Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 76
íslensk skáldverk
I N D R I Ð 1 G.
PORSTC ! NSS'ON
Tímar í lffl þjóðar
Land og synlr • Norðan við strtð • 79 af stöðinni
bók með gagnlegum for-
mála Kristjáns B. Jónas-
sonar. Indriði brá í bókum
sínum upp röntgenmynd
af tilfinningaróti tveggja
kynslóða og skóp í leið-
inni sígildan skáldskap
um mannleg örlög.
358 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1766-9
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
Óskar Árni Óskarsson
Truflanir í Vetrarbrautinni
TRUFLANIR í
VETRARBRAUTINNI
Óskar Árni Óskarsson
Maður vaknar af vondum
draumi við að kona frá
Sálarrannsóknarfélaginu
vill komast upp í til hans.
Lágvær tónlist frá Nepal
berst út úr póstkassa
handan við götuna. Safn
smáprósa sem lýsa
ævintýralegum atburðum
úr hvunndagslífinu, at-
burðum þar sem náttúru-
lögmálin sjálf koma raun-
veruleikanum í opna
skjöldu. Óskar Árni hefur
skipað sér í hóp bestu
ljóðaskálda þjóðarinnar
og sýnir hér á sér nýjar og
skemmtilegar hliðar.
76 bls.
Bjartur
ISBN 9979774835
Leiðb.verð: 2.980 kr.
TVISVAR Á ÆVINNI
Ágúst Borgþór
Sverrisson
Tvisvar á ævinni er fimmta
smásagnasafn Ágústs
Borgþórs Sverrissonar sem
hefur skapað sér sérstöðu
meðal íslenskra nútíma-
höfunda með því að helga
sig smásagnaforminu.
Smásögur Ágústs Borgþórs
hafa unnið til ýmissa verð-
launa. Óhætt er að segja að
Tvisvar á ævinni sé um
margt fjölbreyttari, marg-
slungnari og metnaðar-
íyllri en fyrri bækur höf-
undar. Meðal viðfangsefna
er bernskan sem fyrr,
hjónabandið, æskuástir,
framhjáhald, atvinnuleysi
og ýmislegt fleira.
127 bls.
Skrudda
ISBN 9979-772-36-0
Leiðb.verð: 3.490 kr.
UPPSPUNI
Ritstj.: Rúnar Helgi
Vignisson
Safn nýrra og nýlegra
smásagna eftir íslenska
höfunda. Sögurnar eru
fjölbreyttar að efni og gerð
en eiga sameiginnlegt að
varpa ljósi á vegferð ein-
staklinga í íslensku samfé-
lagi á okkar dögum. Bók-
in er með eftirmála eftir
Rúnar Helga Vignisson en
hann hefur einnig unnið
vandaðar kennsluleið-
beiningar með sögunum.
160 bls.
Bjartur
ISBN 9979774797
Leiðb.verð: 2.480 kr.
Kilja
VÉLAR TÍMANS
Pétur Gunnarsson
í byrjun 15. aldar hefur
Svartidauði kvistað niður
landslýðinn svo innan við
helmingur lifir eftir af
þjóðinni. Unglingspiltur-
inn Natan er einn eftir af
munkum Þykkvabæjar-
klausturs. í rás sögunnar
slæst Natan í fræga för
með Birni Jórsalafara til
Jerúsalem. Samtímis er
ferðast um hugarheim
fólksins í gegnum bók-
menntir tímabilsins. Jafn-
framt er, eins og í fyrri
bókum bálksins, dvalið
við nútímann og hann
skoðaður í aldarspegli
hins liðna, og öfugt. Þriðja
bókin í hinum frumlega
og metnaðarfulla sagna-
bálki Péturs, sem hann
kallar Skáldsögu íslands.
Fyrri bækurnar, Myndin
af heiminum og Leiðin til
Rómar, voru báðar til-
nefndar til íslensku bók-
menntaverðlaunanna.
272 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2557-7
Leiðb.verð: 4.490 kr.
ÞAR SEM RÆTURNAR
LIGGJA
Rúnar Kristjánsson frá
Skagaströnd
Smásagnasafn um lífið á
landsbyggðinni þar sem
rætur flestra íslendinga
liggja-
144 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-27-X
Leiðb.verð: 1.900 kr.
Kilja
74