Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 160
Fræði og bækur almenns efnis
ÚR RITVERKUM
BJÖRNS
SIGFÚSSONAR
HÁSKÓLA-
BÓKAVARÐAR l&ll
Björn Sigfússon
Björn Sigfússon (1905-
1991) stundaði ritstörf í
yfir 60 ár, og hér eru end-
urútgefnar fræðigreinar
hans um íslenzkar forn-
bókmenntir og sögu auk
nokkurs úrvals tækifæris-
greina eftir hann um
margvísleg málefni; rita-
skrá höfundar fylgir og er
á sjötta hundrað greina.
Ævi Björns er einnig rak-
in í ýtarlegu máli og ættir
og efnið mjög mynd-
skreytt. Björn Sigfússon
varð þekktur þegar á
námsárum sínum fyrir
námsafrek og sem
útvarpsmaður um íslenzkt
mál, en meginstarf hans
varð bókavarzla (háskóla-
bókavörður 1945 - 1974).
o
FÉLAG ÍSLENSK.RA
BÓKAÚTGEFENDA
Björn þótti sérkennilegur í
máli og fasi og snemma
spunnust um hann sögur,
sem lifa.
Ritverk Björns eru gefin
út í tveimur bindum, sem
bæði eru komin út.
900 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-564-X
Leiðb.verð: 6.700 kr.
hvort bindi.
ÚTKALL
Týr er að sökkva
Óttar Sveinsson
I átökunum um útfærslu
fiskveiðilögsögunnar í
200 mílur var Týr að gera
sig kláran að klippa vörpu
togarans Carlisle þegar
herskipið Falmouth,
sigldi á hann á fullri ferð,
lagði hann á hliðina og
nærri sökkti honum. I
þessari mögnuðu bók lýsa
áhafnir skipanna þriggja
því í fyrsta skipti hvað
nákvæmlega gerðist þegar
við lá að Bretar bönuðu 21
íslendingi.
208 bls.
Útkall ehf.
Dreifing; Stöng ehf.
ISBN 9979-9569-6-8
Leiðb.verð: 4.490 kr.
VEGAMÓT - SPORIN
TÓLF OG BIBLÍAN
Dennis Morreim
Myndskr.: Jónína
Elísabet Þorsteinsdóttir
Hentar öllum þeim sem
taka þátt í tólf spora starfi
AA samtakanna og í hóp-
um þar sem unnið er út
frá tólf sporunum, t.d.
Sporin tólf - andlegt
ferðalag. Sú rannsóknar-
vinna sem kemur fram í
bókinni er byggð á rúm-
lega fimmtíu hljóðrituð-
um viðtölum sem voru
tekin við AA-félaga í bata,
einnig ýmsa ráðgjafa og
presta. Bókin byggist á
persónulegri reynslu höf-
undar við að brúa bilið
milli þess sem kennt er í
tólf spora prógrammi AA-
samtakanna og þess sem
er kennt í kristinni kirkju.
Skálholtsútgáfan
ISBN 9979-765-86-0
Leiðb.verð: 2.690 kr.
VEIÐISÖGUR
Sigurður Bogi
Sævarsson
Gunnar Bender
Að draga fisk að landi er
líka spurning um að fanga
góða veiðisögu. Og bestar
verða sögurnar af þeim
fiskum sem bitu á agnið
en sluppu, þeir fiskar
stækka og stækka í hvert
sinn sem sagan af þeim er
höfð yfir. Sú frásagnar-
gleði sem fylgt hefur
Islendingum um aldir lif-
ir enn góðu lífi og rætur
hennar eru sterkar meðal
veiðimanna. Það sést vel í
þessari bók.
160 bls.
Veiðiútgáfan
ISBN 9979-9692-0-2
Leiðb.verð: 3.480 kr.
DALIÍ CARNlíGlli
Vinsældir
og áhrif
Áhrifarikasta bók
sinnar tegundarfri upphafi
- bók sem leiðir þig
til árangurs.
Meiraen Ib milliónir eintaka teld.
VINSÆLDIR OG ÁHRIF
Dale Carnegie
Þýð.: Þóra Sigríður
Ingólfsdóttir
Ahyggjur snerta líf okkar
allra og koma niður á
vinnunni, fjármálunum,
fjölskyldulífinu og sam-
böndum. I þessari marg-
umtöluðu og heimsfrægu
bók eru gagnlegar leið-
beiningar um hvernig
hægt er að breyta ósigri í
sigur, greina og leysa
vandamál, láta gagnrýni
ekki hafa áhrif á sig og
margt, margt fleira. Dale
Carnegie sýnir lesendum
hvernig þúsundir manna
158