Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 52

Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 52
Bœkur almenns efnis menningarsaga þekktrar ættar á Austurlandi en einnig byggðarlags, lands- fjórðungs og að vissu leyti þjóðar. Því á hún erindi við alla áhugamenn um ís- lenska menningu. 416 blaðsíður. Þjóðsaga ISBN 9979-59-042-4 Verð: 3.900 kr. STRÖNDIN í NÁTTÚRU ÍSLANDS Guðmundur P. Ólafsson Gullfalleg bók sem lýkur upp ævintýraheimi stranda íslands, prýdd einstökum Ijósmyndum. Hún er eftir sama höfund og bækurnar Fuglar í náttúru íslands og Perlur í náttúru íslands. Einstakur prentgripur sem hlaut nýlega alþjóðlega viðurkenningu. 460 blaðsíður. Mál og menning ISBN 9979-3-0817-6 Verð: 14.850 kr. STÚDENTSÁRIN Jón Ólafur ísberg Þessi áhugaverða bók er gefin út í tilefni af 75 ára afmæli Stúdentaráðs Há- skóla íslands. Stúdentar hafa haft mikil áhrif í ís- lensku þjóðlífi en saga þeirra hefur ekki síður verið fjölskrúðug. Hér er fjallað um baráttu stúdenta fyrir réttindum sínum og bættum kjörum en einnig er vikið að félagslífinu, vist á Garði, utanferðum og gleðistundum svo nokkuð sé nefnt. Fjöldi manna, sem nú eru þjóðkunnir, kemur við sögu. Jón Ólafur ísberg sagnfræðingur ritar bókina en hann var meðal höfunda Islensks söguatl- ass, sem tilnefndur var til íslensku bókmenntaverð- launanna árið 1993. Þetta er bók sem höfðar til allra íslenskra stúdenta fyrr og síðar. 250 blaðsíður. Stúdentaráð Háskóla íslands Dreifing: Bjartur ISBN 9979-60-179-5 Verð: 3.490 kr. SURTSEY - LÍFRÍKI í MÓTUN Sturla Friðriksson Bókin lýsir í máli og mynd- um þeim einstæða atburði er hafið tók að sjóða undan ströndum íslands og Surts- ey reis úr sæ við eldgos sem varaði í rúmlega þrjú og hálft ár. Þrjátíu ára þróunarferli eyjarinnar er lýst á léttan og lipran hátt, hvernig hún myndaðist og mótaðist og hvernig lífríkið hefur smátt og smátt numið þar land og þróast ofan sjávar og neðan í harðri baráttu við frumöfl náttúrunnar. Bókin er ríku- lega myndskreytt, í stóru broti og vandað til útgáf- unnar á allan hátt. 126 blaðsíður. Hið íslenska náttúrufræðifélag og Surtseyjarfélagið Dreifing: íslensk bókadreifing hf. ISBN 9979-9082-2-X Verð: 3.480 kr. MMaHNHMMHHaMBHMMM SVEITIR OG JARÐIR í MÚLAÞINGI 5. BINDI „BÚKOLLA" Ritnefnd: Ármann Halldórsson, Sigmar Magnússon og Þorsteinn Bergsson Þessi bók er framhald af Sveitum og jörðum í Múla þingi l.-IV. sem út komu á árunum 1974-1978.1 henni eru aðeins að litlu leyti endursagðar upplýsingar úr gömlu bókunum, við- fangsefnið er fyrst og fremst tímabilið 1974- 1993. Múlaþing er gamalt heiti á svæðinu milli Gunn- ólfsvíkurfjalls og Lónsheið- ar. Að þessu sinni eru öll dreifbýlissveitarfélög á því svæði í einu bindi og lýst sveitum og jörðum. Ábú- endatal hverrar jarðar hefst á þeim sem búandi voru árið 1974. Skýrsla um bún- aðarástand árin 1980 og 1990 fylgir hverju sveitar- félagi. Litmyndir eru í bókinni af öllum bæjum og allflestum ábúendum. Litprentað kort yfir bæi, eyðibýli og helstu örnefni kemur á undan kafla um hvert sveitarfélag og yfirlitskort yfir svæðið allt fremst í bókinni. Kortin eru unnin af Landmæling- um íslands. 703 blaðsíður. Búnaðarsamband Austurlands Verð: 12.900 kr. VESTLENDINGAR III Lúðvík Kristjánsson í þriðja bindi Vestlendinga sem nú er endurútgefið er fjallað um menningarmál. stjórnmál og að nokkru leyti atvinnumál í Vest- firðingafjórðungi á tíma- bilinu 1830-1874. Allt er efnið byggt á rannsókn frumgagna sem fyrr voru að miklu leyti ókunn. Viðbrögð Vestlendinga varðandi endurreisn Al- þingis eru ítarlega rakin og jafnframt hlutdeild þeirra í þátttöku þjóðfundartíðinda fyrir og eftir Þjóðfund. Þá eru hinum merku þjóð- málasamtökum er birtust í Þórsnesþings- og Kolla- búðafundum gerð skil og hvað spratt af þeim sam- kundum en það var þýð- ingarmeira en þá gerðist annars staðar á landinu. - í lokakafla ritsins sem ber heitið „Staldrað við og litið til átta" eru mörg dæmi rakin um þátttöku Vest- lendinga í endurreisn á íslandi á þriðja fjórðungi 19. aldar. Þegar lokabindið birtist sagði Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur um ritið m.a.: Lúðvík Kristjánsson „hefur ekki aðeins flutt Vestfirðingafjórðung inn í þjóðarsöguna. Hann hefur fært Jón Sigurðsson nær þessari sögu og það eitt er mikið afrek". (Tímarit Máls og menningar 3,1961.) 288 blaðsíður. Skuggsjá ISBN 9979-829-23-0 Verð: 2.975 kr. VESTMANNAEYJAR Björn Rúriksson Vestmannaeyjar er þriðja bók höfundar um ísland. Mannlíf er ríkur þáttur í bókinni. Fjallað er um tilurð eyjanna, Surtseyjar- gosið, jarðeldana á Heima- ey 1973, fugl og lífríki, veðurham, úteyjalíf, útgerð og umsvif. Bókin kynnir í ríkulegu myndmáli þennan einstaka stað og þá sem hann byggja. Útgáfur af bókinni auk íslensku eru á ensku, þýsku, frönsku og i I i; 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.