Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 94
Þýdd skáldverk
MYNDSKREYTT
BIBLÍA
fyrir börn og fullorðna
Murray Watts
Myndskr.: Helen Cann
Þýð.: Hreinn
Hákonarson
Er erfitt að byrja að lesa
Biblíuna? Hefur þig lengi
langað til þess en ekki
komið þér að verki? Lestu
þá þessa bók.
Hér eru sögur Biblíunn-
ar endursagðar á skýran
og einfaldan hátt sem
hentar bæði börnum og
fullorðnum. Fjöldi mynda
prýðir frásögnina og glæð-
ir hana kraftmiklu lífi.
352 bls.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-765-74-7
Leiðb.verð: 2.780 kr.
NÁÐIN
Linn Ullman
Þýð.: Solveig Brynja
Grétarsdóttir
Johan Sletten veikist
alvarlega og gerir þá
óvenjulegt samkomulag
við konu sína: þegar hann
geti ekki lengur lifað með
reisn og verði henni og
öðrum þyrði, eigi hún að
aðstoða hann við ákveð-
inn verknað. Þegar sú
stund nálgast efast hann
hins vegar um hvort þetta
sé í raun einlægur vilji
hans. Fyrr en varir eru
hjónin komin handan við
áður þekkt mörk í sam-
bandi sfnu.
LINN ULLMANN
Náðin er ljúfsér og hríf-
andi ástarsaga um þá erf-
iðu list að lifa allt til dauð-
ans, og það að fela líf sitt
í hendur annarra.
Linn Ullmann er í hópi
þekktustu og vinsælustu
höfunda Noregs. Fyrr hef-
ur komið út eftir hana á
íslensku skáldsagan Aður
en þú sofnar.
150 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2574-7
Leiðb.verð: 1.599 kr.
Kilja
J&t-
™ A
NAFNABÓKIN
Amélie Nothomb
Þýð.: Guðrún
Vilmundardóttir
Þegar Lucette varð ólétt
var hún ákveðin í að barn-
ið hennar fengi nafn sem
hæfði stórkostlegri framtíð
þess. Faðirinn hafði aðrar
hugmyndir um nafngjöf-
ina. Það varð þeirra beggja
bani. Stúlka fæddist og
fékk nafnið Plectrude og
var komið í fóstur hjá móð-
ursystur sinni. Og hennar
beið sannarlega glæst
framtíð sem tindilfætt
dansmær. En það er eng-
inn dans á rósum að vera
framúrskarandi ballerína.
Amélie Nothomb er einn
vinsælasti samtímahöf-
undur Frakklands.
104 bls.
Bjartur
ISBN 9979774630
Leiðb.verð: 1.980 kr.
Kilja
HÓMER
ÓDYSSEIFSKVIÐA
ÓDYSSEIFSKVIÐA
HÓMERS
Þýð.: Sveinbjörn
Egilsson
Ritstj.: Svavar Hrafn
Svarsson
Odysseifskviða fjallar um
heimför og hrakningar
kappans Odysseifs um
ævintýralegar slóðir Mið-
jarðarhafsins og alla leið í
dauðaheim Hadesar. Hún
lýsir guðlegum galdrakerl-
ingum og íðilfögrum
prinsessum, framhjáhaldi
guða og trygglyndi hunda,
skrímslum og vofum, bar-
áttu hetja og skúrka sem
að lokum hljóta makleg
málagjöld.
Verkinu fylgja nafna-
skrár og skýringar, auk
korts sem sýnir hrakning-
ar Odysseifs um Miðjarð-
arhafið.
314 bls.
Bjartur
ISBN 9979774754
Leiðb.verð: 1.880 kr.
Kilja
ERIC-EMMANUEl SCHMITT
Óskar og bleikklædda konon
4?
ÓSKAR OG
BLEIKKLÆDDA
KONAN
Eric-Emmanuel Schmitt
Þýð.: Guðrún
Vilmundardóttir
Oskar litli hefst við á spít-
ala en finnur að hann
veldur Diisseldorf lækni
vonbrigðum á stofugang-
inum é morgnana. Lækn-
irinn horfir þá þegjandi á
drenginn, eins og hann
hafi gert eitthvað af sér.
Reyndar horfa allir á hæð-
inni þannig á Oskar
núorðið, allir nema
Amma bleika. Og það er
einmitt hún sem ráðleggur
Oskari að skrifa Guði bréf.
Önnur bókin í þríleik eft-
ir Eric-Emmanuel Schmitt
um hlutverk trúar-
bragðanna í mannlegu
samfélagi.
120 bls.
Bjartur
ISBN 9979774673
Leiðb.verð: 1.480 kr.
Kilja
92