Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Page 7

Bókasafnið - 01.01.2003, Page 7
un hússins. Hönnunarhópinn skipuðu Sigurður Ein- arsson, Jón Ólafur Ólafsson, Gunnar Ottósson, Arnór Skúlason, Sigurður H. Ólafsson og Jón B. Einarsson. Heildarrými Menntasmiðjunnar er á u.þ.b. 1.300 m2 og meira en tvöfaldaðist frá því sem áður var. Safnið hefur til umráða nánast alla neðstu hæð húss- ins, alls um 815 m2, en inn af því er 64 m2 kennslu- stofa. Það hefur auk þess umsjón með 133 m2 lessal á efstu hæð. Safnrýmið er mjög opið og hefur t.d. engar venjulegar inngöngudyr heldur er komið inn í það úr lyftu eða niður stiga. Allir starfsmenn nema forstöðu- maður vinna í opnu rými en auk þess er kaffistofa, allstórt fundarherbergi og herbergi fýrir póstmót- töku, bókafrágang, pökkun o.fl. Les- og hópvinnuað- staða er á milli hillustæða en einnig eru stærri vinnu- svæði við útveggi, eitt hópvinnuherbergi og þrír litlir klefar ætlaðir þeim sem stunda rannsóknatengt nám. Öll gögn eru skráð í bókasafnskerfið Gegni og safnið er meðal þeirra fyrstu sem taka munu nýja bóka- safnskerfið í notkun. Smiðjan er á rúmlega 300 m2 og fyllir helming miðhæðar hússins gegnt fyrirlestrasölum. Næst aðal- inngangi eru skrifstofur stjórnenda en til hliðar afmarkað vinnurými kerfisþjónustu. Afgreiðslu- og tæknifólk vinnur í opnu rými í vinnusal notenda en vefstjóri og þeir sem starfa að kennsluþróun hafa einkaskrifstofur þar sem hægt er að taka á móti gest- um. Á efri hæð er auk þess rúmlega 40 m2 rými sem nýtist smiðjunni. Húsgögn voru boðin út í tvennu lagi, annars vegar stólar og borð í allt húsið en hins vegar hillur og sér- stakur bókasafnsbúnaður. Stóla og borð flytur Penn- inn inn en allur hillubúnaður í safninu er íslensk smíð; bókaskápar úr birki frá ÁGuðmundssyni með stálhillum sem Ofnasmiðjan smíðaði. Alls eru rúm- lega 160 sæti í húsnæði Menntasmiðju. í safni er vinnuaðstaða fyrir 56, í smiðju eru 33 sæti, þar af 17 við tölvur, og í lessal eru 58 sæti. Þá eru einnig 15 hvíldarsæti á víð og dreif um svæðið. Tæknibúnaður í fyrirlestrasölum er af fullkomnustu gerð og hefur smiðjan umsjón með honum. Á síðasta ári hefur orð- ið mikil endurnýjun á öllum tækjakosti í skólanum. Flutningur og formleg opnun Upp úr miðjum september 2002 flutti starfsfólk smiðju í nýja húsnæðið. Safnið var síðan flutt á ein- um degi, föstudaginn 22. nóvember, með hjálp sjálf- boðaliða úr hópi starfsmanna og stúdenta í skólan- um. Fjöldi bókavagna var fenginn að láni í Borgar- bókasafni og Bókasafni Kópavogs og skapaðist geysi- mikil stemmning þegar þeir liðuðust eins og úlfalda- lest eftir göngunum, fullir af bókum. Allt misserið hafa iðnaðarmenn verið meira og minna að störfum um allt hús. Það samneyti hefur sett sérstakan en skemmtilegan svip á mótunarskeið starfseminnar við nýjar aðstæður. Húsið var tekið formlega í notkun 6. desember að viðstöddum fjölda gesta við hátíðlega athöfn í stærsta fyrirlestrasalnum. Starfsfólk, stúdentar í Kennarahá- skólanum og gestir, sem hafa komið í húsið, hrífast af þessari fallegu umgjörð um nám og kennslu enda hefur orðið gjörbreyting á vinnuaðstöðu í skólanum. Þótt margir gangi daglega um húsið má ekki gleyma því að meira en helmingur þeirra sem stunda nám við Kennaraháskólann eru í fjarnámi. Þeir leita til Menntasmiðjunnar um Netið eða símann nema í staðbundnum kennslulotum. Framtíðarsýn Eins og áður hefur komið fram er það viðfangsefni Menntasmiðju að þróa og samhæfa þjónustu sem örvar nemendur til náms og eykur faglega hæfni kennara. Við flutning í nýtt húsnæði með vönduðum, nútímalegum búnaði og upplýsingakerfum skapast allt önnur skilyrði til þess en áður. Starfsfólkið býr yfir fjölbreyttri getu og færni en þær einingar sem hafa verið sameinaðar eru misaldra, búa að mismun- andi hefðum og sinna á margan hátt ólíkum verkefn- um sem þó er brýn nauðsyn að tengja í samhæfða heild. Fyrir bragðið býður framtíðin starfsfólkinu upp á spennandi sköpunarskeið á næstu árum, ferli sem er hliðstætt því lærdómsferli sem við viljum styðja hjá öllum sem til okkar leita. Heimildir Ein samuirfe feennslumiðstöð. Sfeýrsia star/shóps um húsrýmisþörf uegna bókasafns, gagnasmiðju, kennslumiðstöðuar og fjarkennslu í KHÍ (& UHÍ). 1995. Sigurjón Mýrdal o.fl. Kennaraháskóli íslands, Reykja- vík. Kristín Indriðadóttir. Bókasafn Kennaraháskóla fslands. Sál aldanna. Safn greina um bókasöfn og sfeyld efni. Ritstj. Guðrún Pálsdóttir og Sigrún Klara Hannesdóttir. 1997. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands/Háskólaútgáfan, bls. 139—154. Reglur Jyrir Kennarahásfeóla íslands nr. 843/2001. Tilvitnanir 1 Ein samuirfe feennslumiðstöð 1995. 2 Að frátöldum nemendum sem vinna hlutastörf í safni. í smiðju eru 9 stöðugildi og 6,95 í safni auk framkvæmda- stjóra. 3 Þar er starfsmaður í hálfu starfi. 4 Sjá Kristín Indriðadóttir 1997. Summary The Learning Centre of Iceland University of Education The author describes the development of the Learning Centre of Iceland University of Education (Kennaraháskóli íslands) and its distinctive facilities in a new specially designed building, officially opened in December 2002. The historical roots of the Centre are described, as well as its’ foreign models, present activities, organizational structure and future prospects. BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 5

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.