Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 61

Bókatíðindi - 01.12.1995, Síða 61
Ævisögur og endurminningar verið prentaðar í bókum Steins áður og tvær þeirra hafa hvergi birst. Þá eru birtar myndir frá ævi Steins sem sumar hverjar hafa aldrei komið fyrir al- menningssjónir. Steinn Steinarr - Ævi og skoðanir er kjörgripur öllum þeim er unna skáldskap Steins Steinarrs. 215 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0248-3 Verð: 3.590 kr. UNDIR VERNDARHENDI Saga Bjarna Kristjánssonar miðils Steinunn Eyjólfsdóttir Bjarni Kristjánsson er með- al virtustu miðla þjóð- arinnar en jafnframt einn þeirra yngstu. í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að allir menn séu undir guðlegri vernd- arhendi, svo framarlega sem þeir vilja það sjálfir. Þessi ógleymanlega saga færir lesandann nær þvi að skilja heiminn fyrir handan, sem er okkur flestum ann- ars hulin. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-277-9 Verð: 2.980 kr. VIÐ EIGUM VALIÐ, EF VIÐ VILJUM Saga Guðrúnar Óladóttur, reikimeistara Birgitta H. Halldórsdóttir. í bókinni segir Guðrún frá starfi sínu og hvernig hún vinnur, frá erfiðu hjóna- bandi, sjúkdómum sem hún vann sjálf bug á með jákvæðu hugarfari og heilun. Hún rekur þróun hæfileika sinna frá barn- æsku og segir frá baráttu sinni á hispurslausan hátt. Þetta er hreinskilin saga þar sem ekkert er dregið undan. 187 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-278-7 Verð: 2.980 kr. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Landkönnuður William R. Hunt Þýðing: Björn Jónsson Með þessari bók sem gefin var út í Kanada er í fyrsta skipti fjallað á ítarlegan hátt um ævi og störf Vil- hjálms Stefánssonar, þekktasta Vestur-íslendings sem uppi hefur verið. Vil- hjálmur Stefánsson var heimsþekktur maður enda einn mesti heimskautafari sögunnar. Hann var iðu- lega á forsíðum New York Times og annarra stór- blaða. Nafn Vilhjálms birt- ist t.d. eitt árið yfir 10.000 sinnum í bandarískum blöðum. Landafundir Vil- hjálms bættu við Kanada nær þrefaldri stærð ís- lands. Leiðangri hans á árunum 1913-18 er lýst sem lengsta samfellda heimskautaleiðangri allra tíma. Vilhjálmur var á þeim árum margoft talinn af. Árið 1952 nefndi Kanada- stjórn eyju eftir honum; Stefansson Island. Frímerki hafa nýlega verið gefin út með Vilhjálmi í Kanada og Bandaríkjunum. Vilhjálmur var hreykinn af íslenskum uppruna sínum. Vinsældir hans á íslandi voru þvílíkar að hann hlaut flest atkvæði í skoðanakönnun sem fyrsti forseti lýðveldisins. Vilhjálmur kvæntist þegar hann var 61 árs. Eftirlifandi kona hans, Evelyn Stefáns- son, var þá 27 ára. Evelyn skrifar inngangskafla bók- arinnar og lýsir þar Vil- hjálmi og sambandi þeirra á einkar persónulegan og skemmtilegan hátt. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir ritar ávarps- orð í bókina. 260 blaðsíður. Hans Kristján Árnason Dreifing: íslensk bókadreifing ISBN 9979-9152-1-8 Verð: 3.420 kr. Hringið í síma 4626100 og pantið bæur sem þið fáið afgreiddar að kvöldi sama dags. Símapantanir Allir viðskiptavinir Bókvals eiga kost á innpökkun í fallegan jólapappír með böndum og krulli. Innpökkun BOKABýi) 0- Bókamerki: Bókamerki Bókvals fylgir öllum bókum, Við stöndum fyrir bókakvöldum í desember, þar sem lesið verður upp úr nýjum bókum Bókakvöld KAUPVANGSSTRÆTI 4 • AKUREYRI • SIMI 462 6100 Opið daglega frá kl. 9.00 til 22.00 (frá 10.00 um helgar) BOKVAL

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.