Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 56

Bókatíðindi - 01.12.1995, Page 56
Ævisögur og endurminningar FIMM LÆKNAR SEGJA FRÁ Önundur Björnsson Þrautreyndir læknar fara á kostum og segja frá sjálfum sér, fjölþættum skoðunum sínum og giftu- ríkum læknisferli. Arni Björnsson fyrrver- andi yfirlæknir lýtalækn- ingadeildar Landspítalans er ótvíræður brautryðjandi í sinni sérgrein hér á landi. Hann er hestamaður góður og geðríkur félagsmála- maður. Björn Önundarson fyrr- verandi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík til margra ára braust úr sárustu fátækt til mennta. Hann segir frá störfum sínum sem héraðs- og heimilislæknir. Hrafnkell Helgason yfir- læknir á Vífilsstöðum er litríkur maður sem víða hefur farið og margt að- hafst. Hann er öræfafari frá fyrstu tíð, skytta og fugla- skoðari. Pétur Pétursson frá Höllu- stöðum, heimilislæknir á Akureyri er litríkur maður sem lúrir ekki á skoðunum sínum. Þorgeir Gestsson fyrrver- andi héraðslæknir og heimilislæknir í Reykjavík er einn félaganna úr MA- kvartettinum góðkunna sem gladdi tónelsk eyru með fögrum söng sínum um áratuga skeið. 250 blaðsíður. Setberg ISBN 9979-52-137-6 Verð: 3.250 kr. .Jón Kr. fíunnursHtm 4 GEGNUM LÍFSINS ÖLDUR Viðtöl við sex valinkunna sjósóknara Jón Kr. Gunnarsson Farsæl sjómennska byggist á reynslu, þekkingu og áræði. í þessari bók erfræðst um líf sjómanna í ýmsum greinum sjómennskunnar. Viðmælendur eru valin- kunnir sjómenn á ýmsum aldri og með margvíslega reynslu. Þeir sem segja frá eru: Guðmundur Jónsson skip- stjóri, Hafnarfirði, Gunnar Ingvason frá Hliðsnesi, hrognkelsaveiðimaður, Júlíus Sigurðsson skip- stjóri, Hafnarfirði, Jósteinn Finnbogason smábáta- sjómaður, Húsavík, Hákon Magnússon skipstjóri, Reykjavík og Magnús Jónsson smábátasjómað- ur, Sauðárkróki. 256 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-288-4 Verð: 3.480 kr. BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Strandgötu 31 220 Hafnarfirði 555-0045 HALLDÓRÁ HVANNEYRI Bjarni Guðmundsson Bókin er starfssaga Hall- dórs Vilhjálmssonar skóla- stjóra á Hvanneyri 1907-1936. Halldór var einn helsti brautryðjandi og frömuður íslenskra bænda á þessari öld. Þá er sagt frá því hvernig ný þekking og verktækni varð til þess að nútíma land- búnaður hófst til vegs. í bókinni fléttast því saman persónusaga eftirminni- legs athafnamanns og saga íslensks landbúnaðar á miklu breytingaskeiði. 288 blaðsíður. Bændaskólinn á Hvanneyri ISBN 9979-881-00-3 Verð: 3.980 kr. HIN HLJÓÐU TÁR Sigurbjörg Árnadóttir Ásta Sigurbrandsdóttir hef- ur gengið í gegnum ótrú- legar raunir á langri og viðburðaríkri ævi. Hún ólst upp við kröpp kjör í Flatey og Reykjavík, lærði hjúkrun í Danmörku á árum síðari heimsstyrjaldar og varð síðan hjúkrunarkona skammt fyrir utan Berlín í lok stríðsins. Þar lenti hún í loftárásum, þurfti að sækja særða út á vígvöllinn og bera á sjúkrahús - meðan skothríðin dundi allt í kring. Ásta fluttist til Finnlands eftir stríð þar sem hún mætti enn mótlæti en gafst ekki upp heldur bar harm sinn í hljóði. Þótt Ásta Sigurbrands- dóttir hafi orðið fyrir erfiðri lífsreynslu horfir hún um öxl án beiskju og sér einnig spaugilegar hliðar tilver- unnar, - ekki síst á sjálfri sér. Sigurbjörg Árnadóttir skrifar sögu Ástu. Hún skráir frásögnina af innsæi og látleysi svo að úr verður ævisaga sem er engri lík - margbrotin og ógleyman- leg. 197 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0315-3 Verð: 3.290 kr. Islendingar í útlöndum HVER VEGUR AD HEIMAN íslendingar í útlöndum Guðmundur Árni Stefánsson í þessari bók ræðir Guðmundur Árni Stefáns- son alþingismaður við sex íslendinga sem allir eiga það sameiginlegt að hafa flust af landi brott og dvalið erlendis við störf og leik um langt árabil. Viðmælendur eru: Ástþór Magnússon athafnamaður, Englandi, Gunnlaugur Stefán Baldursson arkitekt, Þýskalandi, Gunnar Frið- þjófsson útvarpsstjóri, Noregi, Linda Finnboga- dóttir hjúkrunarfræðingur, Bandaríkjunum, Rannveig Bragadóttir óperusöngvari, Austurríki, hjónin Þórður Sæmundsson flugvirki og Drífa Sigurbjarnardóttir hótelstjóri, Luxemborg. 256 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-281-7 Verð: 3.480 kr. KÓNGUR UM STUND Örnólfur Árnason Opinská frásögn af storma- samri ævi Gunnars Bjarna- sonar, frumkvöðuls í ræktun íslenska reiðhesta- kynsins og útbreiðslu þess um heiminn. Gunnar segir frá því hvernig tókst að forða hestinum og hesta- mennskunni frá því að Stillholt 18 300 Akranes 431-2840 56

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.