Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 61

Bókatíðindi - 01.12.1995, Blaðsíða 61
Ævisögur og endurminningar verið prentaðar í bókum Steins áður og tvær þeirra hafa hvergi birst. Þá eru birtar myndir frá ævi Steins sem sumar hverjar hafa aldrei komið fyrir al- menningssjónir. Steinn Steinarr - Ævi og skoðanir er kjörgripur öllum þeim er unna skáldskap Steins Steinarrs. 215 blaðsíður. Vaka-Helgafell hf. ISBN 9979-2-0248-3 Verð: 3.590 kr. UNDIR VERNDARHENDI Saga Bjarna Kristjánssonar miðils Steinunn Eyjólfsdóttir Bjarni Kristjánsson er með- al virtustu miðla þjóð- arinnar en jafnframt einn þeirra yngstu. í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að allir menn séu undir guðlegri vernd- arhendi, svo framarlega sem þeir vilja það sjálfir. Þessi ógleymanlega saga færir lesandann nær þvi að skilja heiminn fyrir handan, sem er okkur flestum ann- ars hulin. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-277-9 Verð: 2.980 kr. VIÐ EIGUM VALIÐ, EF VIÐ VILJUM Saga Guðrúnar Óladóttur, reikimeistara Birgitta H. Halldórsdóttir. í bókinni segir Guðrún frá starfi sínu og hvernig hún vinnur, frá erfiðu hjóna- bandi, sjúkdómum sem hún vann sjálf bug á með jákvæðu hugarfari og heilun. Hún rekur þróun hæfileika sinna frá barn- æsku og segir frá baráttu sinni á hispurslausan hátt. Þetta er hreinskilin saga þar sem ekkert er dregið undan. 187 blaðsíður. Skjaldborg hf. ISBN 9979-57-278-7 Verð: 2.980 kr. VILHJÁLMUR STEFÁNSSON Landkönnuður William R. Hunt Þýðing: Björn Jónsson Með þessari bók sem gefin var út í Kanada er í fyrsta skipti fjallað á ítarlegan hátt um ævi og störf Vil- hjálms Stefánssonar, þekktasta Vestur-íslendings sem uppi hefur verið. Vil- hjálmur Stefánsson var heimsþekktur maður enda einn mesti heimskautafari sögunnar. Hann var iðu- lega á forsíðum New York Times og annarra stór- blaða. Nafn Vilhjálms birt- ist t.d. eitt árið yfir 10.000 sinnum í bandarískum blöðum. Landafundir Vil- hjálms bættu við Kanada nær þrefaldri stærð ís- lands. Leiðangri hans á árunum 1913-18 er lýst sem lengsta samfellda heimskautaleiðangri allra tíma. Vilhjálmur var á þeim árum margoft talinn af. Árið 1952 nefndi Kanada- stjórn eyju eftir honum; Stefansson Island. Frímerki hafa nýlega verið gefin út með Vilhjálmi í Kanada og Bandaríkjunum. Vilhjálmur var hreykinn af íslenskum uppruna sínum. Vinsældir hans á íslandi voru þvílíkar að hann hlaut flest atkvæði í skoðanakönnun sem fyrsti forseti lýðveldisins. Vilhjálmur kvæntist þegar hann var 61 árs. Eftirlifandi kona hans, Evelyn Stefáns- son, var þá 27 ára. Evelyn skrifar inngangskafla bók- arinnar og lýsir þar Vil- hjálmi og sambandi þeirra á einkar persónulegan og skemmtilegan hátt. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir ritar ávarps- orð í bókina. 260 blaðsíður. Hans Kristján Árnason Dreifing: íslensk bókadreifing ISBN 9979-9152-1-8 Verð: 3.420 kr. Hringið í síma 4626100 og pantið bæur sem þið fáið afgreiddar að kvöldi sama dags. Símapantanir Allir viðskiptavinir Bókvals eiga kost á innpökkun í fallegan jólapappír með böndum og krulli. Innpökkun BOKABýi) 0- Bókamerki: Bókamerki Bókvals fylgir öllum bókum, Við stöndum fyrir bókakvöldum í desember, þar sem lesið verður upp úr nýjum bókum Bókakvöld KAUPVANGSSTRÆTI 4 • AKUREYRI • SIMI 462 6100 Opið daglega frá kl. 9.00 til 22.00 (frá 10.00 um helgar) BOKVAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.