Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 70
íslensk skáldverk
ruggar sér í óræðum tíma,
lýsir samskiptum sínum
við íslenska bændur og
erlenda geðlækna, brúðu-
leikhúsmenn, rithöfunda,
spekinga og geðsjúklinga.
Síðast en ekki síst greinir
hún frá samskiptum sín-
um við Gosa, torkennileg-
an brúðusvein sem lifir
með henni á mörkum
draums og vöku. Kostu-
legt sambland af heim-
spekiritgerð, sjálfsævi-
sögu og fimm strengja til-
raunaleikhúsi.
134 bls.
Bjartur
ISBN 9979774738
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
ÓÞEKKTA KONAN
Birgitta H.
Halldórsdóttir
Hér lætur lögreglukonan
unga, Anna Káradóttir, til
sín taka á nýjan leik, en
hún kom til sögunnar í
síðustu bók Birgittu, Tafli
fyrir fjóra. Öldruð kona
finnst látin í risíbúð á
Vesturgötunni í Reykja-
vík. Rétt í sama svip finnst
ung, erlend súludansmær
myrt í húsagarði í Grafar-
vogi. Fljótt koma í ljós
þræðir sem tengja þessar
gjörólíku konur saman og
við það hefst ótrúleg
atburðarás sem leiðir
Önnu á viðsjárverðar slóð-
ir. Sögulokin koma harð-
snúnustu spennusagna-
fíklum gersamlega á óvart.
192 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-566-2
Leiðb.verð: 3.980 kr.
RAUÐ MOLD
Úlfar Þormóðsson
Rauð mold er söguleg
skáldsaga, sjálfstætt fram-
hald af Hrapandi jörð sem
fjallar um Tyrkjaránið. I
Rauðri mold er lýst lífs-
baráttu Islendinganna í
Barbaríinu; persónurnar
heyja harða baráttu við
andsnúin yfirvöld, veita
lífi sínu í nýjan og ókunn-
an farveg og kljást við
ágenga heimþrá. Sam-
hliða meginfr ásögn bókar-
innar eru raktar ævintýra-
legar örlagasögur sem
fléttast listilega saman við
söguþráðinn og mynda
sterka heild sem er í senn
spennandi, fróðleg og
sveipuð suðrænni dulúð.
367 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1805-3
Leiðb.verð: 4.990 kr.
Saga af reynslu ungrar konu,
reynslu sem lesendur vildu
ógjarnan lenda í sjálfir.
Áhugaverð og tilfinningaþrungin
saga sem vert er að lesa.
. ;...
Árni Hjörleifsson