Bókatíðindi - 01.12.1995, Qupperneq 43

Bókatíðindi - 01.12.1995, Qupperneq 43
Bœkur almenns efnis David Attenhorough WEINKALÍF PLANTNA i Gróður jarðar sr vitum sáralítið um hvað þar gerist. í þessari bók opnar David Attenþorough okkur heim náttúrunnar svo Ijóslega og af slíkum áhuga að fáir rithöfundar og kvikmyndagerðamenn hafa leikið það eftir. Bækur hans og sjónvarpsmyndir eru í fremstu röð og hafa reynst einn mesti fróðleiks- brunnur á seinni hluta 20. aldar. Einkalíf plantna er þungamiðja í verkum hans, grunnurinn að öllu sem hann hefur rannsakað hingað til. 320 blaðsfður með 275 litmyndum. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-271-X Verð: 4.950 kr. Kynningarverð til áramóta: 3.960 kr. EINSKONAR SÝNIR Rúnar Gunnarsson Ljósmyndabók, svart/hvítar myndir frá Reykjavík, Viln- ius, Riga, New York og fleiri borgum. Rúnar Gunn- arsson er Ijósmyndari og kvikmyndatökumaður. Myndirnar eru af fólki sem hann hefur kynnst eða hitt í svip á förnum vegi, tærar myndir og umbúða- lausar sem leita hins leynda í hversdagsleikan- um. Formála ritar Viðar Víkingsson kvikmynda- gerðarmaður. 108 blaðsíður. Studio Rúnars Dreifing: íslensk bókadreifing ISBN 9979-60-163-9 Verð: 2.900 kr. THOMAS GILOVICH Ertnviss? Hrigðjl cómgreind i dagsins önn ERTU VISS7 Brigðul dómgreind í dagsins önn Thomas Gilovich Þýðing: Sigurður J. Grétarsson Hér er fjallað á fræðilegan en jafnframt aðgengilegan hátt um hæpnar skoðanir fólks, meinlokur eða rang- hugmyndir, og hvernig þær mótast af misskilningi, rangtúlkun, hlutdrægni, óskhyggju, hagsmunum manna og samfélagsins í heild. 220 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0906-7 Verð: 3.480 kr. EYJAR í ELDHAFI -JÓNSBÓK Afmælisrit Jóns Jónssonar jarðfræðings, gefið út í til- efni af 85 ára afmæli hans. í bókinni eru 26 greinar, flestar um náttúru íslands, framsettar á alþýðlegan hátt. Þeim fylgir fjöldi uppdrátta og Ijósmynda. Þá er kafli í bókinni um ævi og störf Jóns Jónssonar og ritaskrá hans. Höfundar bókarinnar eru nær 40 talsins, þar á meðal eru margir af helstu jarð- vísindamönnum þjóðarinn- ar. Bókin er hin glæsileg- asta í alla staði og mikil fróðleiksnáma fyrir þá sem auka vilja þekkingu sína á náttúru íslands. 292 blaðsíður. Gott mál hf. ISBN 9979-9148-2-3 Verð: 4.950 kr. ÉG GET SUNGIÐ AF GLEÐI! Söngbók og geisla- diskur með barna- sálmum og söngvum. í söngbókinni er að finna 42 barnasálma og söngva sem þekktir eru úr barnastarfi kirkjunnar en auk þess 13 ný lög og texta. Á geisla- diskinum syngja alls 900 börn í 16 barnakórum við kirkjur og skóla alla 42 sálmana og söngvana. Enn- fremur gefið út á snældu. 44 blaðsíður. Skálholtsútgáfan ISBN 9979-826-44-4 Verð: 490 kr.(söngbók) 1.700 kr.(diskur) 1.400 kr.(snælda) ^J^olsnrirm / fciáSP J JÓN HJALTASON .rar,. ——- FALSARINN OG DÓMARI HANS Jón Hjaltason Falsarinn og dómari hans eru fimm þættir úr fortíð. Leitað er sannleikans um ógæfumanninn Þorvald Schovelin er Björn Th. Björnsson gerði frægan í skáldsögu sinni, Falsar- anum. Var Þorvaldur myrt- ur að yfirlögðu ráði? Sögð er lygileg saga hins vell- auðuga Jóns Sigurðssonar á Böggvisstöðum er hóf sig úr allsleysi í að verða einn auðugasti íslendingur 19. aldar. Trippamálið hryllilega er til umræðu; voru sakborningarnir sekir eða saklausir? Af hverju var Siglfirðingum bannað að veiða þorsk, og hver voru tildrög þess að Matthías Jochumsson fór á taugum og sagði þjóðinni ósatt sumarið 1888? Jón Hjaltason sagnfræð- ingur hefur getið sér gott orð fyrir frásagnarhæfileika og stílleikni. í Falsaranum og dómara hans lætur Jón reyna á þessa hæfileika til hins ítrasta og staðfestir að velgengni fyrri bóka hans er engin tilviljun. 182 blaðsíður. Bókaútgáfan Hólar ISBN 9979-9078-2-7 Verð: 3.250 kr. FEGURSTA KIRKJAN Á ÍSLANDI Jón Ögmundur Þormóðsson „Á kærleiksstundu getur hjarta þitt verið fegursta kirkjan á íslandi." Einstæð þók sem er í senn Ijóðabók, myndabók og fræðibók. í bókinni eru fjörutíu Ijóð um fagrar kirkjur á íslandi og litmynd úr eða af kirkjunni fylgir hverju Ijóði. Að auki er fræðsluefni um við- komandi kirkjur og ítarlegar skýringar á tilvitnunum. Bókin hefur í senn trúar- legt, menningarlegt og menningarsögulegt gildi. 160 blaðsfður. Fróði hf. ISBN 9979-802-33-2 Verð: 4.990 kr. FERÐ TIL FORTÍÐAR Heimildarrit með léttu fvafi um persónur, mannlíf og atvinnuhætti í Flatey og öðrum Breiðafjarðareyjum fyrir 50 árum. Ólafur Ásgeir Steinþórsson Hér segir frá mörgu sér- stæðu fólki og hraðri og sérkennilegri byggðaþró- un, hvernig Breiðfirðingar flykktust til Flateyjar og ný viðreisn virtist blasa við, en draumurinn fjaraði út og byggðin lagðist af. Les- andinn fylgist með mann- lífi og einstaklingum í gegnum smásögur og frá- 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.