Bókatíðindi - 01.12.2004, Síða 30
Þýddar barna- og unglingabækur
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1774-X
/-2-1773-1
Leiðb.verð: 790 kr. hvor
bók.
ELDFÆRIN
H. C. Andersen
Endurs.: Böðvar
Guðmundsson
Myndskr.: Þórarinn
Leifsson
PP Forlag minnist 200 ára
afmælis H.C. Andersens á
veglegan hátt með úgáfu á
5 af ævintýrum hans. En
þau eru auk Eldfæranna;
Litla stúlkan með eld-
spýturnar, Ljóti andarung-
inn, Nýju fötin keisarans
og Næturgalinn.
Böðvar Guðmundsson
rithöfundur endursegir
ævintýrin eins og honum
einum er lagið og mynd-
skreytingar Þórarins Leifs-
sonar eru hrein listaverk.
40 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-70-2
Leiðb.verð: 1.690 kr.
Tilb.verð til áramóta:
I. 190,-
M1
m
EMIL I KATTHOLTI
- allar sögurnar
Astrid Lindgren
Þýð.: Vilborg
Dagbjartsdóttir
Emil hét strákur sem átti
heima í Kattholti í Smá-
löndum. Hann var svo
dæmalaust fríður að hann
leit helst út fyrir að vera
algert englabarn. En eng-
inn skyldi ímynda sér það
því Emil gerði fleiri
skammarstrik en dagarnir
eru í árinu. En Emil gerði
líka margt gott og það má
segja honum til hróss að
hann gerði aldrei sama
skammarstrikið nema
einu sinni!
Hér eru allar sögurnar
um Emil saman komnar í
einni bók, Emil íKattholti,
Ný skammarstrik Emils í
Kattholti og Enn lifir Emil
í Kattholti.
409 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2499-6
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FERÐATASKA HONU
Karin Levine
Þýð.: Vilborg
Dagbjartsdóttir
Sönn saga um litla
tékkneska stúlku, fórnar-
lamb Helfararinnar, sem
gerist í þremur heimsálf-
um. Bókin hefur verið
þýdd á 31 tungumál og
fengið ótal viðurkenning-
ar auk þess hefur verið
gerð eftir henni bíómynd
og sjónvarpsþættir.
112 bls.
Salka
ISBN 9979-768-36-3
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Skoðum náttúruna
FÍLAR
Barbara Taylor
Þýð.: Björn Jónsson
Fílar eru risarnir sem
ráða ríkjum í Afríku og
Asíu. I þessari hrífandi
bók er brugðið ljósi á lík-
amsgerð og lífshætti þess-
ara gáfuðu og dularfullu
spendýra. Hér má lesa
um hin ýmsu not sem
fíllinn hefur af rananum,
um flóknar leiðir fíla til
samskipta innbyrðis, auk
þess sem lesandinn lærir
að þekkja afríkufíla frá
þeim asísku. Fjallað er
um helgisögur og þjóð-
sagnir af fílum frá ýmsum
stöðum og tímum. Bókin
er prýdd vönduðum
skýringarmyndum og
meira en 180 einstæðum
litljósmyndum.
64 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-529-8
Leiðb.verð: 2.380 kr.
FOLINN HENNAR
ÖNNU
Krista Ruepp
Myndir: Ulrike Heyne
Þýð.: Hjalti Jón
Sveinsson
Anna þarf í fyrsta sinn að
skilja við folann sinn,
hann Prins. Hún er dauð-
hrædd um hann af því að
hann þarf að fara langt
upp á heiði með hinum
unghrossunum á bænum
og vera þar allt sumarið.
Áhyggjur hennar eru ekki
ástæðulausar, því að
ýmislegt drífur á daga
Prins, en allt fer vel. Hug-
ljúf saga með gullfallegum
myndum.
32 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-568-9
Leiðb.verð: 1.780 kr.
FYRSTU ORÐIN MÍN
Þýð.: Þórir S.
Guðbergsson
Agga önd er stöðugt að
leita að nýjum orðum.
Hún sér alltaf eitthvað
nýtt bæði í garðinum, á
ströndinni, í dýragarðin-
um og sveitinni. Harð-
spjaldabók sem foreldrar
ættu að skoða með börn-
um sínum og hjálpa þeim
að læra ný orð.
Glitrandi og hrífandi
myndir á hverri síðu.
28