Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit
Bókatíðindin hafa fyrir margt löngu unnið sér
sess hjá bókaunnendum, sem bíða spenntir
eftir því að sjá hverju bókaflóðið skilar á fjör-
ur þeirra. Aldrei áður hafa verið kynntar jafn marg-
ar bækur í tíðindunum - aukningin frá því í fyrra
er gríðarleg, því liðlega fjórðungi fleiri bækur eru
kynntar að þessu sinni. Þarna er vitaskuld ekki
einungis um hreina raunaukningu bókaútgáfunnar
að ræða, því skýringin felst einnig í því að Bókatíð-
indin eru sífellt að sanna sig betur sem öflugur
kynningarmiðill. Að baki þeim 649 kynningum sem
birtar eru að þessu sinni standa 109 mismunandi
útgefendur.
Þess má líka geta að Bókatíðindum hefur aldrei
verið dreift jafn snemma og í ár. Þann árangur má
einkum þakka góðu samstarfi við Prentsmiðjuna
Odda, sem hannað hefur vefumhverfi sem flýtir
mjög fyrir vinnslu verksins. Að þessu sinni er upp-
lagið 109 000 eintök og tíðindin berast inn á hvert
heimili í landinu.
Sérstaða íslensk bókamarkaðar verður aldrei of oft
tíunduð, og heldur ekki nauðsyn þess að vel sé að
bókmenningunni búið svo að unnt sé að varðveita
þessa sérstöðu. Ef við viljum að hér komi áfram út
fleiri titlar miðað við höfðatölu en í nokkru öðru
landi, og ef við kjósum að þröskuldarnir verði áfram
lágir inn á markaðinn, jafnt fyrir nýja höfunda sem
nýja útgefendur, þá verða stjórnvöld og aðilar á
bókamarkaði að vinna enn betur saman. Við þurf-
um að hlúa að sérstöðu okkar á þessu sviði, enda
er hún hluti af þjóðarvitund okkar. Við erum les-
andi fólk - bókaþjóð. íslenskir bókaútgefendur og
rithöfundar hafa unnið í bróðerni að því að móta
bókmenningarstefnu og kynna fyrir yfirvöldum
menningarmála og binda miklar vonir við jákvæð
viðbrögð stjórnvalda.
íslenskir bókaútgefendur senda landsmönnum öll-
um bestu óskir um ánægjuleg bókajól og farsæld á
komandi ári.
F.h. Félags íslenskra bókaútgefenda,
Benedikt Kristjánsson.
Leiðbeinandi verð
„Leiðb.verð" í Bókatíðindum 2004 er áætlað
útsöluverð í smásölu með virðisaukaskatti.
íslenskar barna- og unglingabækur..2
l>>ddar barna- og uiiglingabækur.... 24
íslcnsk skáldverk 52
I>ýdd skáldverk 76
Ljóð ... 102
Listir og Ijósmyndir ... 108
Lræði og batkur alnieniis efnis .. 110
Saga. ættfræði og liéraðslýsingar... ... 162
Ævlsögur og endurmiuniiigar ... 168
Handbækur ... 184
Illjóðbiekur ... 196
ÍVIatur og drykkur ... 198
Spil 201
Höfundaskrá 202
Bóksalar 209
Útgefendur 210
Titlaskrá 218
BÓKATÍÐINDI 2004
Félag íslenskra bókaútgefenda
Barónsstíg 5
101 Reykjavík
Sími: 511 8020, fax: 511 5020
Netf.: baekur@mmedia.is
Vefur: www.bokautgafa.is
Hönnun kápu: Sigurður Orri Þórhannesson,
nemandi á 2. ári í grafískri
hönnun við Listaháskóla Islands,
gerði kápuna
Ábm.: Benedikt Kristjánsson
Upplag: 109.000
Umbrot, prentun
og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf.
Dreifing: íslandspóstur hf.
Útgefandi:
\>
FÉLAG ÍSLENSKRA
BÓKAÚTG EF EN DA
ISSN 1028-6748