Bókatíðindi - 01.12.2004, Page 200
Matur og drykkur
COOL CUISINE
Nanna Rögnvaldardóttir
I Cool Cuisine öðlast hefð-
bundnir íslenskir réttir
nýtt líf. Blanda af gamalli
matreiðslu og nýrri, ásamt
úrvals hráefni myndar
safn girnilegra uppskrifta
sem sýnir íslenska mat-
reiðslu í sinni bestu
mynd. I bókinni er meðal
annars sýnt hvernig elda á
lunda, hreindýr, ferskan
fisk, íslenska brauðsúpu
að ógleymdu hinu rómaða
íslenska fjallalambi. Frá-
bær kynning á því besta
sem ísland hefur að bjóða
vinum og kunningjum
erlendis.
144 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1767-7
Leiðb.verð: 2.490 kr.
COOL DISHES
Nanna Rögnvaldardóttir
íslensk matreiðsla eins og
hún gerist best. Gömlu
góðu réttirnir sem allir
kannast við frá barnæsku
sinni. Allt frá plokkfiski
yfir í hangikjöt. Ríkulega
myndskreytt og einfaldar
leiðbeiningar sem auðvelt
er að framfylgja. Frábær
gjöf til vina og vanda-
manna erlendis.
72 bls.
Vaka-Helgafell
ISBN 9979-2-1768-5
Leiðb.verð: 990 kr.
FISKVEISLA
FISKIHATARANS
Gunnar Helgi
Kristinsson
Gunnar Helgi er yfirlýstur
fiskihatari, telur fisk
vondan í eðli sínu, en
fellst þó á nauðsyn þess
að snæða fisk reglulega. I
því skyni að finna upp-
skriftir að góðum máltíð-
um — eða að minnsta kosti
athyglisverðum - leitar
hann víða fanga, frá mið-
öldum til okkar daga, frá
Asíu til íslands. Útkoman
er allt í senn: stórfróðleg
matarsagnfræði, kostuleg-
ar frásagnir og kaldhæðn-
ar athugasemdir um mat
og fjölmargar girnilegar -
og stundum jafnvel
fyndnar - uppskriftir.
156 bls.
Mál og menning
ISBN 9979-3-2479-1
Leiðb.verð: 3.990 kr.
GIRNILEG SALÖT
Anne Wilson
Þýð.: Sigrún
Magnúsdóttir
Nú á dögum eru matvöru-
verslanir fullar af áhuga-
verðu hráefni í salöt. I
þessari bók eru fjölbreytt-
ar og hollar uppskriftir að
salötum. Einnig eru hér
matarmikil salöt sem geta
staðið sem máltíð með
góðu brauði. Uppskriftirn-
ar eru á allra færi.
64 bls.
Altunga ehf.
ISBN 9979-9646-3-4
Leiðb.verð: 850 kr.
JAMIE OLIVER
Kokkur án klæða
Kokkur án klæða
- snýr aftur
Sæludagar með kokki
án klæða
Jamie Oliver
Sjónvarpskokkurinn knái
og Islandsvinurinn Jamie
Oliver átti góða daga hér á
Fróni s.l. sumar. Af því til-
efni eru 3 fyrstu bækurn-
ar hans endurútgefnar í
ódýrum kiljum.
250 bls.
PP Forlag
ISBN 9979-760-79-6
/-81-8/-82-6
Leiðb.verð: 1.990 kr. hver
bók. Kilja
Tilb.verð til áramóta:
990 kr. hver bók.
KJÚKLINGUR í HVELLI
Anne Wilson
Þýð.: Sigrún
Magnúsdóttir
Það þarf ekki að vera mik-
ið mál að koma kjúklinga-
rétti á borðið á þrjátíu
mínútum. Prófið þessa
bragðgóðu og fljótlegu
kjúklingarétti sem eru
algjör veisla fyrir bragð-
laukana. I bókinni eru ein-
faldar uppskriftir á allra
færi.
64 bls.
Altunga ehf.
ISBN 9979-9646-2-6
Leiðb.verð: 850 kr.
198