Bókasafnið


Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 11

Bókasafnið - 01.01.2003, Síða 11
Orðið dictionary, sem er dregið af latneska orðinu dictio sem þýðir orð, var fyrst notað af enska skáldinu og málfræðingnum John Garland (1180-1252) um orðalista sem hann gerði yfir latnesk orð sem honum fannst erfitt að muna (Dictionarius cum commento). var farið að gefa henni meiri gaum og semja tví- tyngdar orðabækur þar sem latínan var þýdd yfir á tungumál viðkomandi lands. Þekktar eru latnesk- ensku orðabækurnar Medulla grammatice frá 1460 og Ortus vocabulorum frá um 1500. Um 1400 var einnig samin orðabók, Promptuarium parvulorum, sem gaf latneska merkingu enskra orða. Síðmiðaldir Á15. öld voru sem sagt önnur tungumál en latína far- in að skipa veigameiri sess en áður. ítalskur orðabók- arhöfundur, Ambrogio Calepino, samdi mikla orða- bók, Dictionarium latinum, sem var gefm út 1502 í Reggio (nú Reggio nell’Emilia) með orðum sem voru á latínu og sjö öðrum málum, hebresku, gallísku, ítölsku, grísku, spænsku, þýsku og flæmsku. Bók þessi var endurprentuð a.m.k. þrjátíu sinnum og vin- sældir hennar voru slíkar að farið var að kalla orða- bækur caiepin eftir höfundinum. Bylting í bókagerð gjörbreytti heiminum. Jo- hannes Gutenberg fann upp prentlistina. í kjölfar siðaskiptanna vaknaði þörf fyrir nýjar Biblíuþýðingar yfir á þjóðtungurnar auk ritverka Lúters, Kalvíns o.fl. Á 17. öld má segja að móðurmálsvakning hafi orðið í Evrópu. Málvísindastofnanir spruttu upp og áttu m.a. að sinna því verkefni að semja orðabækur. Þær fyrstu voru stofnaðar á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi; seinna fylgdu fleiri lönd í kjölfarið. Elsta mikla móðurmáls- orðabókin var gefin út í Flórens af vísindafélaginu Accademia della Crusca árið 1612. Richelieu kardínáli átti frumkvæðið að því að stofna sambærilegt félag Académie Frangaise í Frakklandi árið 1635. Árið 1694 gaf franska akademían út sína orðabók og á árunum 1726-1739 kom spænsk orðabók spænsku akadem- íunnar út. Tilgangur þessara orðabóka var ekki fyrst og fremst að skrá tungumálið eins og það var með skýringum heldur að skrá málið eins og málvísinda- menn töldu æskilegt að það væri notað. Orð voru valin í orðabækurnar og gætti þar mikillar íhalds- semi. England Ensk-ensk orðabók var gefin út í fyrsta sinn árið 1604. Það var „A table aíphabeticall, conteyning and teaching the true writing and understanding of hard usuall English wordes, borrowed from the Hebrew, Greeke, Latine, or French. With the interpretation thereof by plaine English toords, gathered for the benefit & helpe of Ladies, Gentle- women, or any other unsfeil/ull persons. Whereby they may the more easilie and better vnderstand many hard English wordes, which they shall heare or read in Scriptures, Sermons, or elswhere, and also be made able to use the same aptly themselues". Þessi nýstárlegi titill lýsir vel tilgangi bókarinnar sem var, eins og þá tíðkaðist gjarnan, að útskýra illskiljanleg orð, þ.e. fyrst og fremst tökuorð í ensku máli. Höfundur þessarar orðabókar var enskur kennari Robert Cawdry. í bókinni voru 2543 orð og skýrði hann þau með samheitum. Stundum gaf hann auk þess upplýsingar um uppruna orðsins. Dæmi: [fr] adiew, farewell. Orðabókin var sú stærsta sinnar teg- undar á þessum tíma og er gott dæmi um að orðalist- arnir voru að byrja að líkjast nútímaorðabókum. Þessi orðabók er aðgengileg á Netinu. Það tíðkaðist lengi vel að gera eingöngu lista yfir erfið orð eins og Cawdrey gerði en sleppa þeim sem voru á hvers manns vörum og allir skildu. Það þótti óþarfi. Á 18. öld vildu orðabókarhöfundar jafnframt kenna fólki að skrifa og tala rétt mál. Slangur var t.a.m. yfirleitt ekki tekið með.Titill orðabókar meþód- istans Johns Wesley (sem var gefin út án höfundar- nafns árið 1753) er The Complete English Dictionary, ex- plaining most of those hard words which are found in the best English writers. By a louer o/ good English and com- monsense. Á 18. og 19. öld spruttu víða í Evrópu upp málvís- indafélög sem höfðu það að leiðarljósi að hlúa að móðurmálinu. í Englandi var fyrst stofnað málvís- indafélag 1830. Þrátt fyrir það var um miðja 18. öld gefin út orðabók sem stóðst nánast samanburð við þær frönsku, spænsku og ítölsku sem fyrr eru nefnd- ar. Orðabókin sem um ræðir var verk eins manns og jafnframt stórfenglegt brautryðjendaverk. Höfundur- inn var Samuel Johnson (1709-1784) en hann hefur verið nefndur „one man academy" (eins manns vís- indafélag) fyrir vikið. Orðabók hans kom út árið 1755 og nefnist A Dictionary ofthe English Language. Hún var heilar 2.300 blaðsíður að lengd í tveimur bindum. Johnson var afkastamikill en að mörgu leyti sér- kennilegur höfundur. Orðskýringar hans þóttu vand- aðar og ítarlegri en hafði tíðkast fram að þessu en stundum lét hann skína í persónulega fordóma og skoðanir eins og í frægri skýringu hans á orðinu hafr- ar (oats= a grain, which in England is generally given to horses, but in Scotland supports the people) eða orðinu eftirlaun (pension=a pay given to a state hireling for treason against his country). Johnson not- aði mikið tilvísanir úr bókmenntum til að lýsa merk- ingu orða og var fyrstur manna til þess. Auk orðabók- arinnar er hann þekktur fyrir ævisögu sína sem vinur hans James Boswell skráði. Árið 1830 var stofnað málvísindafélag í London, Philological Society of London. Á fundi sem haldinn var í félaginu árið 1857 í London Library hélt málvís- indamaðurinn Richard Trench fræga ræðu þar sem hann komst svo að orði: „Orðabók er skrá yfir tungu- BÓKASAFNIÐ 27. ÁRG. 2003 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.