Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 52
Bœkur almenns efnis
menningarsaga þekktrar
ættar á Austurlandi en
einnig byggðarlags, lands-
fjórðungs og að vissu leyti
þjóðar. Því á hún erindi við
alla áhugamenn um ís-
lenska menningu.
416 blaðsíður.
Þjóðsaga
ISBN 9979-59-042-4
Verð: 3.900 kr.
STRÖNDIN í NÁTTÚRU
ÍSLANDS
Guðmundur P. Ólafsson
Gullfalleg bók sem lýkur
upp ævintýraheimi stranda
íslands, prýdd einstökum
Ijósmyndum. Hún er eftir
sama höfund og bækurnar
Fuglar í náttúru íslands og
Perlur í náttúru íslands.
Einstakur prentgripur sem
hlaut nýlega alþjóðlega
viðurkenningu.
460 blaðsíður.
Mál og menning
ISBN 9979-3-0817-6
Verð: 14.850 kr.
STÚDENTSÁRIN
Jón Ólafur ísberg
Þessi áhugaverða bók er
gefin út í tilefni af 75 ára
afmæli Stúdentaráðs Há-
skóla íslands. Stúdentar
hafa haft mikil áhrif í ís-
lensku þjóðlífi en saga
þeirra hefur ekki síður
verið fjölskrúðug. Hér er
fjallað um baráttu stúdenta
fyrir réttindum sínum og
bættum kjörum en einnig
er vikið að félagslífinu, vist
á Garði, utanferðum og
gleðistundum svo nokkuð
sé nefnt. Fjöldi manna,
sem nú eru þjóðkunnir,
kemur við sögu. Jón Ólafur
ísberg sagnfræðingur ritar
bókina en hann var meðal
höfunda Islensks söguatl-
ass, sem tilnefndur var til
íslensku bókmenntaverð-
launanna árið 1993. Þetta
er bók sem höfðar til allra
íslenskra stúdenta fyrr og
síðar.
250 blaðsíður.
Stúdentaráð Háskóla
íslands
Dreifing: Bjartur
ISBN 9979-60-179-5
Verð: 3.490 kr.
SURTSEY -
LÍFRÍKI í MÓTUN
Sturla Friðriksson
Bókin lýsir í máli og mynd-
um þeim einstæða atburði
er hafið tók að sjóða undan
ströndum íslands og Surts-
ey reis úr sæ við eldgos
sem varaði í rúmlega þrjú
og hálft ár. Þrjátíu ára
þróunarferli eyjarinnar er
lýst á léttan og lipran hátt,
hvernig hún myndaðist og
mótaðist og hvernig lífríkið
hefur smátt og smátt
numið þar land og þróast
ofan sjávar og neðan í
harðri baráttu við frumöfl
náttúrunnar. Bókin er ríku-
lega myndskreytt, í stóru
broti og vandað til útgáf-
unnar á allan hátt.
126 blaðsíður.
Hið íslenska
náttúrufræðifélag og
Surtseyjarfélagið
Dreifing: íslensk
bókadreifing hf.
ISBN 9979-9082-2-X
Verð: 3.480 kr.
MMaHNHMMHHaMBHMMM
SVEITIR OG JARÐIR í
MÚLAÞINGI 5. BINDI
„BÚKOLLA"
Ritnefnd: Ármann
Halldórsson, Sigmar
Magnússon og
Þorsteinn Bergsson
Þessi bók er framhald af
Sveitum og jörðum í Múla
þingi l.-IV. sem út komu á
árunum 1974-1978.1 henni
eru aðeins að litlu leyti
endursagðar upplýsingar
úr gömlu bókunum, við-
fangsefnið er fyrst og
fremst tímabilið 1974-
1993.
Múlaþing er gamalt heiti
á svæðinu milli Gunn-
ólfsvíkurfjalls og Lónsheið-
ar. Að þessu sinni eru öll
dreifbýlissveitarfélög á því
svæði í einu bindi og lýst
sveitum og jörðum. Ábú-
endatal hverrar jarðar hefst
á þeim sem búandi voru
árið 1974. Skýrsla um bún-
aðarástand árin 1980 og
1990 fylgir hverju sveitar-
félagi.
Litmyndir eru í bókinni af
öllum bæjum og allflestum
ábúendum. Litprentað kort
yfir bæi, eyðibýli og helstu
örnefni kemur á undan
kafla um hvert sveitarfélag
og yfirlitskort yfir svæðið
allt fremst í bókinni. Kortin
eru unnin af Landmæling-
um íslands.
703 blaðsíður.
Búnaðarsamband
Austurlands
Verð: 12.900 kr.
VESTLENDINGAR III
Lúðvík Kristjánsson
í þriðja bindi Vestlendinga
sem nú er endurútgefið er
fjallað um menningarmál.
stjórnmál og að nokkru
leyti atvinnumál í Vest-
firðingafjórðungi á tíma-
bilinu 1830-1874. Allt er
efnið byggt á rannsókn
frumgagna sem fyrr voru
að miklu leyti ókunn.
Viðbrögð Vestlendinga
varðandi endurreisn Al-
þingis eru ítarlega rakin og
jafnframt hlutdeild þeirra í
þátttöku þjóðfundartíðinda
fyrir og eftir Þjóðfund. Þá
eru hinum merku þjóð-
málasamtökum er birtust í
Þórsnesþings- og Kolla-
búðafundum gerð skil og
hvað spratt af þeim sam-
kundum en það var þýð-
ingarmeira en þá gerðist
annars staðar á landinu. - í
lokakafla ritsins sem ber
heitið „Staldrað við og litið
til átta" eru mörg dæmi
rakin um þátttöku Vest-
lendinga í endurreisn á
íslandi á þriðja fjórðungi
19. aldar.
Þegar lokabindið birtist
sagði Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur um ritið
m.a.: Lúðvík Kristjánsson
„hefur ekki aðeins flutt
Vestfirðingafjórðung inn í
þjóðarsöguna. Hann hefur
fært Jón Sigurðsson nær
þessari sögu og það eitt er
mikið afrek". (Tímarit Máls
og menningar 3,1961.)
288 blaðsíður.
Skuggsjá
ISBN 9979-829-23-0
Verð: 2.975 kr.
VESTMANNAEYJAR
Björn Rúriksson
Vestmannaeyjar er þriðja
bók höfundar um ísland.
Mannlíf er ríkur þáttur í
bókinni. Fjallað er um
tilurð eyjanna, Surtseyjar-
gosið, jarðeldana á Heima-
ey 1973, fugl og lífríki,
veðurham, úteyjalíf, útgerð
og umsvif. Bókin kynnir í
ríkulegu myndmáli þennan
einstaka stað og þá sem
hann byggja. Útgáfur af
bókinni auk íslensku eru á
ensku, þýsku, frönsku og
i
I
i;
52