Bókatíðindi - 01.12.2004, Side 166
Saga, ættfræði og héraðslýsingar
ISLAND HOWELLS
1896-1901
/ "i
HOWELL’S ICELAND
ÍSLAND HOWELLS -
HOWELL’S ICELAND
Frank Ponzi
I þessari merku bók, bæði
á íslensku og ensku, er að
finna í máli og myndum
nýjar heimildir og mikinn
fróðleik um íslenska
menningarsögu og þjóðlíf
á horfinni tíð. Ljósmynd-
ir sem Howell tók á gler-
plötur á ferðum sínum um
landið, bæði á eigin veg-
um og sem leiðsögumaður
erlendra manna í píla-
grímsför á söguslóðir eru
einstakur myndarfur frá
síðasta tug 19. aldar.
Hér er á ferðinni nýtt
verk eftir listsagnfræðing-
inn Frank Ponzi, sem vel
er þekktur af vönduðum,
fyrri ritum sínum.
214 bls.
Brennholtsútgáfan
ISBN 9979-60-975-3
JÖKLA HIN NÝJA II
UNDIR BLÁUM SÓLARSALI
OmBH EllMt'NOMtSON
JÖKLA HIN NÝJA II -
UNDIR BLÁUM
SÓLARSALI - SÍÐARA
BINDI
Úr sögu
Breiðuvíkurhrepps og
Neshrepps utan Ennis
Ólafur Elímundarson
Þessi bók er síðasti hluti
heimildaverks höfundar
um þessi byggðalög. Hér
er fjallað um mannlífið
almennt í hreppunum
tveimur og byggir á
fjöldamörgum heimild-
um, líkt og í fyrra bindi
um sama efni, mikill fróð-
leikur saman dreginn um
líf íslenskrar alþýðu í
fátækt og bjargarskorti öld
fram af öld við aðstæður
sem nútímamönnum er
því nær um megn að
skilja. I þessu seinna
bindi er lögð sérstök
éhersla á sögu byggðarlag-
anna á 19. og fyrri hluta
20. aldar. Hún er prýdd
fjölda ljósmynda og teikn-
inga frá fyrri tíð, lands-
lagsmynda og manna-
mynda.
380 bls.
Háskólaútgáfan
ISBN 9979-54-613-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
LANDNÁMSÖLDIN
Minnisverð tíðindi
874-1000
Óskar Guðmundsson
Ritröðin um Aldirnar
skipar verðugan sess hjá
þjóðinni og með Land-
námsöldinni lýkur sagna-
ritun sem hófst um miðja
síðustu öld. Hér eru sagð-
ar sögur af fólkinu sem
nam landið og þjóðinni
sem varð til. Við sögu
koma konungar og þrælar,
ambáttir og befðarmeyjar,
víkingar og trúboðar.
Glímt er við grundvallar-
spurningar: Hvaðan kom-
um við í raun og hver
erum við? Kastljósi er
beint að trúardeiglunni,
sambúð heiðni og kristni.
Hin litríka söguöld vakn-
ar öll í meðförum Óskars
Guðmundssonar og oft á
tíðum er nálgun hans
nýstárleg.
Bókin er litprentuð og
ríkulega búin myndum.
220 bls.
Iðunn
ISBN 9979-1-0458-9
Leiðb.verð: 5.880 kr.
MANNLÍF OG SAGA
FYRIR VESTAN
14. HEFTI
Ritstj.: Hallgrímur
Sveinsson
I þessari ritröð er fjallað
um vestfirskt mannlíf í
blíðu og stríðu, gamni og
alvöru. Margir böfundar,
þekktir og óþekktir eiga
hér greinar. Fjölbreyttar
ljósmyndir.
80 bls.
Vestfirska forlagið
ISBN 9979-778-25-3
Leiðb.verð: 1.700 kr.
Bókabúðin HAMRABORG
Hamraborg 5 • 200 Kópavogur • Sími 554 0877
164