Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 54
íslensk skáldverk
39 ÞREP Á LEIÐ TIL
GLÖTUNAR
Eiríkur Guðmundsson
Vestfirðingur með skadd-
að hné ákveður að kveðja
fósturjörðina í blóma
vorsins og fljúga til Mex-
íkó. Hann er vart farinn að
venjast hitanum þegar
hann er fangelsaður fyrir
óljósar sakir. Er nema von
að lesandinn spyrji hvers
vegna manninum hafi
dottið í hug að snúa baki
við forsetahjónunum, rík-
isstjórninni, áramóta-
skaupinu, meira að segja
sinni heittelskuðu vin-
konu fyrir vestan? Snörp
og andrík bók frá útvarps-
manninum góðkunna,
Eiríki Guðmundssyni.
176 bls.
Bjartur
ISBN 997977472X
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
ALLT HOLD ER HEY
Þorgrímur Þráinsson
í janúar árið 1992 fékk
Þorgrímur Þráinsson rit-
höfundur símtal frá
ókunnugri konu sem vildi
segja honum sögu. Að-
dragandi sögunnar var
fremur stuttur en vakti
áhuga Þorgríms ekki síst
sökum þess að viðmæl-
andi hans var kunn af
skyggnihæfileikum sín-
um: „Mérbirtist reglulega
ung kona sem segist ekki
öðlast frið í sálinni fyrr en
einhver hefur sagt sögu
hennar. Hún dó fyrir rúm-
um 200 árum!“
Allt hold er hey er saga
þessarar löngu liðnu
íslensku konu.
Þorgrímur hefur klætt
sögu hennar holdi og
blóði á eftirminnilegan
hátt. Þegar hann hafði lok-
ið við fyrsta uppkast bók-
arinnar, kom unga konan
þeim skilaboðum til hans
að hún væri komin í fall-
egan kjól úr bláum
skýjum.
338 bls.
Andi ehf.
ISBN 9979-9607-1-X
Leiðb.verð: 4.490 kr.
Ást og a-ppeLsín.u.r
Þórdis Björnsdóttir
ÁST OG APPELSÍNUR
Þórdís Björnsdóttir
Mjög óvenjuleg bók!
Sensúal og súrrealísk, í
átta hlutum sem mynda
eina samhangandi heild.
80 bls.
Þórdís Björnsdóttir
ISBN 9979-60-962-1
Leiðb.verð: 1.800 kr.
Kilja
BARÓNINN
Þórarinn Eldjárn
Þegar franski baróninn
Charles Gauldrée Boilleau
steig á land í Reykjavík
vorið 1898, staðráðinn í
að setjast að á Islandi,
vakti það mikla athygli og
umtal í bænum. Aform
barónsins voru stórbrotin
og fyrr en varði hafði
hann keypt sér kostajörð í
Borgarfirði og hafið þar
búskap. Arfleifð hans er
meðal annars götunafn í
Reykjavík, Barónsstígur.
Hver var þessi maður og
hvað gekk honum til? Þór-
arinn Eldjárn hefur um
langt skeið rannsakað ævi
þessa dularfulla manns
sem hér hafði stutta við-
dvöl og setti mark sitt á
fábrotið samfélagið. Úr
þessum efniviði hefur
hann sett saman áhrifa-
mikla og margbrotna
heimildaskáldsögu um
baróninn á Hvítárvöllum,
stórættaðan heimsborgara
og hámenntaðan lista-
mann sem vonaðist til að
finna sjálfan sig í íslenskri
sveit, órafjarri umbrotum
heimsmenningarinnar.
310 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1799-5
Leiðb.verð: 4.690 kr.
BÁTUR MEÐ SEGLI
OG ALLT
Gerður Kristný
Gerður Kristný hlaut Bók-
menntaverðlaun Halldórs
52