Bókatíðindi - 01.12.2004, Síða 113
Fræði og bækur almenns efnis
alþjóðlega og í samhengi
við íslenska þjóðernis-
sjálfsmynd. Tekist er á við
efnið á fjölbreytilegan
hátt; í pistlum, fræðileg-
um greinum, ljóðum og í
myndrænni framsetningu.
144 bls.
Nýhil
ISBN 9979-9581-7-0
Leiðb.verð: 1.500 kr.
Kilja
ALLTAF í BOLTANUM
-gullmolar úr
knattspyrnuheiminum
Guðjón Ingi Eiríksson
Óborganleg ummæli og
tilsvör leikmanna, þjálfara
og knattspyrnulýsenda
gera þessa bók að gersemi.
Menn eins og Cantona,
Bill Shankly og Guðjón
Guðmundsson fá hárin til
að rísa. Og Georg Best
bætir um betur og eru þá
fáir taldir sem láta ljós sitt
skína í þessari ómissandi
bók öllum knattspyrnu-
unnendum.
80 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-47-1
Leiðb.verð: 1.980 kr.
ALMANAK HÁSKÓLA
ÍSLANDS 2005
169.árgangur
Þorsteinn Sæmundsson
Auk dagatals flytur al-
manakið margvíslegar
upplýsingar, svo sem um
sjávarföll og gang himin-
tungla. Lýst er helstu fyr-
irbærum á himni, sem frá
Islandi sjást. I almanakinu
eru stjörnukort, kort sem
sýnir áttavitastefnur á
Islandi og kort sem sýnir
tímabelti heimsins. Þar er
að finna yfirlit um hnetti
himingeimsins, mæliein-
ingar, veðurfar, stærð og
mannfjölda allra sjálf-
stæðra ríkja og tímann í
höfuðborgum þeirra. I
þetta sinn er sérstaklega
íjallað um miðtíma Green-
wich og samræmdan
heimstíma, endurtekning-
ar í göngu reikistjarna, og
reglur um ritun talna og
tímasetninga. Loks eru í
almanakinu upplýsingar
um helstu merkisdaga
fjögur ár fram í tímann.
96 bls.
Háskólaútgáfan
Leiðb.verð: 1.055 kr.
Kilja
ALMENN JARÐFRÆÐI
Jóhann ísak Pétursson
Jón Gauti Jónsson
Islandi má líkja við stóra
rannsóknarstöð á sviði
jarðvísinda því óvíða í
veröldinni gefur að líta
aðra eins fjölbreytni í eld-
virkni á jafnlitlu svæði og
hér á landi. Tíðir jarðeld-
ar í nálægð jökla valda því
að barátta elds og íss er
hvergi greinilegri. Bókin
fjallar um þessi átök inn-
rænna og útrænna nátt-
úruafla sem takast á um
uppbyggingu og niðurrif
landsins. Þótt bókin sé
samin sem kennslubók í
almennri jarðfræði nýtist
hún ekki síður þeim sem
hafa áhuga á að lesa í
landið sjálft og átta sig á
því hvernig ýmis fyrir-
bæri í náttúrunni hafa
orðið til, því svið hennar
er fyrst og fremst Island. I
síðasta kafla bókarinnar
er t.d. farið í ferð umhverf-
is landið og saga þessarar
uppbyggingar og niðurrifs
skoðuð og útskýrð nánar.
Bókin er prýdd fjölda ljós-
mynda og teikninga.
274 bls.
IÐNÚ
ISBN 9979-67-145-9
Leiðb.verð: 5.645 kr.
BQKABÚÐ
JONASAR SÍ
Hafnarstræti 108, 600 Akureyri
S. 462 2685 • bok.jonasar@simnet.is
ALÞÝÐUMENNING
Á ÍSLANDI 1830-1930
RITAÐ MÁI, MENNTUN OC EÉLACSHREVFINGAR
ALÞÝÐUMENNING Á
ÍSLANDI 1830-1930
Ritstj.: Ingi Sigurðsson
og Loftur Guttormsson
Hér er leitast við að varpa
ljósi félagslegrar menning-
arsögu á þróun íslensks
þjóðfélags til nútímalegra
hátta. í brennidepli er rit-
væðing samfélagsins sam-
fara bættri alþýðumennt-
un og eflingu félagshreyf-
inga. Stóraukin útgáfa
bóka, tímarita og blaða á
síðari hluta tímabilsins
bar með sér strauma nýrra
hugmynda sem breyttu á
róttækan hátt viðhorfum
fólks til lífsins og til-
verunnar. Margvísleg rök
eru leidd að því að síðasti
fjórðungur 19. aldar hafi
markað glögg skil í þróun
íslensks þjóðfélags og
menningar.
Bókin hefur að geyma
tíu ritgerðir eftir sjö fræði-
menn sem flestir eru sagn-
fræðingar, auk inngangs-
ritgerðar og niðurlagskafla
eftir ritstjórana.
351 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-579-8
/-54-584-4
Leiðb.verð: 4.490 kr. ib.
Leiðb.verð: 3.790 kr. kilja
111