Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.01.2003, Blaðsíða 10
Eru það ekki orðin sem skilja okkur hvert frá öðru? Eru það ekki orðin sem eru bölvun mannkynsins? Agnar Mykle texta úr einu máli yfir á annað. Hefðbundin eintyngd orðabók leitast við að gefa mynd af tilteknu tungu- máli og gefur gjarnan upp merkingu orðanna, orð- flokkinn sem þau tilheyra og ýmis önnur málfræði- atriði. Stundum er framburður orðanna sýndur, dæmi um notkun þeirra talin upp eða uppruni rak- inn. Eintyngdar orðabækur geta haft þrengri og af- markaðri tilgang, t.d. stafsetningarorðabækur sem hafa fyrst og fremst þann tilgang að leiðbeina mönn- um um réttan rithátt orða, slangurorðabækur sem eru einkum heimild um daglegt talmál á ákveðnum tíma eða fagorðabækur sem eru safn orða á afmörk- uðu efnissviði. Allar hafa þessar orðabækur þó það sameiginlegt að vera uppsláttarrit þar sem orðum er raðað í staf- rófsröð til hægðarauka fyrir notandann. Enski orðabókarhöf- undurinn Eric Partridge segir frá því í formála einnar bókar sinnar að gömul kona hafi eitt sinn fengið lánaða orðabók á bókasafni. Þegar hún síð- an skilaði ritinu næsta dag varð henni að orði: „Þetta voru nú heldur stuttar sögur." Saga orðabókanna Fornöld Lítið er vitað um upphaf orðabókarstarfa. Fyrstu staf- rófsröðuðu orðalistarnir sem varðveist hafa voru settir saman af Grikkjum til forna. Tilgangur þeirra í önd- verðu var ekki að kortleggja málið, útskýra merkingu orða eða þýða þau yfir á aðra tungu heldur fyrst og fremst að gera skrá yfir erfið orð og illskiljanleg, sýna fram á breytta merkingu þeirra eða gera skrá um orð sem var að fmna í ákveðnum verkum. Á1. öld e.Kr. var t.a.m. saminn orðalisti yfir orðaforðann í verkum Hómers. Ferðamenn og þeir sem stunduðu viðskipti í löndum fjarri heimahögunum skráðu hjá sér orð sem þeir þurftu að nota í ferðum sínum og trúboðar sömdu orðalista sem þeir höfðu við höndina þegar þeir þýddu trúarlega texta svo dæmi séu tekin. Orðasöfnun hafði því oftast hagnýtan tilgang. Þetta voru samt orðalistar en ekki orðabækur eins og við þekkjum þær og orðunum var auk þess ekki raðað í stafrófsröð. Þeir sem lögðu stund á þýðingar í fornöld urðu því að vera tvítyngdir og kunna tungu- málið sem þeir þýddu mjög vel. Ef þurfti að kanna merkingu erfiðs orðs eða orðs af erlendum uppruna varð að fara aðrar leiðir. Sagt er að bæði Grikkir og Rómverjar hafi stundum „flett upp“ í þrælum sínum ef það vildi svo vel til að þeir væru tvítyngdir. Miðaldir Á miðöldum skrifuðu menn oft merkingu erfiðra orða á spássíur bóka sinna; slíkar merkingar voru kallaðar „glossa" eða glósur. Stundum var þessum „glossa" safnað saman úr einu eða fleiri handritum og gerður listi ásamt skýringum. Listarnir voru kallaðir glossari- um í daglegu tali. Oftast var um að ræða latneskar skýringar á latneskum orðum. Það kom þó fyrir að skrásetjarinn notaði móðurmál sitt. Einn frægasti orðalisti af þessu tagi sem varðveist hefur fram á okkar dag er hinn svokallaði Epinal-glossarium frá 7. öld e.Kr. Hann er kenndur við bæinn Epinal í Frakklandi þar sem listinn var geymdur. í honum eru, auk latn- eskra skýringa, einnig skýringar á ensku, t.d. sardinas=heringas og allium=garlec. Eftirspum- in eftir slíkum listum reyndist mikill og orða- listinn frá Epinal var skrifaður upp aftur og aftur. Fljótlega áttuðu menn sig á því að erfitt var að finna tiltekið orð í lista af þessu tagi og fóru að raða orð- unum í stafrófsröð eftir upphafsstaf. Fyrsta dæmið um stafrófsraðaða skrá mun vera að finna í frægu handriti frá 11. öld sem er kennt við Suidas nokkurn en það hafði að geyma einskonar alfræðiorðabókar- færslur sem raðað var í stafrófsröð. Það var þó ekki fyrr en á 17. öld að almennt var farið að nota stafrófs- röð í orðabókum. Á miðöldum var latína aðaltungumálið og allir sem fengust við fræðistörf þurftu að læra hana. Framan af var lítil áhersla lögð á þjóðtunguna en með tímanum Ef rithöfundur þarf á orðabók að halda ætti hann ekki að skrifa. Hann hefði átt að lesa orðabókina a.m.k. þrisvar frá upphafi til enda. (Actually if a writer needs a dictionary he should not write. He should have read the dictionary at least three times from beginning to end.) Ernest Hemingway í bréfi til Bernard Berenson, 20. mars 1953. | %?ÍSP» ,**j ; wfiercao Ab- botor Prior, orano- thcr man of Rdigion, or oF hojy Churdi, holdctlt of his Lord - in fVanítealrrioignt* * thatisroíayinUrine in hbcr.ttn EUjohoG- n*m, thac is, in Frcc alme* - * - trt20. Sm K. Co*r.. FinJ IW of lht I.aliiuta. fo. &S &— Oxford English Dictionary. Tiluitnanaseðill fyrir orðið franka 1- moigne. AIls urðu slífeir seðlar tœplega sex milljónir að tölu. 8 BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.