Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 39
Þýddar barna- og uiiglingabækur
LJÓNADRENGURINN:
EFTIRFÖRIN
Zizou Corder
Þýð.: Jón Hallur
Stefánsson
Spennandi framhald af
hinni einstöku bók um
ljónadrenginn Charlie
Ashanti sem vaknar við
það einn daginn að foreldr-
ar hans eru horfnir. Hann
slæst í för með farandsirk-
us til að hafa uppi á þeim
og berst leikurinn nú með-
al annars til Feneyja og
Norður-Afríku. Zizou Cor-
der er dulnefni einstæðrar
móður, Louisu Young og
11 ára dóttur hennar, Isa-
bel. Þær mæðgur hafa
fengið mikið lof fyrir bæk-
ur sínar um ljónadrenginn.
275 bls.
Bjartur
ISBN 9979774843
Leiðb.verð: 2.680 kr.
LJÓNIÐ, NORNIN OG
SKÁPURINN
C.S. Lewis
Þýð.: Kristín R.
Thorlacius
Bækur C.S.Lewis um
töfraheiminn Narníu eru
heimsfrægar og sívinsælar
og Fjölvaútgáfan hefur
nýverið fengið útgáfurétt-
inn á Islandi. Fyrsta bók-
in í Narníu-flokknum,
Ljónið, nornin og skápur-
inn kemur hér út í fagur-
lega myndskreyttri og
styttri útgáfu svo yngri
lesendurnir geti notið
þessa undursamlega
ævintýris.
44 bls.
Fjölvi
ISBN 9979-58-368-1
Leiðb.verð: 1.890 kr.
LJÓTI ANDARUNGINN
H. C. Andersen
Endurs.: Böðvar
Guðmundsson
Myndskr.: Þórarinn
Leifsson
PP Forlag minnist 200 ára
afmælis H.C. Andersens á
veglegan hátt með úgáfu á
5 af ævintýrum hans. En
þau eru auk Ljóta andar-
ungans; Litla stúlkan með
eldspýturnar, Eldfærin,
Nýju fötin keisarans og
Næturgalinn.
Böðvar Guðmundsson
rithöfundur endursegir
ævintýrin eins og honum
einum er lagið og mynd-
skreytingar Þórarins Leifs-
sonar eru hrein listaverk.
40 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-72-9
Leiðb.verð: 1.690 kr.
Tilb.verð til áramóta:
I. 190 kr.
LÓLA RÓS
Jaqueline Wilson
Þýð.: Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir
Þegar allt fer í háaloft á
heimilinu verða Jayni,
mamma hennar og litli
bróðir að pakka saman og
flýja um miðja nótt. Enda
þótt þau séu hrædd um að
ofbeldisfullur heimilisfað-
irinn komist á slóð þeirra
er flóttinn býsna ævin-
týralegur og spennandi -
svona fyrst í stað, en
hversdagurinn tekur brátt
á sig aðra og dekkri mynd.
Spennandi og kröftug saga
fyrir unglinga um lífið
eins og það getur raun-
verulega orðið.
256 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-775-61-0
Leiðb.verð: 2.880 kr.
LJÓNIÐ, NORNIN
OG SKÁPURINN
óÁaÁárf
LÁRUSAR blondal
LISTHÚSINU v/Engjateig • 105 Reykjavík » ‘Q Pví K*
Sími 552-5540 • netfang: bokabud@simnet.is (ý&L?
Mánudaga - Föstudaga
frá kl. 10 - 18 .
Lau^ardaga, LANGÓDÝRUST i
37