Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 123
Fræði og bækur almenns efnis
FRJÁLSIR ANDAR
Ótímabærar
hugleiðingar um
sannleika, siðferði og
trú
Róbert H. Haraldsson
Getur mannskepnan losn-
að úr viðjum siðmenning-
ar og haldið aftur til nátt-
úrunnar? Er mögulegt að
endurreisa mikillæti í
anda Aristótelesar í sam-
tímanum? Getur heim-
spekileg orðræða verið
endanleg? Hvert er hlut-
verk trúar á tímum vís-
inda og veraldarhyggju? í
bókinni Frjálsir andar leit-
ast höfundurinn við að
svara þessum spurning-
um með rannsókn á vægi
sígildrar heimspeki í sam-
tímanum. Auk kafla um
William James, Henry
David Thoreau og Aristó-
teles geymir bókin kafla
um Henrik Ibsen, Stephan
G. Stephansson og Hall-
dór Kiljan Laxness.
220 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-617-4
Leiðb.verð: 3.290 kr.
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
FRÆÐARINN I
Klemens frá Alexandríu
Þýð./inng.: Clarence E.
Glad
Fræðarinn er annað ritið
eftir Klemens frá Alex-
andríu í röð Lærdómsrita.
Áður hefur Hjálpræði
efnamanns birst. Fræðar-
inn er að mörgu leyti
grundvallarrit í ritsafni
Klemensar. I bókinni ræð-
ir hann m.a. almennt um
leiðsögn fræðarans eða
kennarans og nauðsyn
hennar, ásamt eiginleik-
um fræðarans og leið-
sagnar hans. Jafnframt
ræðir Klemens ýmsar
ályktanir í ljósi megintil-
gátu sinnar um að Kristur
sé fræðari mannanna og
að „við“ séum litlu börn-
in í augum Guðs.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-157-7
Leiðb.verð: 2.990 kr.
FYRSTU SKREFIN -
HANDBÓK UM MANN-
RÉTTINDAFRÆÐSLU
Þýð.: Erlendur
Lárusson
Þessi handbók nálgast
viðfangsefni sitt á
hagnýtan frekar en fræði-
legan hátt. Handbókin er
tæki sem ætlað er kennur-
um, leiðbeinendum og
öðrum sem vinna með
ungu fólki og vilja kynna
mannréttindi í kennslu-
og fræðslustarfi sínu.
198 bls.
íslandsdeild Amnesty
International
ISBN 9979-9598-0-0
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Kilja
GALDRAKVER
varnarráð gegn illum
öflum þessa heims og
annars
Umsj.: Ögmundur
Helgason
íslensk galdrahandrit á
skinni má næstum telja á
fingrum annarrar handar. I
því handriti - frá 17. öld -
sem hér um ræðir er að
finna margs konar varnar-
ráð. Eru það ýmsir galdra-
stafir í anda þjóðtúrarinn-
ar, sem og blóðstemmu-
vers, að viðbættum himn-
abréfum og fleiri hjálpar-
ráðum. Þar er m.a. blandað
saman latínu og grísku og
jafnvel hebresku úr kabb-
ala-dulfræðum miðalda.
Kverið sjálft er ljós-
prentað og fylgir því staf-
rétt útgáfa og texti á
nútíma stafsetningu, auk
þýðinga á dönsku, ensku
og þýsku.
Hluti upplagsins er
tölusettur.
Landsbókasafn Islands -
Háskólabókasafn
ISBN 9979-800-40-2
Leiðb.verð: 9.900 kr.
GLEÐI GUÐS SEM
LÆKNAR
SEKTARKENND,
KVÍÐA, EINSEMD OG
REIÐI OG GEFUR
FYRIRGEFNINGU,
FRELSI, FRIÐ OG
FEMÍNISMA.
Auður Eir
Vilhjálmsdóttir
Bókin fjallar um lífs-
gleðina sem við sköpum
með Guði. Við skulum
ekki setjast að í vanlíðan
okkar heldur rísa upp og
ganga út úr henni. Við
skulum taka á móti fyrir-
gefningu Guðs og fýrirgefa
sjálfum okkur, nota
kristna trú okkar, njóta
þess við höfum og breyta
því sem við viljum og get-
um. Við skulum lifa í
gleði Guðs.
Kvennakirkjan
ISBN 9979-9158-2-X
Pokahornið
Strandgölu 36 • 460 TáknaJjörður
• S. 456 2505 • gestrun@snerpa.is
121