Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 10
íslenskar barna-og unglingabækur
ganga í bleikum fötum og
svo hefur hún meira að
segja rænt sjoppu, en það
var nú alveg óvart og hún
gerir það aldrei aftur. Oft-
ar en ekki stangast annars
fínar hugmyndir Fíusólar
á við það sem fullorðna
fólkið vill. Og þá getur
hún verið í vondum mál-
um.
Fíasól í fínum málum
er safn skemmtisagna eft-
ir Kristínu Helgu Gunn-
arsdóttur. Halldór Bald-
ursson myndskreytti.
96 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2560-7
Leiðb.verð: 2.490 kr.
FROSNU TÆRNAR
Sigrún Eldjárn
Allt er breytt á Háhóli eft-
ir að álögum Þokudrottn-
ingarinnar var aflétt. Samt
er eitthvað skrýtið á seyði
í sveitinni og því leggja
Stína og Jonni á ný upp í
mikla hættuför, nú í fylgd
Skafta unga.
Frosnu tærnar er
skemmtileg og spennandi
saga eftir Sigrúnu Eldjárn
og sjálfstætt framhald
verðlaunabókarinnar
Týndu augun.
229 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2535-6
Leiðb.verð: 2.490 kr.
f rckcn Kúlu Kcrýjlé
óq fleiri kvóeði
FRÖKEN KÚLA
KÖNGULÓ
Lárus Jón
Guðmundsson
Þessi frumsamda, fallega
og litríka kvæðabók er
rammíslensk að efni og
formi. Börn á öllum aldri
hafa ómælda ánægju af
ævintýrum Kúlu Köngu-
lóar, brosa að orminum
sem ekkert skilur, hrylla
sig yfir örlögum músanna,
dást að aflabrögðum
Gvendar við gaflinn og
undrast um Heiðu á hóln-
um svo fátt sé talið. Aðal-
heiður Olöf Skarphéðins-
dóttir myndskreytti.
32 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-00-1
Leiðb.verð: 1.885 kr.
GALDUR VÍSDÓMS-
BÓKARINNAR
Iðunn Steinsdóttir
Kappinn Hrólfur leitar
vísdómsbókarinnar til að
geta kveðið niður forna
afturgöngu sem ógnar
Humlabyggð. Þetta er
mikil háskaför, m.a. á
slóðir sjóræningja, en
heima bíður unnustan
Silkisif.
191 bls.
Salka
ISBN 9979-768-13-4
Leiðb.verð: 2.490 kr.
GLÓI GEIMVERA OG
LITIRNIR
Arndís Guðmundsdóttir
Glói geimvera og litirnir
er bók fyrir yngstu lesend-
urna. Hér kynnast börnin
félögunum Glóa og
Doppu, sem hjálpa þeim
að þekkja litina.
24 bls.
Næst
ISBN 9979-9643-0-8
Leiðb.verð: 1.590 kr.
GLÓI GEIMVERA OG
TÖLURNAR
Arndís Guðmundsdóttir
Glói geimvera og tölurnar
er bók fyrir yngstu les-
endurna. Hér kynnast
börnin félögunum Glóa og
Doppu, sem hjálpa þeim
að þekkja tölurnar.
24 bls.
Næst
ISBN 9979-9643-1-6
Leiðb.verð: 1.590 kr.
GRALLI GORMUR OG
LITADÝRÐIN MIKLA
Bergljót Amalds
Viltu læra að þekkja litina
og hvernig á að blanda
þeim saman? Hér er á
ferðinni einstaklega
skemmtilegt ævintýri til
að hvetja börn til mynd-
listarsköpunar. Galdra-
músin Gralli Gormur
heillar alla krakka með
uppátækjum sínum og
fræðir þau í leiðinni um
töfraheim litanna.
34 bls.
Virago
ISBN 9979-9540-2-7
Leiðb.verð: 1.999 kr.
8