Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 164
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
AÐALGEIRSBÓK
Aðalgeir Kristjánsson
áttræður 30. maí 2004
Hér er að finna margar af
merkustu greinum Aðal-
geirs Kristjánssonar er
varða sögu Islands,
íslenskar bókmenntir og
íslendinga á Hafnarslóð.
Aðalgeirsbók er gullnáma
öllum er unna íslenskri
sögu.
280 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-36-6
Leiðb.verð: 5.700 kr.
BYGGÐASAGA
SKAGAFJARÐAR III
Ritstj.: Hjalti Pálsson
Þessi bók er um Lýtings-
staðahrepp sem alls telur
105 býli og með henni
lýkur umfjöllun um
Skagafjörð vestan Héraðs-
vatna. I texta og mynd-
máli er fjallað um hverja
einustu jörð sem í ábúð
hefur verið einhvern tím-
KiUtjúrí
Hjalti l’álsson frá Hofi
ann á árabilinu 1781-
2004. Gefin er lýsing á
jörðinni, getið bygginga
og birt tafla yfir fólk og
áhöfn á tímabilinu 1703-
2000, yfirlit um eignar-
hald á síðari tímum og
talsverð söguleg umfjöll-
un allt frá því jörðin kem-
ur fyrst við heimildir. Lýst
er öllum fornbýlum og
seljum sem tengjast ein-
stökum jörðum og gefið
upp GPS-stöðuhnit þeirra.
Þá er ítarlegur kafli um
týnda þjóðveldisaldar-
byggð í Vesturdal. Abú-
endatal fylgir hverri jörð
frá 1781-2004 og drjúgur
hluti bókar er áhugavert
innskotsefni sem tengist
jörðunum: þjóðsögur, vís-
ur eða frásagnir af fólki og
atburðum. Rík áhersla er
lögð á myndefni, megin-
hluti þess í litum. Lit-
mynd er af hverjum bæ
eins og hann lítur út um
þessar mundir, myndir af
núverandi ábúendum,
auk gamalla og nýrra
mynda er sýna atvinnu-
hætti, örnefni eða gamlar
byggingar, svo sem gömlu
torfbæina. Bókin er 528
bls. með rúmlega 600
myndum, kortum og
teikningum.
528 bls.
Sögufélag Skagfirðinga
ISBN 9979-861-13-4
Leiðb.verð: 14.900 kr.
DÝRALÆKNATAL
BÚFJÁRSJÚKDÓMAR
OG SA(iA
ðí
Dýralæknafélag fslands
DÝRALÆKNATAL,
BÚFJÁRSJÚKDÓMAR
OG SAGA
Ritstj.: Brynjólfur
Sandholt
Ritn.: Gísli Jónsson og
Helgi Sigurðsson
I bókinni er rakinn ævifer-
ill tæplega 150 íslenskra
dýralækna frá árinu 1833
en þá lauk fyrsti íslenski
dýralæknirinn prófi í
dýralækningum frá Dýra-
læknaháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Saga Dýra-
læknafélags Islands er
rakin en félagið varð 70
ára sl. sumar.
Þá er að finna 25 yfir-
litsgreinar um dýrasjúk-
dóma hér á landi þar sem
fjallað er um áhrif þeirra á
búfé og gæludýr og bar-
áttu og útrýmingu illvígra
búfjársjúkdóma sem bár-
ust til landsins á síðustu
öld.
Fjöldi mynda er í bók-
inni.
423 bls.
Dýralæknafélag íslands
ISBN 9979-60-954-0
Leiðb.verð: 7.900 kr.
EITT STYKKI HÓLMUR
Bragi Straumfjörð
Jósepsson
Þetta er fræðilegt rit með
léttum undirtóni og fjallar
um mannlífið í Stykkis-
hólmi á fyrri hluta 20. ald-
ar. Aðferðafræðin er sótt í
smiðju mannfræðinnar,
þar sem ítarlega og á
skipulegan hátt er fjallað
um mannlífið í litlu
byggðarlagi á stuttu og
afmörkuðu tímabili. En
bókin er einnig hugsuð
sem lesefni þar sem sagn-
fræði og ættfræði eru á
baksviðinu og höfundur
beinir sjónum sínum á
óþvingaðan og stundum
gáskafullan hátt að mann-
lífinu, að sjálfum sér, að
fólkinu og húsunum sem
það býr í. Ekkert er und-
anþegið, jafnvel hin lág-
reistustu útihús öðlast til-
verurétt, jafnvel sál, og
nafnið Lárus Kristinn
Jónsson verður Kiddi lu
og Finnur Karl Jónsson
verður Kalli purk sem all-
ir þekkja og Hjálmrós
NASAHsfjÍÍÍ\iír
Hafnarstræti 108, 600 Akureyri
S. 462 2685 ■ bok.jonasar@simnet.is
162