Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 20
íslenskar barna-og nnglingabæknr
RÁNIÐ
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Mögnuð spennusaga fyrir
unglinga og fullorðna.
Ránið, er þriðja sjálf-
stæða sagan um Kötlu, eft-
ir verðlaunahöfundinn
Gunnhildi Hrólfsdóttur.
Katla ætlar að dvelja
hjá vinkonu sinni yfir
þjóðhátíð. Brekkusöngur,
brenna og flugeldar, þær
vilja ekki missa af neinu.
Margt fer þó öðruvísi en
ætlað er og gegn vilja sín-
um færist Katla aftur til
ársins 1627 þegar Tyrkir
komu til landsins og
rændu Islendingum í
hundraðatali. Fjölskyld-
um var sundrað, fólk
smánað og flutt til Alsír
þar sem það var selt í
ánauð.
Nútímaunglingurinn
Katla sogast inn í atburða-
rás sem er æsilegri en
nokkur tölvuleikur.
200 bls.
Frum ehf.
ISBN 9979-9687-0-2
Leiðb.verð: 3.490 kr.
RÚNA
Trúnaðarmál
Gerður Berndsen
Áhrifarík og raunsönn
saga Krissu sem þráir að
falla inn í hópinn. Stund-
um verður það henni og
vinkonunum dýrkeypt að
þykjast eldri en þær eru,
en það eru ekki bara þær
sem lenda í vandræðum
því foreldrarnir eru ekki
barnanna bestir.
125 bls.
Salka
ISBN 9979-768-17-7
Leiðb.verð: 1.690 kr.
Kilja
SAGAN AF
DIMMALIMM
Guðmundur
Thorsteinsson
Hver þekkir ekki prinsess-
una þægu og góðu sem
eignast svan fyrir vin?
Sagan af Dimmalimm eft-
ir Mugg er eitt vinsælasta
ævintýri sem komið hefur
út á á Islandi fyrr og síðar.
Þetta er ljósmynduð frum-
útgáfa bókarinnar sem
kom fyrst út árið 1942.
32 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1775-8
Leiðb.verð: 990 kr. Kilja
SNJALLRÆÐASÖGUR
Kormákur og
kattþeytillinn
Snorkóforkur og
undarlega plánetan
Týnda prinsessan
Bragi V. Skúlason
Garðar Þ. Guðgeirsson
Snjallræðasögurnar þrjár
(Týnda prinsessan,
Snorkóforkur og undar-
lega plánetan og Kormá-
kur og kattþeytillinn) eru
fyrir yngstu lesendurna.
Snjallar myndir, snjall
texti svo ekki sé talað um
snjallræði hverrar bókar
kæta hvert barn. Bækurn-
ar samræmast stöðlum
Evrópusambandsins um
passlega gjöf í skóinn.
16 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-03-6
/-02-8/-01-X
Leiðb.verð: 290 kr. hver
bók.
SNUÐRA OG TUÐRA
LAGA TIL í
HERBERGINU SÍNU
Iðunn Steinsdóttir
Myndskr.: Anna Cynthia
Leplar
Vinsælu prakkarasysturn-
ar Snuðra og Tuðra þurfa
að gera það sem flestum
krökkum þykir hinn mesti
óþarfi, en það er að taka
til eftir sig. Hver nennir
því eiginlega?!
16 bls.
Salka
ISBN 9979-768-15-0
Leiðb.verð: 990 kr. Kilja
SPURNINGABÓKIN
2004
Fræðandi og skemmtileg.
Fjölskyldan sameinast á
síðkvöldi og svarar spurn-
ingum um allt á milli
himins og jarðar.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-40-4
Leiðb.verð: 990 kr.
Afi ullarsokkur
STELPAN í STÓRA
HÚSINU
Kristján Hreinsson
Myndir: Ágúst
Bjarnason
Fyrsta bókin um afa ullar-
sokk kom út fyrir jólin
2003 og hlaut strax mikl-
ar vinsældir. Hún fékk
slíkt lof meðal yngri les-
enda jafnt sem hinna
eldri, að höfundur átti
þann kost einan að skrifa
aðra bók um afa ullarsokk
og allt skemmtilega fólkið
í kringum hann. Hér held-
ur Baddi áfram að segja
18