litríku
ævintýri þegar hún fer í frí
á eyju í hitabeltinu. Syst-
kinin verða óvinir en alltfer
þó vel að lokum.
32 blaðsíður.
Iðunn
ISBN 9979-1-0269-1
Verð: 980 kr.
Lykke Nielsen
Fríða framhleypna
BÓKAÚTGÁFAN SKJALDBORG
FRÍÐA FRAMHLEYPNA
OG FRÓÐI
Lykke Nielsen
Þýðing: Jón Daníelsson
„Gulur grísaskítur og græn
skrímsli! Vonlausu vesa-
lingar og vitlausu vitfirr-
ingar! Ætlist þið til að ég
éti þetta hálfsoðna óæti?"
Þetta er það fyrsta sem
Fríða heyrir þegar hún
kemur inn í herbergi Úlfs
gamla. Samt verða þau
perluvinir og leysa í sam-
einingu sérstætt sakamál
þar sem eplalykt reynist
hafa úrslitaþýðingu.
Þetta er áttunda bókin í
bókaflokknum um Fríðu
framhleypnu sem notið
hefur óhemju vinsælda.
93 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-287-6
Verð: 1.280 kr.
HERRA ZIPPÓ OG
ÞJÓFÓTTI SKJÓRINN
Nils-Olof Fransén
Þýðing: Hólmfríður K.
Gunnarsdóttir
Flerra Zippó á óviðjafnan-
legt brúðuleikhús sem
greifi nokkur ágirnist, en
Zippó vill ekki láta það fyrir
nokkra muni. Ævintýraleg
barátta milli góðra og illra
afla heldur lesandanum
föngnum og Ijúfur og glett-
inn undirtónn lýsir vel
mannlegu eðli.
113 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0844-3
Verð: 1.290 kr.
I DVERGALANDI
Þýðing: Stefán
Júlíusson
Myndskreytt bók með
vísum sem börnin geta
sungið við lagið: „Það var
kátt..."
Það er feikna fjör í
dvergalandi.
12 blaðsíður.
Bókabúð Böðvars
ISBN 9979-9197-2-8
Verð: 695 kr.
Jólaævintýri
bangsabarnanna
AÐFANGADAGSKVÖLD
SNJÓKARLINN
JÓLATERTAN
DÝRGRIPALEIT
Fjórar fallegar harðspjalda-
bækur í fallegri tösku
handa yngstu lesendunum
með skemmtilegum lit-
myndum og skýrum texta.
Framhald af Ævintýrum
bangsabarnanna sem
komu út 1993 og seldust
upp á svipstundu.
Bókaútgáfan Krydd f
tilveruna
ISBN 9979-9079-5-9
Verð: 1.482 kr.
JÚLÍUS BLOM VEIT
SÍNU VITI
Bo Carpelan
Þýðing: Gunnar
Stefánsson
Júlíus er 11 ára og hann á
fáa sína líka. En hvernig er
brugðist við dreng sem
hefur sérstök áhugamál,
skynjar heiminn á óvenju-
legan hátt og fer sínar
eigin leiðir? Frábær bók
eftir einn fremsta höfund
Norðurlanda.
160 blaðsíður.
Bjartur
ISBN 9979-865-08-3
Verð: 1.380 kr.
KIM OG FÉLAGAR
Jens K. Holm
Þýðing: Knútur
Kristinsson
Kim og félagar er fyrsta
bókin í bókaflokknum um
Kim og félaga hans sem nú
er verið að gefa út á ný.
Kim er hörkuduglegur
strákur og lendir í mörgum
æsandi ævintýrum ásamt
félögum sínum þeim Brilla,
Eiríki og Kötu.
Bækurnar um Kim og
félaga nutu geysilegra vin-
sælda þegar þær komu
fyrst út á íslandi og er ekki
að efa að svo verður
áfram.
100 blaðsíður.
Skjaldborg hf.
ISBN 9979-57-259-0
Verð: 1.280 kr.
wtmmmmmmmmmmmmmmm
KLUKKUBÓKIN
Vilbergur Júlfusson
endursagði
Þetta er harðspjaldabók
með klukku og vísarnir
hreyfanlegir. Klukkan átta
fer ég á fætur og klukkan
níu borðum við öll morg-
unverðinn. Klukkan þrjú
leikum við okkur í sand-
kassanum. Klukkan átta fer
ég að hátta og sofa.
Þannig má stilla vísa
klukkunnar allan sólar-
hringinn. Það er alveg víst
að bókin auðveldar börn-
um að læra á klukku.
Setberg
ISBN 9979-52-127-9
Verð: 673 kr.
LEYNDARDÓMUR
GAMLA KASTALANS
Sígildar sögur af
Andrési Önd og
félögum
Carl Barks
13