Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 56
íslensk skáldverk
BRENNU-NJÁLSSAGA
Ritstj.: Sveinn Yngvi
Egilsson
Vönduð og nýstárleg
útgáfa af þessari sígildu
Islendingasögu. Bókinni
fylgir margmiðlunardisk-
ur en á honum er að finna
kvikmyndina Njálssögu,
sem frumsýnd var á síð-
asta ári, og sýnisútgáfu af
kennsluforritinu Vef Darr-
aðar, sem hefur að geyma
texta sögunnar ásamt
úrvali Njálumynda og
Njáluljóða.
352 bls.
Bjartur
ISBN 9979774355
Leiðb.verð: 1.980 kr.
Kilja
BÖRNIN í HÚMDÖLUM
Jökull Valsson
Það er farið að hausta og
börnin f Húmdölum -
risavaxinni, skeifulaga
íbúðarblokk í útjaðri
Reykjavíkur - hafa erfiðar
draumfarir. Mörg þeirra
eru sannfærð um að inni í
blokkinni hafi illar verur
hreiðrað um sig. Full-
orðna fólkið lætur sér fétt
um finnast og börnin eiga
ekki annarra kosta völ en
að snúa bökum saman og
horfast í augu við ógnina.
Frábær spennutryllir sem
sver sig í ætt við bækur
Stephens King.
312 bls.
Bjartur
ISBN 9979774932
Bertelsson
ðtrúicqrl «n lygll«q«stl skílaskapur.
DAUÐANS ÓVISSI TÍMI
Þráinn Bertelsson
Víkingur Gunnarsson,
yfirlögregluþjónn hjá
rannsóknardeild Lögregl-
unnar í Reykjavík þarf að
upplýsa hrottaleg morð,
bankarán og fleiri glæpi.
Blóði drifin slóð þessara
atburða liggur aftur til for-
tíðar þegar íslenskur
athafnamaður stofnaði
skipafélag sem fór á haus-
inn ... Hér fjallar höfund-
ur um alkunna atburði
sem öll þjóðin hefur velt
fyrir sér og talað um og
sýnir að íslenskur sam-
tími getur um margt verið
ótrúlegri en lygilegasti
skáldskapur. Dauðans
óvissi tími er margslungin
skáldsaga og æsispenn-
andi reyfari - sannkölluð
lestrarupplifun.
376 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-60-2
Leiðb.verð: 4.680 kr.
FÍFL DAGSINS
Þorsteinn
Guðmundsson
Þegar Siggi Tex, frægasti
Islendingur samtímans,
flytur inn í stigaganginn
hjá sögumanni með und-
urfagurri konu sinni tekur
líf hans hamskiptum.
Hann gerbreytist.
Fífl dagsins er fyndin,
sárgrætileg og algerlega
raunsæ saga um okkar
tíma hér og nú. Hún er
skemmti-harmsaga sem
kallast jafnt á við Kafka
sem Leiðarljós, Séð og
heyrt sem Being John
Malkovich.
Fífl dagsins er fyrsta
skáldsaga Þorsteins Guð-
mundssonar leikara og
skemmtikrafts.
239 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2566-6
Leiðb.verð: 4.290 kr.
FLÓTTINN
Sindri Freysson
Þegar Bretar hernámu
fsland vorið 1940 lagði
ungur Þjóðverji, Thomas
Lang, á flótta. En hver var
þessi maður og með hvaða
undraverða hætti tókst
honum að fara huldu
höfði í rúmt ár? Líf hans
var í stöðugum háska - og
oftast virtist skelfingin ein
blasa við. Sögusvið
Flóttans eru mestu
umbrotatímar í sögu
íslensku þjóðarinnar. Bók-
in er hlaðin litríkum per-
sónum og örlagaríkum
atburðum sem áttu sér
stað þegar stríðið og
nútíminn komu í óvænta
heimsókn. Þetta er önnur
skáldsaga Sindra og með
margra ára rannsóknum á
gögnum og heimildum
byggir hann hér í senn
æsispennandi og trúverð-
uga frásögn af fólki sem
lendir í þeirri hringiðu lífs-
ins sem það á síst von á.
358 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-52-1
Leiðb.verð: 4.480 kr.
54