Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 20

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 20
Islensk skáldverk heimavistarskóla úti á iandi. Sagan lýsir baráttu hans við starfið og óstýri- láta nemendur og þó ekki síst baráttu hans við sjálfan sig. Og einn daginn verður slys og það kemur í hans hlut að blása lífi í nemanda sem liggur meðvitundar- laus inni á herbergi sínu. 204 blaðsíður. Reykholt ISBN 9979-836-11-3 Verð: 2.360 kr. GUÐSGJAFAÞULA Halldór Laxness Guðsgjafaþula er yngsta skáldsaga Halldórs Lax- ness og er nú endurútgef- in. Á skoplegan hátt tekur Halldór til meðferðar vel þekkta atburði í atvinnulífi og stjórnmálum, umfram allt þó sögu síldarinnar. Sagt hefur verið að sögu- hetja bókarinnar, íslands- bersi, sé einhver skemmti- legasta persóna sem komið hefur fyrir í sögum Halldórs Laxness. 306 blaðsíður. Vaka-Helgafell ISBN 9979-2-0040-5 Verð: 3.295 kr. . bókabúðin DOrg UnklargAtu 2 Lækjargötu 2 101 Reykjavík 551-5597 HÍBÝLI VINDANNA Böðvar Guðmundsson Ólafur fíólín og Steinunn kona hans ákveða að kveðja eymdina í Borgar- firðinum og hefja nýtt líf í auðsæld Vesturheims. Það skiptast á skin og skúrir í þessu ferðalagi en að lokum kemst landnema- hópurinn á eigið land fyrir vestan og stofnar þar nýlendu, Nýja-ísland, í nágrenni við indíánana vestan Winnipegvatns. I sögulegri skáldsögu fjallar höfundur um erfiða tíma og hugrakkt fólk af kímni og stílfimi. 336 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0904-0 Verð: 3.890 kr. HJARTA / HJARTASTADUR Steinunn Sigurðardóttir Móðir flýr með unglings- dóttur sína úr sollinum í Reykjavík austur á firði. Þar með hefst ferðasaga í tvennum skilningi; lagt er upp í ferð um innri og ytri heima. Þetta er átakasaga full af kímni og kostulegum íslendingum eftir einn vinsælasta rithöfund okkar. 374 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0905-9 Verð: 3.890 kr. HÓLM ANESPISTLAR Stefán Sigurkarlsson HÓLMANESPISTLAR Stefán Sigurkarlsson íslenska þorpið, skrautlegt mannlífið með allri sinni dulúð, gleði og sorgum, er viðfangsefni Hólmanes- pistla. Miðpunktur Hólma- ness er Faktorshúsið sem flest frásagnarvert, ímynd- að eða raunverulegt, teng- ist á einn eða annan hátt. Mannlífssögur úr þorpi sem ekki er til á landa- kortinu en gæti verið hvaða íslenskt þorp sem er. 143 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0902-4 Verð: 2.980 kr. BÓKABÚÐ BRYNJARS Suöurgötu 1 550 Sauöarkróki 453-5950 I líjiim 111. Iíi(irns,vin r-j '■ '-M-t m .><^9 ■'ii 'V* a:*.. ' HRAUNFÓLKIÐ Björn Th. Björnsson Skáldsaga sem gerist í Þingvallasveit á öndverðri 19. öld. Hún segir af mis- blíðlegum samskiptum Þingvallaklerka og bónda þar í sveit sem þykir djarftækari til kvenna en kristin lög leyfa. Um leið er þetta stórbrotin aldarfars- og þjóðfélagslýsing, skrif- uð af höfundi metsölubók- arinnar Falsarinn. 272 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0831-1 Verð: 3.480 kr. HVÍLDARLAUS FERÐ INNÍ DRAUMINN Matthfas Johannessen Smásagnasafnið Hvíldar- laus ferð inní drauminn hefur að geyma 22 smá- sögur og stutta þætti þar sem þestu kostir Matthí- asar sem skálds fá notið sín. Þar er m.a. að finna fíngerðan og Ijóðrænan skáldskap, hnittnar frá- sagnir og ógleymanlegar mannlýsingar svo að eitt- hvað sé nefnt. Styrkur höfundarins liggur ekki síst í blæbrigðaríkum og fjör- legum stíl, myndauðugu og oft margræðu líkinga- máli. Tvær sögur bókar- innar eru umfangsmestar, Hvar er nú fóturinn minn? og Seglin og vindurinn, margslungnar sögur sem verða lesendum eftirminni- legar eins og annað fjöl- breytilegt efni bókarinnar. 189 blaðsíður. Hörpuútgáfan ISBN 9979-50-065-4 Verð: 2.980 kr. í SÍÐASTA SINN Ágúst Borgþór Sverrisson í þessum níu sögum eru leiddarfram persónursem eru hversdagslegar á yfir- borðinu en við lesturinn er afhjúpað margs konar brjálæði og leyndarmál. Eitt af meginstefjum bók- arinnar er sjúklegt hömlu- leysi þar sem áður viður- kennd fíkniefni koma ekki við sögu heldur kynlífsfíkn, matarfíkn og spilafíkn. Tónninn er oft sorglegur en sumar sögurnar eru líka bráðfyndnar því persón- urnar lenda margar hverjar í kostulegum ævintýrum. Þess má geta að ein 20

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.