Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 86
Þýdd skáldverk
Bjartur
ISBN 9979774592
Leiðb.verð: 1.980 kr.
Kilja
FJÁRHÆTTU-
SPILARINN
Fjodor Dostojevskí
Þýð.: Ingibjörg
Haraldsdóttir
Ungur kennari, Alexei
Ivanovitsj, er heltekinn af
spennu spilavítisins þar
sem menn sveiflast milli
stórgróða og taps, og eng-
inn er annars bróðir í
þeim leik.
Fjárhættuspilarinn er
einhver frægasta og magn-
aðasta lýsing á áþján
spilafíknarinnar sem til
er, enda öðrum þræði
sjálfsævisögulegt verk, þar
sem Dostojevskí var sjálf-
ur forfallinn spilafíkill um
árabil. Saga er borin uppi
af meistaralegum lýsing-
um á innri togstreitu og
hégómagirnd persónanna
og hér takast á spaug og
alvara.
Ingibjörg Haraldsdóttir
þýddi og ritar formála um
höfund og verk hans.
158 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2542-9
Leiðb.verð: 4.290 kr.
FREYJA
Sagan um Valhöll
Johanne Hildebrandt
Þýð.: Guðrún
Bjarkadóttir
Við erum stödd á bronsöld.
Æsirnir, sem komu til
landsins úr austri, brenna
og ræna bæi. Freyja fer á
fund óvinanna til að reyna
að semja um frið. Allt
breytist hins vegar þegar
hún hittir höfðingjasoninn
Þór, því að aldrei hefur ást-
in verið eins forboðin.
Sagan er æsispennandi,
full af heitum ástríðum og
myrkum göldrum. Höf-
undur notar fornar goð-
sagnir um átök ása og
vana til að skapa heim
þess fólks sem síðar varð
að goðum hins forna
átrúnaðar forfeðra okkar,
Freyju, Óðni, Þór, Loka og
öðrum íbúum Valhallar.
352 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-573-5
Leiðb.verð: 3.980 kr.
Furðulegt
háttaiag hunds
um nótt
FURÐULEGT
HÁTTALAG HUNDS
UM NÓTT
Mark Haddon
Þýð.: Kristín R.
Thorlacius
Kristófer Boone er fimmt-
án ára einhverfur drengur.
Hann er góður í stærð-
fræði og aðdáandi Sher-
lock Holmes en á erfitt
með að skilja annað fólk.
Þegar hann rekst á hund
nágrannans rekinn í gegn
með garðkvísl ákveður
hann að finna morðingja
hans.
Furðulegt háttalag
hunds um nótt er einstök
skáldsaga, fyndin og hug-
ljúf í senn, sem lætur eng-
an ósnortinn. Bókin hlaut
hin virtu Whitbread bók-
menntaverðlaun og hefur
orðið metsölubók víða um
heim.
270 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2541-0
Leiðb.verð: 4.490 kr.
FYRIRMÆLI
Leena Lander
Þýð.: Sigurður Karlsson
Fyrirmæli er finnsk skáld-
saga eftir Leena Lander,
en hún er einn virtasti og
vinsælasti rithöfundur
Finna í dag. Á íslandi
kom út ein fyrri bóka
hennar, Heimili dökku
fiðrildanna, og leiksýning
byggð á því verki var flutt
í Borgarleikhúsinu árið
1995.
Sagan gerist í finnsku
borgarastyrjöldinni 1918
en þrátt fyrir sögusviðið
getur þessi saga gerst hvar
sem er, hvenær sem er,
þar sem karlar, konur og
börn verða fórnarlömb
styrjalda og haturs, og
menn fylkja sér undir fána
mismunandi hugmynda-
fræði og trúarbragða.
336 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-64-8
Leiðb.verð: 3.990 kr.
Tilb.verð til áramóta:
2.990 kr.
84