Bókatíðindi - 01.12.2004, Qupperneq 140
Fræði og bækur almenns efnis
LÍFEFNAFRÆÐI
2.útg.
Sigþór Pétursson
Hér er lífefnafræði tekin
fyrir með lífrænni efna-
fræði og almennri efna-
fræði á aðgengilegan máta
og lesandanum gefst kost-
ur á að lesa um þessa til-
tölulega framandi fræði-
grein á íslensku. Það fer
ekki á milli mála að það er
erfitt að tileinka sér jöfn-
um höndum framandi
tungumál og ný hugtök.
Bókin nýtist þess vegna
vel með erlendum
kennslubókum.
294 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-834-37-4
Leiðb.verð: 3.900 kr.
Kilja
LÍFSLEIKNI
Diane Tillman
Diana Hsu
Þýð.: Erla Björk
Steinarsdóttir
Margir trúa því að Iausn á
margvíslegum vandamál-
um í nútíma samfélagi
felist meðal annars í auk-
inni áherslu á að fræða
fólk um lífsgildin. Lífs-
leikni, námsefni í lífsgild-
um var samið til að mæta
þessari þörf.
Lífsleikni er kennslu-
bók í lífsgildum fyrir börn
á aldrinum 3-7 ára.
235 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-76-1
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Kilja
Sigmund Freud
iICTIR
OG LISTAMENN
Ritgerðir
Sálfræðirit
LISTIR OG
LISTAMENN
Sigmund Freud
Þýð.: Sigurjón
Björnsson
Hér eru sex ritgerðir sem
allar fjalla á einn eða ann-
an hátt um listamenn,
listaverk og viðhorf til
lista. Alkunnugt er hversu
mikil áhrif Freud hafði á
listir tuttugustu aldar,
ekki síst í bókmenntum
bæði listiðkun og listrýni.
I þessu bindi er flest það
sem Freud skrifaði um
þetta efni fyrir utan það
sem finna má á víð og
dreif í ritum hans. Rit-
gerðirnar, sem hér birtast,
voru samdar á árunum
1908-19. Lengsta og
þekktasta ritgerðin fjallar
um Leónardó da Vinci og
hefur margt verið um
hana ritað bæði með og á
móti. Sérstæð er einnig
rannsókn Freuds á hinni
frægu höggmynd Miche-
langelós af Móse.
251 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-151-8
LITLA BÓKIN UM
STRESS
Samant.: Helen Exley
Er nýaldar rólegheitin og
kyrrðin að trylla þig? Jæja,
Litla bókin um stress er
fullkomið mótefni. Hún
er full af einföldum,
praktfskum aðferðum til
að hækka blóðþrýsting,
auka spennu og brjálast
algjörlega!
64 bls.
Steinegg ehf.
ISBN 9979-9638-3-2
Leiðb.verð: 950 kr.
Þorsteinn Antonsson
Ljósberar og
lögmálsbrjótar
LJÓSBERAR OG
LÖGMÁLSBRJÓTAR
Þorsteinn Antonsson
I bókinni eru þættir af 10
mönnum úr þjóðarsög-
unni sem á fæstra færi var
að tjónka við, en bjuggu
allir yfir mögnuðum sagn-
aranda. Sumir urðu þjóð-
kunnir menn, aðrir lifðu
alla ævi á jaðri mannlífs
og menningar, á mörkum
vits og vitfirringar. Enginn
þessara manna lét sam-
ferðarmenn sína ósnortna.
Suma eiskar þjóðin, aðra
hefur hún elskað að hata.
156 bls.
Pjaxi ehf.
ISBN 9979-783-06-0
Leiðb.verð: 3.900 kr.
LÆRUM AÐ NEMA
Árangursríkar
námsaðferðir
Ásta Kristrún
Ragnarsdóttir
Nútímafólk þarf sífellt að
bæta við þekkingu sína; í
skóla, í fjarnámi, á nám-
skeiðum, með sjálfs-
námi... Lærum að nema
er heilsteypt námskerfi
sem fjallar um þá þætti
sem ráða úrslitum um
árangur í námi. Kynnt er
lestrarlíkan, markvisst
ferli við lestur sem eykur
skilning og festir í minni
og lögð áhersla á skilvirka
glósugerð, tímastjórnun
og próftöku. Streita og
kvíði eru tekin föstum
tökum.
Bókinni fylgir marg-
miðlunarefni á edda.is/
nema og veflykill sem
veitir aðgang að Nema-
Net.is í eina önn.
131 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2545-3
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Kilja
138