Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 66
íslensk skáldverk
LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR
LYGASAGA
Linda Vilhjálmsdóttir
Lygasaga vakti mikla
athygli og aðdéun fyrir
sjaldgæfa skarpskyggni á
mannlegt eðli og þær
raddir heyrðust að sjaldan
hefði íslenskur höfundur
gengið jafn hlífðarlaust á
hólm við líf sitt. Með
húmor og einstakri stíl-
gáfu lýsir Linda tilverunni
þegar lífinu er lifað í ann-
arlegu hugarástandi.
„Afskaplega áhrifamikil
saga sem gengur nærri les-
andanum."
Þorgerður E. Sigurðar-
dóttir, Kastljós.
164 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2525-9
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
1 ö m u ð u
kennslukonurnar
GUÐDERGUR BERGSSON
LÖMUÐU
KENNSLUKONURNAR
Guðbergur Bergsson
Heim kominn frá námi í
útlöndum uppgötvar
sjálfur vonarneisti og
stolt móður sinnar að
hans bíður ekkert við sitt
hæfi á íslandi þar til
hann sem starfsmaður
heimilisþjónustunnar
endar við rúmstokkinn
hjá systrunum lömuðu,
Lóu og Jónu, og tekur að
segja þeim sögur. Aður en
hann veit af hafa þær
stöllur neytt hann út á
braut þaðan sem ekki er
aftur snúið. I þessari
meistaralegu og marg-
slungnu skáldsögu yrkir
Guðbergur Bergsson um
ofbeldi ímyndunarafls-
ins, vald hins ímyndun-
arlausa og nauðsyn hvers
manns til að ábyrgjast
hugsun sína og gerðir í
stað þess að beygja sig
undir vilja hins lamaða
lesanda.
216 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-58-0
Leiðb.verð: 4.280 kr.
MÁLSVÖRN OG
MINNINGAR
Matthías Johannessen
Málsvörn og minningar er
uppgjör Matthíasar
Johannessens skélds við
samtíma sinn. Matthías
var í áratugi í eldlínu þjóð-
félagsumræðunnar sem rit-
stjóri Morgunblaðsins. Nú
horfir hann á vígvöllinn úr
fjarlægð sem veitir honum
færi á að greina og túlka
það sem hann sér. Innlifun
og eldmóður einkenna stíl
Matthíasar sem fer geyst og
kemur víða við. Hér er
fjallað um skáldskap og
trú, mennsku og list,
stundlegan gróða og varan-
leg gildi, uppruna, rætur,
tungumál og fjölmiðla
nútímans. Ljóð og sendi-
bréf, samtöl og ádrepur,
allt fellur í sama farveg og
mótar áhrifaríka málsvörn
skáldsins sem hefur staðið
af sér hryðjur og storma og
hefur margs að minnast.
533 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1795-2
Leiðb.verð: 4.690 kr.
MARÍUMESSA
Ragnar Arnalds
Heimasæta í Skagafirði,
Þórdís í Sólheimum, verð-
ur fyrir dularfullri lífs-
reynslu sem dregur langan
slóða á eftir sér. Mál henn-
ar vefst inn í átök æðstu
ráðamanna landsins og
atvik sem virtust sakleysis-
leg í öndverðu ógna brátt
lífi hennar. Herluf Daa höf-
uðsmaður stendur fyrir
málsókninni gegn henni.
Yfirboðari hans, Kristján
konungur fjórði, kemur
þar einnig við sögu. En
frændur Þórdísar með
voldugustu menn landsins
LARUSAR BLÓNDAL
LISTHUSINU v/Engjateig • 105 Reykjavík » “O ^
Sími 552-5540 • netfang: bokabud@simnet.is
Mánudaga - Föstudaga
frá kl. 10 - 18
Laugardaga
frákl. 11 - 15
LANGODYRUST