Bókatíðindi - 01.12.2004, Blaðsíða 190
Handbækur
GENFAR-
SAMNINGARNIR
Genfarsamningarnir eru
hornsteinn alþjóðlegra
mannúðarlaga. Tilgangur
þeirra er að vernda sak-
laus fórnarlömb stríðs og
koma böndum á annars
óheftan stríðsrekstur þjóð-
anna. Allt hugsandi fólk
verður að kynna sér Gen-
farsamningana.
310 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 9979-776-37-4
Leiðb.verð: 5.700 kr.
GENGIÐ UM
ÓBYGGÐIR
Hjndbök <yrir útiviiuifölk
GENGIÐ UM
ÓBYGGÐIR
Handbók fyrir
útivistarfólk
Jón Gauti Jónsson
Gengið um óbyggðir er
aðgengileg og vönduð
handbók með mikilvæg-
um og hagnýtum fróðleik
fyrir þá sem ætla að leggja
land undir fót og ferðast
um hálendið, jafnt þá sem
litla eða enga reynslu hafa
og þá sem vanari eru. I
bókinni er að finna upp-
lýsingar í máli og mynd-
um um flest það sem hafa
þarf í huga áður en haldið
er af stað og fjallað um
ýmislegt sem nauðsynlegt
er að kunna skil á í ferð-
um fjarri mannabyggðum.
198 bls.
Almenna bókafélagið
ISBN 9979-2-1755-3
Leiðb.verð: 4.490 kr.
PÁU. ASGEIR ASGEIRSSON
HALENDISHANDBÓKIN
ÖKUUIÖIR. OÖNOUUIÖM 00 ArKNOAtUOHt A KAiCNth lUANOÖ
HÁLENDISHANDBÓKIN
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Með bókinni fylgir geisla-
diskur þar sem sjá má 80
myndskeið þar sem bíll
sést fara yfir vað á ám.
Þessi diskur er vetrarsport
jeppamannsins. I bókinni
eru hundruð ljósmynda,
kort og lýsingar á helstu
leiðum á hálendinu.
Hálendishandbókin kom
áður út árið 2001 en er nú
endurskrifuð og bætt inn
fjölda mynda eftir Pál
Stefánsson. Má segja að
um nýja bók sé að ræða.
Fjölmargar nýjar leiðir má
finna í bókinni og ferskar
upplýsingar um allt sem
þar kemur fram.
274 bls.
Utgáfufélagið Heimur hf.
Leiðb.verð: 4.980 kr.
Kilja
H R E Y S T I
H A M I N G J A
H U G A R R Ó
BBMii i w—
GUDJÓN BERGMANN
HREYSTI, HAMINGJA
OG HUGARRÓ
Guðjón Bergmann
Oll viljum við öðlast
hreysti, hamingju og hug-
arró. Guðjón Bergmann
kynnir fjölbreyttar leiðir
til að ná stjórn á eigin lífi
og vekur þig til umhugsun-
ar um hvað skiptir mestu
máli. Guðjón Bergmann
starfar sem jógakennari,
rithöfundur og fyrirlesari.
Bókin er að stórum hluta
byggð á fyrirlestraröð sem
hann hefur haldið við góð-
ar undirtektir undanfarin
ár. Hvort sem þú ert að
leita að skýrri stefnu, lík-
amlegu jafnvægi, tilfinn-
ingalegri vellíðan, bættum
samskiptum við samferð-
armenn, aukinni orku og
einbeitingu, slökun eða
lífsgleði er bókin leiðarvís-
ir fýrir þig.
144 bls.
Hanuman ehf.
Dreifing:
Dreifingarmiðstöðin
ISBN 9979-9547-1-X
Leiðb.verð: 2.690 kr.
Kilja
HREYSTIN KEMUR
INNAN FRÁ
Maria Costantino
Þýð.: Þorvaldur
Kristinsson
Hér eru einfaldar, upp-
byggjandi leiðbeiningar
um hvernig hreinsa má
óæskileg efni úr líkaman-
um, hirða betur um húð
og hár, og rækta hraustari
og grennri líkama og
jákvæðara hugarfar.
260 bls.
Salka
ISBN 9979-768-16-9
Leiðb.verð: 3.490 kr.
Kilja
Alhliða Ieiðbeiningor fyrir hundaeigendur
. •
HELEN DIGBY
HUNDAHANDBÓKIN
Helen Digby
Þýð.: Jóhanna G.
Harðardóttir og
Fríða Björnsdóttir
Hundahandbókin fjallar
um þroska og atferli
hundsins. I bókinni er að
finna leiðbeiningar um
val á hundategundum,
fóðrun, snyrtingu, með-
höndlun, þjálfun og
hreinlæti, auk þess sem í
henni er að finna fróðleik
um sjúkdóma og slysa-
varnir og umönnun veikra
og slasaðra hunda.
256 bls.
ESE - Útgáfa & frétta-
þjónusta sf.
ISBN 9979-9667-1-8
Leiðb.verð: 3.480 kr.
188