Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 90
Þýdd skáldverk
í HLÝJUM SKUGGA
Lotta Thell
Þýð.: María
Sigurðardóttir
Ung sænsk kona segir hér
frá baráttu sinni við eitur-
lyf. Þetta er saga um fíkn,
ást, vináttu og lífshættu-
legan feluleik. Bókin hef-
ur vakið gríðarlega athygli
og verið gerð kvikmynd
eftir henni.
251 bls.
Salka
ISBN 9979-768-27-4
Leiðb.verð: 2.490 kr.
Kilja
Imagö
- drcngurinn í mýrinni
IMAGO
- drengurinn í mýrinni
Eva-Marie Liffner
Þýð.: Sigrún Ástríður
Eiríksdóttir
Imago - drengurínn í
mýrínni er önnur skáld-
saga sænska höfundarins
Eva-Marie Liffner (f.
1957), en fyrsta bók henn-
ar, Camera, hlaut fjölda
verðlauna. Liffner tekst
meistaralega vel að flétta
saman sögum þriggja tíma
- úr verður í senn spenn-
andi glæpasaga og ljóðræn
skáldsaga.
Sigrún Astríður Eiríks-
dóttir hefur þýtt hókina
einstaklega fallega.
312 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-61-3
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Tilb.verð til áramóta:
2.490 kr. Kilja
KVENSPÆJARASTOFA
NÚMER EITT
Alexander McCall
Smith
Þýð.: Helga Soffía
Einarsdóttir
Precious Ramotswe er
slyngasti kvenspæjarinn í
Botsvana. Hún er hyggin
og úrræðagóð og með
góðri hjálp vinar síns hr.
J.L.B. Matekoni ásamt
traustri handbók um spæj-
arastörf, mikilli mann-
þekkingu og ærnu brjóst-
viti leysir hún fjölbreyti-
legustu mál.
Þetta er fyrsta bókin í
hinum vinsæla flokki um
Kvenspæjarastofu númer
eitt sem hlotið hefur ein-
róma lof gagnrýnenda og
lesenda um allan heim,
enda hafa bækurnar að
geyma sjaldgæfa blöndu
af spennu, gamansemi og
mannúð.
233 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2517-8
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
LÁVARÐUR DEYR
Agatha Christie
Þýð.: Ragnar Jónasson
Lafði Edgware, fræg leik-
kona, leitar til Hercule
Poirots og kveðst þurfa að
losna við eiginmann sinn.
Poirot fer á fund lávarðar-
ins til að biðja hann um
skilnað fyrir hönd lafð-
innar. Lávarðurinn finnst
síðan myrtur á heimili
sínu og grunur fellur á eig-
inkonu hans. Málið virð-
ist þó flóknara þegar bet-
ur er að gáð og Herule Poi-
rot þarf að komast að hinu
sanna áður en morðinginn
lætur aftur til skarar
skríða. Endalokin eru
óvænt, eins og búast má
við af Agöthu Christie.
224 bls.
Skjaldborg
ISBN 9979-57-569-7
Leiðb.verð: 3.480 kr.
I’KROOA ÍN'.H ISI
Líflœknirinri
LÍFLÆKNIRINN
Per Olov Enquist
Þýð.: Halla
Kjartansdóttir
J.F. Struensee, líflæknir
Kristjáns 7. Danakonungs,
náði trúnaði hins galna
konungs, ástum drottn-
ingar og á tímabili öllum
völdum í ríkinu. Spenn-
andi og heillandi söguleg
skáldsaga um ástir og
afbrýði, þar sem raun-
verulegar persónur úr sög-
unni eru gæddar lífi og til-
finningum.
Líflæknirinn hefur sóp-
að að sér verðlaunum og
farið sigurför um heim-
inn.
„Líflæknirinn er meist-
aralega skrifuð söguleg
skáldsaga."
Jón Yngvi Jóhannsson,
DV.
314 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2477-5
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
88