Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 186
Handbækur
101 HOLLRÁÐ
Andleg uppbygging til
að grennast í eitt
skipri fyrir öll
Victoria Moran
Þýð.: Anna María
Hilmarsdóttir
Fegraðu líf þitt og Láttu
ljós þitt skína eru met-
sölubækur. Þriðja bókin
eftir sama höfund bendir á
leiðir til að komast í betra
form með því að styrkja
hugann og hlúa að and-
legu hliðinni.
250 bls.
Salka
ISBN 9979-768-14-2
Leiðb.verð: 3.480 kr.
ALMANAK HINS
ÍSLENSKA
ÞJÓÐVINAFÉLAGS
Heimir Þorleifsson
Þorsteinn Sæmundsson
Efni: 1. Almanak Háskól-
ans um árið 2005. Þor-
steinn Sæmundsson
reiknaði og bjó til prent-
unar. Hér er að finna daga-
tal með upplýsingum um
sjávarföll, gang himin-
tungla, messur kirkjuárs-
ins og margt fleira.
2. Árbók íslands 2003
eftir Heimi Þorleifsson.
Um er að ræða yfirlit um
árferði, atvinnuvegi,
íþróttir, stjórnmál, verk-
legar framkvæmdir og
margt fleira. Itarlega er
fjallað um alþingiskosn-
ingarnar 2003 með mynd-
um af kosningaáróðri
flokkanna. Fjöldi annarra
mynda er í ritinu.
Hið ísl. Þjóðvinafélag
Dreifing: Sögufélag
ISSN 1670-2247
Leiðb.verð: 1.450 kr.
liinst'ik Iv.indbók
lyrir vcrðand! forcldra
Barn
verður til
1 .cmv.irt Nilsson I ,;irs 1 !amhcrm-r
BARN VERÐUR TIL
Lennart Nilsson
Lars Hamberger
Undrið gerist í líkama
konunnar - sáðfruma
finnur eggfrumu og nýtt
líf kviknar. Barn verður til
lýsir stórkostlegu ferli, allt
frá getnaðinum til töfra-
stundarinnar þegar barnið
fæðist. Bókin sameinar
það að vera sjónrænt
ævintýri og glögg hand-
bók sem veitir verðandi
foreldrum ráð og leiðbein-
ingar um meðgöngu og
fæðingu.
240 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1782-0
Leiðb.verð: 4.990 kr.
BETRA
BAK
Uiéir tU *é ttyrlja hakU •*
Imaa tii tytml •* trrlti
BETRA BAK
Jenny Sutcljffe
Þýð.: Ævar Örn
Jósepsson
I bókinni er í máli og
myndum gerð grein fyrir
ýmsum leiðum sem miða
að því að draga úr
verkjum og óþægindum í
baki, svo og aðferðum til
að fyrirbyggja að vandinn
skjóti upp kollinum á ný.
Fjallað um ólíkar gerðir
bakverkja, hvað veldur
þeim og hvernig bregðast
skuli við þeim og haga
daglegum störfum.
112 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1777-4
Leiðb.verð: 2.990 kr.
BETRI LÍÐAN -
BETRA GOLF
Hörður Þorgilsson
Lykillinn að góðum
árangri í golfi er að líða
vel, finna til yfirvegunar,
einbeitingar og sjálfsör-
yggis. Betri líðan - Betra
golf er hugarþjálfun þar
sem kylfingi er m.a. kennt
að ná stjórn á spennu,
nota sjónmyndir og hafa
margs konar jákvæð áhrif
á líðan sína. Þjálfunin er
margreynd og aðgengileg
og fær bestu meðmæli
okkar fremstu kylfinga.
Hörður Þorgilsson
ISBN 9979-60-993-1
Leiðb.verð: 6.300 kr.
Benedikt Jóhannsson
RÖRN OG
SKILNAÐLR
BÖRN OG SKILNAÐUR
Benedikt Jóhannsson
Skilnaður veldur ávallt
miklu umróti í lífi þeirra
184