Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 152
Fræði og bækur almenns efnis
krafan um að virða sjúk-
linginn sem manneskju.
379 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-572-0
/-54-575-5
Leiðb.verð: 4.490 kr. ib.
Leiðb.verð: 3.790 kr. kilja
SJÁLFRÆÐI
&c ALDRAÐIR
Asiriftuf Sufámdóllir og Vilhjilmur ArnMon
SJÁLFRÆÐI OG
ALDRAÐIR
í Ijósi íslenskra
aðstæðna
Ástríður Stefánsdóttir
Vilhjálmur Árnason
Flest teljum við sjálfsagt
að ráða því hvernig heim-
ili okkar lítur út, hvernig
við erum klædd eða hve-
nær við förum í bað. En
þegar fólk þarf að flytja á
öldrunarstofnanir getur
þrengt mjög að þessum
hversdagslegu valkostum.
Markmið höfunda er að
kanna hvernig þessu er
háttað hérlendis.
I bókinni eru birtar nið-
urstöður spurningakönn-
unar sem gerð var á fimm
íslenskum öldrunarstofn-
unum. I könnuninni er
reynt að varpa ljósi á
hversu mikil áhrif íbúarn-
ir hafa á sitt daglega líf og
umhverfi.
Rit þetta veitir nýja
innsýn í veruleika ísl-
enskra öldrunarheimila og
vekur brýnar spurningar
um það hvernig við getum
best stuðlað að virðingu
þeirra sem eiga þar heima.
196 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-569-0
Leiðb.verð: 2.800 kr.
Kilja
SJÚKDÓMSVÆÐING
RkMjðrw
Olafur P4M Jóntson og AndrM ó«lc JónidOttir
SJÚKDÓMSVÆÐING
Ritstj.: Ólafur Páll
Jónsson og Andrea
Ósk Jónsdóttir
Þrátt fyrir óumdeildar
framfarir læknavís-
indanna kann vöxtur heil-
brigðiskerfisins að valda
skaða í sumum tilvikum.
Lækningar geta haft
óbeinar aukaverkanir sem
birtist á allt öðrum svið-
um en þeim sem lækning-
arnar beinist að. Þetta er
inntak hugmyndarinnar
um sjúkdómsvæðingu
sem hár er fjallað um.
Hugmyndin er sú að
lækningar geti valdið tjóni
sem bitnar á öðrum en
þeim sem lækningarnar
beinast að og að þetta tjón
sé óháð og eðlisólíkt því
gagni sem sjúklingar hafa
af lækningunum.
80 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-598-4
Leiðb.verð: 1.990 kr.
Sálfræðirit
SJÚKRASÖGUR
Sigmund Freud
Þýð.: Sigurjón
Björnsson
Hér birtast tvær sjúkrasög-
ur Freuds, sem jafnan
ganga undir nöfnunum
„Dóra“ og „Ulfamaður-
inn“. Um „Dóru“-söguna
hefur gríðarmikið verið
skrifað og er þeirri
umræðu enn ekki lokið.
Það er því ekki að ástæðu-
lausu að hún skuli birt nú
í íslenskum búningi, þó
að hún sé rúmlega aldar-
gömul. „Ulfamaðurinn" er
hálfum öðrum áratug
yngri. Þar er einnig fjallað
um efni sem nútímafólk
sýnir verulegan áhuga,
þ.e. samkynhneigð.
284 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-153-4
UlfXd, MlUlhl,
Torfi H. Tulinius
SKÁLDIÐ í
S K R I F T I N N I
Snorri Sturluson og Eqil' wii/u
SKÁLDIÐ í SKRIFTINNI
- SNORRISTURLUSON
OG EGILS SAGA
Torfi H. Tulinius
Hvers vegna var Egils saga
samin og hvaða þýðingu
hafði hún í huga lesenda á
13. öld? Hver er Egill og
hvernig endurspeglar
lýsingin á honum atburði
í lífi Snorra Sturlusonar,
líklegs höfundar sögunn-
ar? Hér glímir Torfi H.
Tulinius við þessar og
fleiri hliðstæðar spurning-
ar og leggur fram óvænta
lausn á þeirri ráðgátu sem
Egils saga er. Hugvitssam-
leg rannsókn á byggingu
Egils sögu og innihaldi,
sem helgast af nýjum
skilningi á eðli íslenskrar
menningar á Sturlunga-
öld og tengslum hennar
við evrópska miðalda-
menningu leiðir höfund-
inn inn á nýjar brautir, en
hann er prófesor í frönsku
og miðaldabókmenntum
við Háskóla Islands og
hefur sent frá sér fjölmarg-
ar ritsmíðar um fornsög-
urnar. Þessi fyrsta bók
hans um efnið á íslensku
hefur ekki aðeins þýðingu
íyrir skilning okkar á Egils
sögu heldur íslendinga-
sögum sem bókmennta-
grein.
Skáldið í skriftinni er í
ritröðinni Islensk menn-
ing sem Reykjavíkur-Aka-
demían og Hið íslenska
bókmenntafélag standa að.
150