Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 112
Fræði og bækur almenns efnis
Splæs
Dynskálum 22
850 Hella
S. 487-7770 • F 487-7771
1000 ÁSTÆÐUR
ÁSTAR MINNAR
Rebecca Hall
Þýð.: Ingunn
Ásdísardóttir
Litríkt safn 1000 hugrenn-
inga, spakmæla og tilvitn-
ana um hinn rauða þráð í
lífinu, sannkallaður óður
til ástarinnar.
Gjöf sem gaman er að
gefa.
456 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-22-X
Leiðb.verð: 1.190 kr.
1000 ÁSTÆÐUR
HAMINGU OG GLEÐI
David Baird
Þýð.: Ingunn
Ásdísardóttir
Þetta litríka safn 1000
hugrenninga, spakmæla
og tilvitnana er sannkall-
aður gleðigjafi og lofsöng-
ur til hamingjunnar.
Gjöf sem gaman er að
gefa.
463 bls.
JPV útgáfa
ISBN 9979-781-23-8
Leiðb.verð: 1.190 kr.
101 DAGUR I BAGDAD
Ásne Seierstad
Þýð.: Erna G. Árnadóttir
Ásne var í Bagdad þegar
fyrstu sprengjurnar féllu á
borgina og þar til yfir lauk
var hún í hringiðu atburða
og flutti fréttir af vett-
vangi. Hér lýsir hún því
sem á daga hennar dreif,
og dregur upp ógleyman-
legar myndir sem segja
mikla sögu af lífi venju-
legs fólks við hrikalegar
aðstæður. Áhrifamikil bók
um helsta deilumál sam-
tímans sem vakið hefur
heimsathygli.
„Frábærlega vel heppn-
uð frásögn."
Jón Ólafsson, Mbl.
„Holl lesning fyrir
hugsandi fólk.“ - Páll B.
Baldvinsson, DV.
303 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2526-7
Leiðb.verð: 1.799 kr.
Kilja
(,ÍSU H/ARTARSON
Hundraí) og ein
N Y VESTFIRSK
ÞJÓÐSAGA
101 NÝ VESTFIRSK
ÞJÓÐSAGA 7. BÓK
Gísli Hjartarson
Græskulaus gamansemi
um Vestfirðinga sem allir
hafa gott af að lesa. Sögu-
sviðið er allt hið gamla
Vestfjarðakjördæmi.
112 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-35-0
Leiðb.verð: 1.900 kr.
Á LEIÐ TIL
UPPLÝSINGAR
Saga Bókavarðafélags
íslands, aðildarfélaga
þess og Félags
bókasafnsfræðinga
Friðrik G. Olgeirsson
Rakin er saga Bókavarða-
félags Islands, aðildarfé-
laga þess og Félags bóka-
safnsfræðinga. Sagt er frá
kennslu í bókasafns- og
upplýsingafræði við HI,
kaflar eru um Þjónustu-
miðstöð bókasafna,
Kvennasögusafn Islands,
ýmsa samstarfshópa bóka-
varða, Samstarfsnefnd um
upplýsingamál og NORD-
INFO. í árslok 1999 voru
áðurnefnd félög lögð nið-
ur og stofnað nýtt félag,
Upplýsing - Félag bóka-
safns- og upplýsinga-
fræða. Sagt er frá mótun-
arárum þess. Bókina
prýðir fjöldi mynda.
317 bls.
Upplýsing -
Félag bókasafns- og
upplýsingafræða
ISBN 9979-60-936-2
Leiðb.verð: 7.500 kr.
AF OKKUR
Ritstj.: Viðar
Þorsteinsson
Afokkur er önnur í röð sk.
Afbóka Nýhils, og fjallar
um hnattvæðinguna, bæði
110