Bókatíðindi - 01.12.2004, Síða 72
íslensk skáldverk
RIGNING í NÓVEMBER
Auður Ólafsdóttir
Auður hlaut Bókmennta-
verðlaun Tómasar Guð-
mundssonar 2004 fyrir
þessa sögu. Ung kona
stendur á tímamótum og
fer í ferðalag um landið
með heyrnarskert barn.
Þar með hefst spennandi
leit að týndum þræði og
stefnumót við heim hand-
an orða. Matreiðslukver
fylgir.
226 bls.
Salka
ISBN 9979-768-31-2
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Kilja
SAKLEYSINGJARNIR
Ólafur Jóhann Ólafsson
Dagur Alfreð Huntingfield
fæddist á hurð á norðan-
verðu íslandi á fyrri hluta
20. aldar. Bernska hans er
viðburðarík, hann flyst út í
heim og í lífi hans vegast á
ljós og skuggar. Um leið og
óvenjuleg ævi og örlög
Dags Alfreðs eru í for-
grunni fléttast inn í líf
hans saga margbrotinna
einstaklinga - og þeirrar
aldar sem nú er að baki. I
þessari áhrifamiklu bók
hrífur Ólafur Jóhann Ólafs-
son lesandann með í
magnað ferðalag þar sem
sögusviðið er Island, Eng-
land, Indland og Bandarík-
in. Sakleysingjamir er stór-
brotin saga sem heldur les
anda rammlega föngnum
frá upphafi til enda, en
hún er jafnframt heillandi
frásögn um mannlegan
breyskleika, djúpa ein-
semd, ást, söknuð og mik-
il örlög.
555 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1797-9
Leiðb.verð: 4.690 kr.
SAMKVÆMISLEIKIR
Bragi Ólafsson
Prentneminn Friðbert hef-
ur boðið vinum sínum og
skyldmennum til veislu í
tilefni af þrítugsafmæli
sínu og undir morgun,
þegar hann hefur kvatt
síðustu gestina, kemur í
ljós að ókunnuglegt skó-
par er fyrir utan dyrnar.
Samkvæmisleikir er
óvenjuleg, ágeng og bráð-
skemmtileg saga sem
glímir við merkileg og
ómerkileg siðferðileg
álitamál. Þetta er þriðja
skáldsaga Braga en hinar
tvær, Hvíldardagar og
Gæludýrin, voru báðar til-
nefndar til Islensku bók-
menntaverðlaunanna.
320 bls.
Bjartur
ISBN 9979774959
Leiðb.verð: 4.250 kr.
SMÁGLÆPIR OG
MORÐ
Sögur úr
glæpasmásagnakeppni
Glæpafélagsins og
Grandrokks
Ýmsir höfundar
Hvað gerist þegar vamm-
lausan borgara fer að gruna
að hann hafi í lyfjavímu
misnotað meðvitundar-
lausa eiginkonu sína -
löngu áður en þau kynnt-
ust? Er hægt að finna eðli-
lega skýringu á því að
háöldruð kona finnst fros-
in í hel í frystigeymslu á
heimili sínu? I bókinni er
að finna úrval sagna úr
glæpasmásagnakeppni
Glæpafélagsins og Grand-
rokks sem sýna og sanna
að mikil gróska og fjöl-
breytni er ríkjandi í glæpa-
sagnasmíðum lands-
manna.
232 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1804-5
Leiðb.verð: 4.490 kr.
SMALADRENGURINN
Vigfús Björnsson
Þór er ungur drengur frá
Akureyri sem dvelur
sumarlangt í sveit í
Köldukinn snemma á síð-
ustu öld. Ævintýrin láta
ekki á sér standa, kynja-
verur og huldufólk verða
á vegi smaladrengsins.
Inn í söguna fléttast þjóð-
legur fróðleikur í bland
við æskuminningar höf-
undar. Hér er um rammís-
Ienskt efni að ræða og um
bókina liggja rætur
íslensku þjóðarinnar
langt aftur í aldir. Bókin
fjallar um ævintýraveröld
sem er að hverfa, upplif-
un sem ungmenni nútím-
ans munu aldrei standa
frammi fyrir.
128 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-05-2
Leiðb.verð: 3.900 kr.
SÓLIN SEST AÐ
MORGNI
Kristín Steinsdóttir
Verðlaunahöfundurinn
Kristín Steinsdóttir sýnir
á sér nýja hlið með bók
fyrir fullorðna. Hér segir
frá skapmikilli stúlku sem
vex upp í skjóli hárra
fjalla. Að henni standa
sterkar konur sem eru
haldreipi hennar og fyrir-
myndir í tilverunni. En
yfir leikjum og kátínu
bernskunnar hvílir skuggi
70