Bókatíðindi - 01.12.2004, Qupperneq 157
Fræði og bækur almenns efnis
um dauðann og annað líf
frá Því um 1900 og út öld-
ina og áhrifum spíritism-
ans á trúarskoðanir þjóð-
arinnar. Bókin bregður
birtu á vistaskiptin og á
erindi til huggunar öllum
þeim, sem syrgja látinn
ástvin.
215 hls.
Arnesútgáfan
ISBN 9979-60-987-7
Leiðb.verð: 3.680 kr.
Peter Brook
Tóma rýmið
TÓMA RÝMIÐ
Peter Brook
Þýð.: Silja Björk
Huldudóttir
Frægasta bók breska leik-
stjórans Peter Brook hefur
haft ótvíræð áhrif á vest-
rænan leikhúsheim. Allt
frá því hann leikstýrði
fyrstu uppfærslu sinni
fyrir rúmum sextfu árum
hefur hann verið óþreyt-
andi í leitinni að sérkenn-
um leikhússins. Brook
skrifar af einstakri þekk-
ingu um reynslu sína á
leikhúsinu, sýn sína á
æfingaferlið og tengslin
við áhorfendur.
178 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-9608-0-9
Leiðb.verð: 2.990 kr.
Kilja
TOPOGRAPHIES OF
GLOBALIZATION
Politics, Culture,
Language
Ritstj.: Valur
Ingimundarson,
Kristín Loftsdóttir og
Irma Erlingsdóttir
I þessari bók er fjallað um
hugtakið og fyrirbærið
hnattvæðingu út frá marg-
víslegum sjónarhornum,
m.a. stjórnmálum, menn-
ingu, kynjamun og tungu-
málum.
Greinarnar í bókinni
eru eftir íslenska og
erlenda höfunda, en þær
eru að hluta til byggðar á
erindum sem flutt voru á
alþjóðlegri ráðstefnu um
hnattvæðingu við Háskóla
Islands.
Hnattvæðing hefur, rétt
eins og þjóðernishyggja og
nútímavæðing, verið
umdeilt fyrirbæri og haft
víðtæk þjóðfélagsleg áhrif.
Bókin á erindi við alla
sem hafa áhuga á þeim
fjölþættu málefnum sem
tengjast hnattvæðingu.
320 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-578-X
Leiðb.verð: 3.690 kr.
Kilja
Sálfræðirit
TÓTEM OG TABÚ -
MÓSE OG
EINGYÐISTRÚIN
Sigmund Freud
Sigmund Frcud
TÓTEM OG TABÚ
og
MÓSE OG EINGYÐISTRÚIN
Þýð.: Sigurjón
Björnsson
Hér birtast saman tvö rit,
Tótem og tabú, fyrst útg.
1912-13, og Móse og ein-
gyðistrúin, sem kom út
undir árslok 1938, þegar
Freud var háaldraður orð-
inn og átti skammt eftir
ólifað. Bæði fjalla ritin um
trúmál. Fyrra ritið er rann-
sókn á fyrstu upptökum
trúarbragða, en hið síðara
er um Gyðingdóm og
Móse sem höfund hans.
Rit þessi hafa vissulega
skipt miklu máli í trú-
málaumræðu tuttugustu
aldar og gera það raunar
enn. Allir sem um trúmál
rita af einhverri dýpt
þurfa því að þekkja þessi
rit og geta tekið afstöðu til
þeirra skoðana, sem þar
eru settar fram.
370 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-66-152-6
UM AUÐUNARSTOFU
Ritstj.: Þorsteinn
Gunnarsson
í bókinni er sagt frá Auð-
unarstofu, húsi sem
norski biskupinn Auðun
rauði Þorbergsson lét reisa
á Hólum í Hjaltadal um
1317 og stóð í hartnær 500
ár, að það var rifið 1810.
Gerð er grein fyrir endur-
smíð hússins, sem unnin
var á vegum Hólanefndar
2000-2001 í samvinnu
við Norðmenn, sagt frá
heimildum, hönnun,
handverki og fram-
kvæmdum. Bókin er ríku-
lega myndskreytt; birtar
eru teikningar að húsinu,
gömul kort af Hólastað og
skýringarmyndir, sem lúta
að smíðinni, að ógleymd-
um ljósmyndum af Auð-
unarstofu. Hér er hinu
forna handverki við bygg-
ingu stokka- og stafverks-
húsa gerð góð skil ásamt
lýsingu á verkfærum og
verklagi. Bókin er kjörin
eign handverksmanna og
smiða.
248 bls.
Hið ísl. bókmenntafélag
ISBN 9979-9058-1-6
Leiðb.verð: 3.000 kr.
Kilja
Lærdómsrit
Bókmenntafélagsins
UM LÖG
Tómas af Aquino
Þýð.: Þórður Kristinsson
Inng.: Garðar Gíslason
Tómas af Aquino var einn
mesti hugsuður kirkjunn-
ar á miðöldum og jafn-
framt einn merkasti heim-
spekingur vesturlanda
fyrr og síðar. I ritinu, sem
enn í dag er grundvallarrit
bæði í lögfræði og heim-
speki, er fjallað um eðli
laga, m.a. hvort lögum sé
ætíð skipað til almanna-
155